Fréttablaðið - 29.09.2006, Page 18

Fréttablaðið - 29.09.2006, Page 18
 29. september 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Tóbaksinnflutningur á Íslandi Heimild: Hagstofa Íslands 40 2, 5 38 4, 7 To nn 2003 2005 Samkvæmt lögum geta kjósendur til sveitarstjórna beitt útstrikunum eða fært til frambjóðendur á þeim lista sem þeir kjósa. Þeir sem nýta sér þennan rétt fer stöðugt fækkandi og dæmi um að kjósendur hafi ógilt atkvæði sitt vegna vankunnáttu í þessum efnum. Er mögulegt að beita útstrikunum eða endurröð- un við utankjörfundarkosningu? Í 62. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, er svohljóðandi ákvæði: „Kosning utan kjörfundar er því aðeins gild að notuð séu hin fyrirskipuðu kjör- gögn. Kosning fer svo fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðilinn bókstaf þess lista sem hann vill kjósa og má hann geta þess hvernig hann vill hafa röðina á listanum.“ Af þessu leiðir að aðeins er unnt að nota það pláss sem er á utankjörfundaratkvæðaseðlinum, sem er þó afar takmarkað. Því er til dæmis nánast útilokað að telja upp alla frambjóðendur á framboðslistum í Reykjavík og raða þeim upp á nýtt. Hins vegar er pláss til að geta þess að einhverjir tilteknir frambjóð- endur þess lista sem kjósandi hyggst greiða atkvæði skuli strikaðir út eða að til dæmis frambjóðandi í 10. sæti færist upp í það 7. og aðrir frambjóðendur færist neðar sem því nemur. Hve margar útstrikanir þarf til að hafa áhrif á úrslit kosninganna? Til þess að breytingar verði á röðun á framboðslista þarf meirihluti þeirra sem greiðir atkvæði með þeim lista að gera sömu breytingar. Þeir einstaklingar sem strikaðir eru út ná þá ekki kjöri og þeir sem eru fyrir neðan þá á lista færast upp. Má strika út nafn á framboðslista og setja annað í staðinn? Nei! Atkvæðisseðill með slíkri breytingu yrði met- inn ógildur. Einungis er heimilt að strika yfir nöfn frambjóðenda eða breyta röð þeirra; ekki bæta við nýjum. FBL-GREINING: SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Útstrikunum fer fækkandi Heildarlausn fyrir snyrtinguna Lotus Professional R V 62 15 B Á tilboði í september Arngrímur Þorgrímsson Sölustjóri hjá RV Skammtarar úr ryðfríu stáli Marathon RVS miðaþurrkuskápur Sápuskammtari RVS WC Compact statíf RVS fyrir tvær rúllur 5.423 kr. 4.974 kr. 6.968 kr. Í málatilbúnaði Íslenskr- ar erfðagreiningar (ÍE) gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum sínum og Children‘s Hospital of Philadelphia (CHOP) sem hófst síðasta þriðjudag eru stefndu ásakaðir um stór- felldar iðnaðarnjósnir og margvísleg brot á ráðn- ingarsamningum sínum. Málið er um margt sérstakt því aldrei áður hefur mál af viðlíkri stærðargráðu komið upp hjá íslensku fyrirtæki. Mönnunum fimm er gefið að sök að hafa, frá því í september 2005 og fram í júli á þessu ári, með ólöglegum hætti afritað og stolið mikilvægustu vísinda- og við- skiptaleyndarmálum ÍE til að nýta hjá nýstofnaðri miðstöð CHOP fyrir hagnýtar erfðamengjarann- sóknir, en fjórir þeirra starfa hjá miðstöðinni í dag. Þá eru þeir ásakaðir um margvísleg brot á ráðningarsamningum sínum hjá ÍE. Samningarnir fólu meðal ann- ars í sér að starfsmönnunum væri ekki heimilt að hefja störf hjá samkeppnisaðila ÍE fyrr en tveim- ur árum eftir að þeir hættu störf- um hjá fyrirtækinu. Þá mega þeir ekki bera víurnar í annað starfs- fólk ÍE fyrr en eftir að eitt ár er liðið frá starfslokum þeirra. Að lokum eru þeir ásakaðir um stór- fellt samsæri sín á milli um að hylja yfir aðgerðir sínar og fela slóð sína. Sönnunargögn Flest þau sönnunargögn sem ÍE teflir fram í stefnu sinni eru í formi tölvupósts sem fimmmenn- ingarnir sendu sín á milli og til starfsmanna CHOP. Tölvupóstur var sendur frá einkapóstföngum hinna stefndu sem þeir höfðu stofnað hjá fyrirtækjum á borð við Hotmail, Yahoo, Hive.is