Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 10
10 29. september 2006 FÖSTUDAGUR Til vonar og vara varasalvi Nú líka með ALOE VERA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FJARSKIPTAMARKAÐUR Í skýrslu sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur unnið með sambærilegum fyrir- tækjum á hinum Norðurlöndunum kemur fram að íslenski fjarskipta- markaðurinn einkennist af fákeppni þar sem tvö fjarskipta- fyrirtæki skipti markaðnum á milli sín. Í skýrslunni segir að verð á far- símaþjónustu sé hærra hér en á hinum Norðurlöndunum og hafi hækkað á síðustu árum en farið lækkandi á hinum Norðurlöndun- um. Þá hafi farsímaþjónusta mæld í mínútum á viðskiptavin staðið í stað hér og heldur minnkað frá árinu 1999 en aukist á hinum Norð- urlöndunum. Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, gerir miklar athugasemdir við þær fullyrðing- ar Póst- og fjarskiptastofnunar að verðið hafi hækkað hér og segir skýrsluna á misskilningi byggða. Við samanburð sé ekki tekið tillit til þeirra afsláttarkjara sem íslenskum neytendum stendur til boða. „Eingöngu er tekið tillit til þeirra afsláttarkjara sem erlend- um neytendum stendur til boða. Síminn býður GSM notendum sínum alls kyns afslætti í vina- númer en það er ekki tekið tillit til þessa í þessum verðsamanburði. Í erlenda verðsamanburðinum er hins vegar tekið tillit til þeirra afsláttarkjara sem viðgangast þar.“ Gísli Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Og vodafone, er sammála Evu um að fullyrðingar Póst- og fjarskiptastofnunar um verð á GSM þjónustu hér á landi séu á misskilningi byggðar. GSM notk- un hafi aukist en meðalreikning- urinn haldist nær óbreyttur í þrjú ár. Samanburður á mínútuverði gefi ekki rétta mynd af raunveru- legum kostnaði neytenda. „Og1 viðskiptavinir hringja frítt heim og sín á milli í GSM. Einnig býður Og vodafone öllum viðskiptavinum sínum frí samtöl í tvö önnur GSM númer að eigin vali ásamt fjölda annarra fríð- inda,“ segir hann og telur Og vod- afone veita viðskiptavini sínum aukna afslætti sem beri vott um þá miklu samkeppni sem sé á íslenskum farsímamarkaði. Í tilkynningu frá Sko segir að verðskrá fyrirtækisins sé einfald- ari og lægri en keppinautanna. Það sé því mat Sko að skýrslan hefði gefið gleggri mynd af raun- veruleikanum ef þjónusta og verð- skrá fyrirtækisins hefði verið innifalin. Eva bendir á að Ísland sé með sjötta lægsta verðið á farsíma- þjónustu á yfir 30 landa lista. ghs@frettabladid.is Segja skýrslu ekki rétta Fjarskiptafyrirtækin stóru eru sammála um að nor- ræn skýrsla um verðþróun og samanburð á farsíma- markaði á Norðurlöndum sé á misskilningi byggð. Skýrslan gefi ekki rétta mynd af raunveruleikanum. VERSLUN SÍMANS Í KRINGLUNNI Í skýrslu um verðþróun símafyrirtækja kemur fram að íslenski fjarskiptamarkaðurinn einkennist af fákeppni. GÍSLI ÞORSTEINSSON EVA MAGNÚSDÓTTIR DÓMSMÁL Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd í 30 daga fang- elsi vegna líkamsárásar. Héraðs- dómur Austurlands kvað dóminn upp, en fullnustu refsingar er frestað, svo fremi sem konan held- ur almennt skilorð í tvö ár. Það var aðfaranótt 8. janúar sem konan og tveir menn réðust á þann þriðja, sem er til heimilis í Reykjavík, við fjölbýlishús á Höfn í Hornafirði. Konan barði hann nokkur hnefahögg í andlitið svo hann bólgnaði á vinstri augabrún og vinstra kinnbeini. Annar félaga hennar skellti síðan hurð fjölbýlis- hússins á framhandlegg fórnar- lambsins, þannig að ölnin brotn- aði. Þriðji árásarmaðurinn sparkaði loks í manninn þannig að eitt rif brotnaði. Dómurinn ákvað að aðskilja mál árásarfólksins. Konan játaði greiðlega brot sitt, en hún er ung að árum og hafði ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Dóm- urinn leit til þessara þátta við ákvörðun refsingar. Konunni var gert að greiða sakarkostnað sem hlaust af málinu. - jss Kona og tveir menn fengu skilorðsbundinn dóm: Réðust inn á heimili og beinbrutu mann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.