Fréttablaðið - 29.09.2006, Page 13

Fréttablaðið - 29.09.2006, Page 13
FÖSTUDAGUR 29. september 2006 13 FERÐAÞJÓNUSTA „Það er endalaust verið að reyna að svindla á fyrirtækjum í ferðaþjónustu og það gerist oft í viku hjá mörgum hótelum,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Að sögn Ernu er oft um að ræða tölvupóst frá aðilum erlendis sem panta herbergi og hafa ýmsar kúnstugar óskir um að lagt sé út fyrir hinu og þessu. „Við sendum sífellt út boð til okkar félags- manna um að vera á varð- bergi og við brýnum sérstak- lega fyrir fólki að skrifa ekki undir neitt nema lesa smáa letrið.“ Erna segir dæmi um að fólk lendi í vandræðum jafnvel bara við það að veita upplýsingar. Þá berst fyrirspurn frá einhverju skráningarfyrirtæki þar sem ákvæði eru vandlega falin í örsmáu letri. Svo þegar fyrirspurninni er svarað hefur fólk sett nafnið sitt undir samning um birtingu auglýsingar fyrir einhverja upphæð til dæmis. „Það eru margir að gera út á þetta úti um allan heim en fólk er farið að kunna á þetta. Það er búið að vara svo lengi við þessu og margt er svo augljóslega skrítið,“ segir Erna. Ferðamálastofa hefur einnig sent frá sér aðvörun vegna svikahrappa. Segir að nokkuð hafi borið á því í sumar að reynt sé að hafa fé út úr gististöðum með fölskum bókunum. - sdg Mikið er um að reynt sé að svindla á fyrirtækjum í ferðaþjónustu: Svikahrappar herja á gististaði ERNA HAUKS- DÓTTIR HÓTEL BORG Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar segist ekki fá margar tilkynningar um að fólk falli fyrir svikum en margir láti vita af svikahröppum. Tekið skal fram að Hótel Borg tengist fréttinni ekki með beinum hætti. DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands dæmdi konu í tveggja mánaða fangelsi fyrir skjalafals í gær. Hún hafði falsað undirritun vinkonu sinnar á skuldabréf og gert hana að ábyrgðarmanni að láni upp á rúma hálfa milljón króna. Hún sagði ástæðuna þá að yfirdráttar- heimild hennar hafi verið að renna úr gildi. Vitundarvottur skulda- bréfsins sagðist hafa talið að allt væri með felldu. Eftir að meintur ábyrgðarmaður hafði haft samband við hann og spurt hvernig á málinu stæði hafi hann hringt í lántakand- ann en fengið þau svör að þetta væri í lagi þar sem hún hafi gert þetta áður. Refsingin fellur niður haldi konan skilorð í tvö ár. -kdk Tveggja mánaða fangelsi: Falsaði nafn vinkonu sinnar STJÓRNMÁL Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, gefur kost á sér í þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjör- dæmi. Ármann er stjórnmála- fræðingur að mennt og var síðustu ellefu ár aðstoðar- maður ráðherra, fyrst Halldórs Blöndal og síðar Árna Mathiesen. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í Kópavogi frá 1998 og setið í fjölda nefnda á vegum bæjarins. -bþs Ármann Kr. Ólafsson: Sækist eftir þriðja sætinu ÁRMANN KR. ÓLAFSSON STJÓRNMÁL Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður og varaþingmaður, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti í flokksvali Samfylk- ingarinnar í Norðaustur- kjördæmi. Örlygur Hnefill hefur verið virkur í flokksstarfi Samfylkingar- innar á Norðaustur- landi, fyrst sem formaður Samfylkingar- innar á Norðurlandi eystra og síðar formaður kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðaustur- kjördæmi. Örlygur Hnefill hefur rekið lögmannsskrifstofu á Húsavík frá árinu 1982. - sdg Örlygur Hnefill Jónsson: Fram í prófkjör Samfylkingar ÖRLYGUR HNEFILL JÓNSSON STJÓRNMÁL Bryndís Haraldsdótt- ir, varabæjarfulltrúi í Mosfells- bæ, sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- kjördæmi. Bryndís, sem nam alþjóða- markaðsfræði við Tækni- skóla Íslands, er verkefnis- stjóri Evrópu- verkefna hjá Impru, nýsköpunar- miðstöð á Iðntæknistofn- un. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og er meðal annars varaþingmaður hans í Suðvesturkjördæmi. -bþs Bryndís Haraldsdóttir: Í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins BRYNDÍS HARALDS- DÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.