Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 16
29. september 2006 FÖSTUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Nú þegar landsmenn ættu
að hafa mænt nægju sína
upp í næturhimininn á fjar-
læg fyrirbæri alheimsins er
kominn tími til að líta sér
nær. Það haustar og undan-
farið hefur náttúran haldið
sína ómótstæðilegu haust-
sýningu.
Græni litur sumarsins hopar fyrir
hlýjum litum kuldabitinna plantna
svo úr verður glæsileg mósaík-
mynd: Brúnir, gulir og appelsínu-
gulir tónar breiðast yfir landið,
ekki ósvipaðir ryði, og minna
okkur á að það styttist í gráan vet-
urinn. Á þessum dögum leggja
margir land undir fót til að virða
fyrir sér litadýrðina, á eigin
vegum eða í hópum. Ferðafélag
Íslands stendur til dæmis fyrir
haustlitaferð í Þórsmörk um helg-
ina.
Páll Ásgeir Ásgeirsson rithöf-
undur og útivistarmaður er unn-
andi haustlita: „Frægasta haustlit-
asinfónía landsins er án efa í
Þjóðgarðinum á Þingvöllum,“
segir hann. „Ég var þar fyrir viku
og þá var sinfónían á fullum styrk
og gríðarlega mögnuð að sjá. Það
þarf þó ekki að sækja vatnið yfir
lækinn. Til að sjá fallega haustliti
er sem dæmi upplagt að fara í Ell-
iðaárdalinn. Fyrir ofan rafstöðina
og í Hólminum má nú finna gríð-
arlega fallega haustliti.“
Páll segir að haustlitirnir ættu
að halda sér næstu tvær vikurnar
eða svo, en það fari
eftir veðurfari. „Ef
það kemur hressi-
legt rok og rign-
ing er sinfón-
ían fljót að
fjúka út í
veður og
vind.“ Því er
um að gera að
skoða og
njóta á meðan færi gefst. Opið
samkvæmt samkomulagi og
ókeypis inn, eða ættum við að
segja, ókeypis út.
gunnarh@frettabladid.is
VETURINN NÁLGAST Grænir sumarlitir hopa fyrir ryðáferð haustsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Haustsinfónían á fullum styrk
Í ELLIÐAÁRDAL Þar gefur nú að líta árlega myndlistarsýningu náttúrunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Bensínlykt af
samkeppninni
„Við vitum að við erum að borga
háa símreikninga og ekki er far-
símakostnaðurinn lægstur,“ segir
Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður
sem söng um Langsíma-Línu á
árum áður. „En maður hugsar svo
sem ekki mikið um þetta og tekur
eins og hverju öðru hundsbiti.“
Póst- og fjarskiptastofnun kynnti
í gær samnorræna skýrslu um
farsímamarkaði Norðurlandanna
þar sem m.a. kemur fram að GSM-
þjónusta hefur hækkað í verði
hérlendis síðan 2002 en lækkað í
hinum Norðurlöndunum á sama
tíma. Fákeppni á markaðinum er
sögð ríkjandi hér. „Erlendir aðilar
gætu eflaust komið hér inn ef þeir
nenntu. Þó við séum merkileg
erum við fá. Ég var í Noregi nýlega
og gekk í kringum nýbyggingu
stærsta símafyrirtækisins þar. Ég
var korter á leiðinni en stytti mér
þó leið. Hér virðist ríkja heilmikil
samkeppni símafyrirtækja, á
yfirborðinu að minnsta kosti, en
maður spyr sig hvort það sé bens-
ínlykt af þeirri samkeppni.“
SJÓNARHÓLL
FÁKEPPNI Á FARSÍMAMARKAÐI
VALGEIR GUÐJÓNSSON
TÓNLISTARMAÐUR
„Eins og við segjum fyrir vestan er ekki skapaður
skítur að frétta. Allt gengur bara sinn vanagang:
Vinna, éta, sofa,“ segir Gunnar Jónsson leikari.
Gunnar vinnur sem kunnugt er við dyra-
vörslu á skemmtistaðnum Cafe Oliver á
Laugavegi. „Það er nú enginn æsingur
í dyravörslunni og það er hending
ef maður þarf að henda einhverj-
um út. Það hefur lítið verið um
gestakomur stjarna það sem af
er ári, en kannski rætist úr því
núna þegar kvikmyndahátíðin
er byrjuð.“
Í leiklistinni segir Gunnar
sitthvað í farvatninu – „samt
ekkert solid eins og er,
en ég hef verið að hnusa
utan í tveimur verkefnum
sem ég vil ekki tala um að
svo stöddu. Í sumar lék ég í
kvikmyndinni Astrópíu. Ég
lék besta vin vonda karlsins
og þeir eru báðir illmenni
mikil. Strákarnir eru bjart-
sýnir og stefna á að frum-
sýna myndina um áramót-
in. Í sumar hef ég bara rétt
kíkt út fyrir bæjarmörkin, en
það er stutt í að ég skreppi
aðeins til Parísar. Ég
ætla að fá mér glas af
rauðvíni og hafa það
huggulegt.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUNNAR JÓNSSON LEIKARI
Lék besta vin vonda karlsins
Særós Mist Hrannarsdóttir, fjór-
tán ára gömul íslensk stúlka
búsett í Danmörku, er einn með-
lima í hópi róttæklinga sem berst
fyrir því að listaverkstæðið
Huset í Árósum fái að starfa
áfram. Í 34 ár hefur það verið
menningarlegur samastaður
fyrir skapandi fólk og boðið upp
á sextán opin verkstæði þar sem
fólk getur unnið að hugmyndum
sínum án þess að taka gjald fyrir
annað en efni.
