Fréttablaðið - 29.09.2006, Page 8
8 29. september 2006 FÖSTUDAGUR
BANDARÍKIN, AP Byssumaður réðist
inn í gagnfræðaskóla í bænum
Bailey í Kólóradó-fylki í Banda-
ríkjunum á miðvikudag með þeim
afleiðingum að sextán ára stúlka
fórst.
Maðurinn, sem sagður er hafa
verið á milli þrítugs og fimmtugs,
tók sex stúlkur í gíslingu en sleppti
síðan fjórum þeirra einni á fætur
annarri.
Eftir að samningaviðræður við
manninn fóru út um þúfur ákváðu
lögreglumenn að gera innrás í
skólann. Maðurinn skaut þá fyrst
á lögregluþjónana, sleppti annarri
stúlkunni en skaut hina og sneri
síðan hlaupinu að sjálfum sér og
framdi sjálfsmorð áður en lög-
reglunni tókst að komast að
honum.
Stúlkan var færð á sjúkrahús,
þar sem hún lést af sárum sínum.
Óvíst er um tildrög atviksins
eða fyrirætlanir mannsins, að sögn
Fred Wegener lögreglustjóra.
Bailey er nærri Columbine, þar
sem ein best þekkta skotárás í
gagnfræðaskóla varð árið 1999,
þegar tveir piltar bönuðu þrettán
samnemendum sínum og frömdu
síðan sjálfsmorð. - smk
Réðist inn í skóla í Kólóradó-fylki í Bandaríkjunum og tók sex stúlkur í gíslingu:
Byssumaður myrti skólastúlku
SORG Bandaríkjamenn voru í gífurlegu
uppnámi eftir skotárás í bandarískum
gagnfræðaskóla á miðvikudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Pepperoni álegg er gómsætt og spennandi til að
brydda upp á nýjungum í skólanestinu og krydda
tilveruna. SS pepperoni er bragðmikið og kröftugt og
hressir skólafólk og aðra sem smyrja sér nesti. Þú
þekkir SS álegg á gulu umbúðunum.
Leynivopnið á
brauðið
– pepperoni frá SS
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
7
4
7
2
UMHVERFISMÁL Íslensk stjórnvöld
ætla að láta fara fram rannsókn á
mengun í gamla ruslahaugnum
við Hafnaveg. Ruslahaugurinn,
sem nær yfir nokkra hektara
lands og er allt að sex metrar á
dýpt, verður svo byrgður með
dýrum, vatnsheldum dúk þannig
að regnvatn beri ekki mengunina
ofan í jarðveginn. Stefnt er að því
að gera þetta innan fjögurra ára.
Magnús H. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftir-
lits Suðurnesja, segir að ekki
bráðliggi á því að byrgja hauginn
en hann verði rannsakaður og
býst hann við að hann verði
byrgður óhreyfður innan fjög-
urra ára. Þar með verði girt fyrir
að lekið geti yfir á friðað fugla-
svæði við Ósabotna í Höfnum.
Sama verði gert með ruslahaug-
inn á Stokksnesi við Höfn í
Hornafirði. Þar sem vitað sé um
PCB-mengun verði flett ofan af
jarðveginum og sent í förgun.
Varnarliðið lét vinna ítarlega
skýrslu upp á hátt í tvö hundruð
blaðsíður sem lögð var fram í
samningaviðræðunum um brott-
för varnarliðsins í sumar. Í
skýrslunni kemur fram að banda-
ríkjastjórn hafi ætlað að láta fara
fram rannsókn á mengun í gamla
ruslahaugnum, þar sem óttast er
að alls kyns eiturefnum hafi
hugsanlega verið hent, og kanna
mengun í grunnvatni á átta stöð-
um á Suðurnesjum. Bandaríkja-
menn hættu við þegar íslensk
stjórnvöld bentu þeim á að fylgj-
ast þyrfti með svæðinu í allt að
fjörutíu ár, samkvæmt lögum.
Í skýrslunni kemur fram að
mengun sé hugsanlega á sextíu
stöðum á varnarsvæðinu en lík-
legust sé hún á fjórtán stöðum.
Ekki liggi þó fyrir nein fullnægj-
andi gögn um það. Mengun sé lík-
legust í gamla ruslahaugnum og
á henni beri bandarísk stjórnvöld
hugsanlega ábyrgð. Þá sé hugs-
anlega nítratmengun í grunn-
vatni vegna efna sem hafi verið
notuð á flugvellinum á árunum
1960-1993. Til viðbótar eru nefnd
sex svæði þar sem ekki hafa
verið færðar sönnur á mengun í
grunnvatni en hún sé hugsanlega
fyrir hendi.
Mengun er talin hugsanleg á
sex svæðum sem ekki hafi verið
undir stjórn Bandaríkjamanna
og teljist því ekki á þeirra ábyrgð.
Bandaríkjamenn benda á að
umgengni um varnarsvæðið hafi
yfirleitt verið í samræmi við
kröfur á hverjum tíma og að þeir
hafi uppfyllt skyldur sínar á
svæðinu. ghs@frettabladid.is
Gamli ruslahaugur-
inn verður byrgður
Bandaríkjamenn ætluðu að láta gera ítarlega rannsókn á gamla ruslahaugnum
en hættu við þar sem fylgjast þarf með svæðinu í 40 ár. Íslendingar láta því
rannsaka hann. Gamli ruslahaugurinn verður byrgður með vatnsheldum dúk.
FLUGHERINN Töluvert af olíu og flugvélaeldsneyti er í jörðu á varnarsvæðinu enda
tíðkaðist að hella slíku niður á árum áður á varnarsvæðinu eins og víðast hvar um
landið.
GÖMLU RUSLAHAUGARNIR Óttast er að
mengunin sé mest á gömlu ruslahaug-
unum við Hafnaveg en þar kann alls
kyns eiturefnum að hafa verið hent auk
olíu. Bandarísk stjórnvöld ætluðu að
láta rannsaka hauginn en snarhættu við
þegar íslensk stjórnvöld bentu þeim á
að samkvæmt lögum þurfi að fylgjast
með haugnum í 30-40 ár.
DÓMSMÁL Tæplega fertugur karl-
maður hefur verið dæmdur í
þriggja mánaða fangelsi fyrir líf-
látshótanir í garð fyrrverandi
sambýliskonu sinnar. Það var Hér-
aðsdómur Reykjavíkur sem kvað
upp dóminn.
Maðurinn hótaði konunni í
mars með því að tala inn á talhólf
farsíma hennar. Hann hótaði henni
lífláti og limlestingum í tvennum
skilaboðum. Konan kærði athæfið
til lögreglu, sem afritaði skilaboð
mannsins af talhólfi síma hennar.
Hún kvaðst einnig óttast um son
sinn, en maðurinn er faðir hans.
Konan sagði manninn vera í mik-
illi vímuefnaneyslu og til alls lík-
legan.
Maðurinn á að baki sakaferil.
Hann hefur hlotið dóma fyrir
meiri og minni háttar líkamsárás-
ir, svo og húsbrot og eignarspjöll.
Þau brot beindust öll með einum
eða öðrum hætti að annarri konu
sem hann hafði búið með. Í ljósi
alvarleika málsins, aldurs manns-
ins, sakaferils hans og forsögu um
gróft ofbeldi, þótti dómnum ekki
fært að skilorðsbinda refsingu
hans -jss
Karlmaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi:
Sendi konu líflátshótanir
TALHÓLF Maðurinn las hótanir sínar inn
á talhólf farsíma konunnar.