Særós segir meirihluta íbúa
Árósa líta á Huset sem ómissandi
hluta af menningarlífinu þar.
Hugmyndir um að loka aðstöð-
unni í sparnaðarskyni telur hún
vanhugsaðar. Lokunin komi ekki
aðeins niður á
þeim sem
nota verk-
stæðin heldur
séu margar af
leikhúsmið-
stöðvum
borgarinnar,
lítil listagall-
erí og menn-
ingarstofnan-
ir háðar
aðstöðunni
sem Huset
bjóði upp á.
Særós
segir ákvörð-
unina um lok-
unina hafa
verið ólýðræðislega. Hvorki
íbúum borgarinnar né notendum
Huset hafi gefist tækifæri til að
koma skoðun sinni á framfæri
fyrr en eftir að ákvörðun hafði
verið tekin. Helst álasi fólk Uffe
Elbæk, meðlim hægri flokksins
De Radikale Venstre en hann er
einnig rektor listastofnunar sem
býður upp á aðstöðu gegn
greiðslu.
„Huset er einstakt í heimin-
um. Að undanförnu hef ég verið
að safna undirskriftum gegn
ákvörðuninni auk þess sem verið
er að skipuleggja frekari mót-
mæli.
Ég fann mig knúna til að taka
þátt í að reyna afstýra þessu slysi
eftir að hafa fengið að kynnast
því starfi sem þar var unnið.“
segir baráttukonan unga. -kdk
Segir ákvörðunina hafa verið ólýðræðislega:
Fjórtán ára baráttukona í Danaveldi
SÆRÓS MIST segist
hafa fundið sig knúna
til að berjast gegn
lokun Huset eftir að
hafa fengið að kynnast
því sem þar fór fram.
BARIST GEGN LOKUN HUSET Talið er að
listaverkstæðið sæki um 100.000 virkir
notendur á hverju ári.
KANÍNUR Í BÓNUS Í Elliðarárdalnum má
oft sjá dúllulegar kanínur skottast við stein.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
PÁLL ÁSGEIR ÁSEIRSSON Upplagt að
fara í Elliðaárdalinn.
■ Öryggishjálmurinn sem verkamenn
nota á framkvæmdasvæðum var fund-
inn upp þegar Hoover-stíflan var reist.
Fyrsta útgáfan var
hafnaboltahúfa sem
dýft var í tjöru og
látin þorna. Lukku-
dýr verkamanna við
Hoover-stíflugerð-
ina var hundur sem
gerði sig heimakominn á byggingar-
svæðinu. Ónefndur verkamaður var
nærri því drepinn þegar hann sást
sparka í lukkudýrið. Þegar keyrt var yfir
hundinn grétu verkamenn sáran og
reistu síðar dýrinu minnisvarða. Hann
má enn sjá nálægt túristamóttöku
stíflunnar.
SÖGUSTUND:
HUNDUR OG
HJÁLMUR
Opinbert eignarhald
óskynsamlegt
„Svo lengi sem Landsvirkjun
er í opinberri eigu er ekkert
óeðlilegt við það að fólk láti
sig framkvæmdina varða.
Eðlilegast er að fyrirtækin,
sem fá heimild til þess að
nýta sér orkulindir, séu í
eigu einkaaðila.“
Pálmi Jóhannesson, hönnuður
Kárahnjúkastíflu, segir opinbert
eignarhald á Landsvirkjun óskynsamlegt.
Fréttablaðið, 28. september.
Gömlu karlarnir verða
ungir á ný
„En Old Spice á samt fullt
erindi aftur. Ungt fólk
þekkir þetta frá öfum sínum
og langar til að prófa. Og
þegar gömlu karlarnir fá að
þefa upp úr flösku lygna þeir
aftur augunum og verða
ungir á ný.“
Gauti Torfason á Rakarastofunni í
Kópavogi hóf í fyrra að flytja inn Old
Spice sem var ófáanlegur hérlendis árum
saman. Fréttablaðið, 28. september.
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4