og Talk21.com eða starfsmannapóst- föngum þeirra hjá CHOP. ÍE hefur haldið því fram að fyrir- tækinu hafi verið heimilt að skoða þennan tölvupóst á þeim grund- velli að sterkar vísbendingar hafi bent til þess að mennirnir hafi verið að stela gögnum. Lögfræð- ingur ÍE telur að þær athafnir brjóti ekki í bága við lög þar sem tölvurnar sem pósturinn var sendur frá hefðu verið í eigu fyr- irtækisins. Kröfur ÍE og viðbrögð CHOP ÍE fer fram á það við yfirstand- andi réttarhöld að tafarlaust lög- bann verði sett á störf mannanna og starfsemi miðstöðvarinnar sjálfrar til að koma í veg fyrir að þessir aðilar noti eða miðli trúnað- arupplýsingum ÍE. Þá er einnig krafist lögbanns á eyðingu gagna sem tengjast málinu. ÍE fer fram á að fá greiddar háar skaðabætur, lögfræðikostnað og sérstakar refsibætur sem tíðkast í banda- rísku dómskerfi. Í fréttatilkynn- ingu sem CHOP hefur sent frá sér vegna málsins neitar spítalinn allri sök og segir að hann muni standa fast við bakið á starfs- mönnunum fjórum. CHOP segir tilgang miðstöðvarinnar vera að einangra erfðavísa sem orsaka algenga barnasjúkdóma á borð við astma, offitu og sykursýki. Hann segir það mikið áfall ef gróðafyr- irtæki á borð við ÍE takist að hamla það starf. Ásakaðir um iðnaðarnjósnir Forsaga málsins er sú að Hákon Hákonarson, fyrrum viðskipta- þróunarstjóri ÍE og einn af æðstu yfirmönnum þess, er sagður hafa hafið viðræður við Barnaspítal- ann í Fíladelfíu (CHOP) í sept- ember 2005 um möguleikann á því að veita nýrri rannsóknar- miðstöð spítalans forystu. Hann á síðan að hafa ráðið sig til henn- ar á jóladag sama ár, rúmum mánuði áður en hann sagði upp störfum hjá ÍE. Hákoni er gefið að hafa leynt eðli hins nýja starfs fyrir yfirmönnum sínum hjá ÍE, til þess að geta vísvitandi haft áframhaldandi aðgang að gögn- um hjá ÍE, og að hafa ætlað sér að nýta þau í sínu nýja starfi. Hákon á svo að hafa boðið fjórum öðrum starfsmönnum ÍE: þeim Struan Grant, Robert Skraban, Jonathan Bradfield og Jesus Sainz, starf hjá miðstöðinni og fengið þá til liðs við sig við að stela gögnum. Í stefnunni segir að fimmmenning- arnir hafi tengt útvær USB harð- drif og annan lausan geymslu- búnað við skrifborðstölvur sínar hjá ÍE án heimildar. Meðal ann- ars á Hákon að hafa farið fram úr aðgangsheimildum sínum með þessum hætti í allt að sextíu skipti og Jesus Sainz afritað og stolið allt að 97 þúsund skrám frá ÍE. Jesus er sá eini af fimmmenn- ingunum sem ekki starfar hjá miðstöðinni og er sem stendur í farbanni hér á landi. Lögfræðing- ur hans hefur sagt að ásakanir á hendur umbjóðanda hans séu rangar og ÍE viti það vel. FORSAGA MÁLAREKSTURSINS Hjáveitugöngum Kárahnjúkastíflu hefur verið lokað og vatn safnast í Hálslón. Árni Finnsson, for- maður Náttúru- verndarsamtaka Íslands, hefur lengi barist gegn framkvæmd- unum sem nú eru orðnar að veruleika og brátt verður hægt að framleiða rafmagn. Hvaða tilfinningar bærast innra með þér nú? Þær tilfinningar sem ég ber í brjósti í dag eru hvorki sterkari né veikari en þær sem ég hef fundið fyrir frá því ákvörðun var tekin um þessar framkvæmdir árið 2002 og svo þegar samið var við Alcoa árið 2003. Það var þá sem ég grét mínum tárum vegna þessara framkvæmda. Hvað finnst þér um hugmyndina um um að hleypa aldrei vatni í lónið? Menn geta deilt um þessa hugmynd en ég held að sú stað- reynd að fimmtán þúsund manns gengu niður Laugaveginn til að sýna honum og málefninu stuðning lýsi vel andstöðu almennings við virkj- uninni og samstöðu með náttúr- unni. Um það verður varla deilt. SPURT & SVARAÐ STÍFLAN Á KÁRAHNJÚKUM Hefur grátið sínum tárum Svona erum við ÁRNI FINNSSON ÍSLENSK ERFÐAGREINING Hefur höfðað mál gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum sínum fyrir stórfelldar iðnaðarnjósnir og brot á ráðningarsamningum. FRÉTTASKÝRING ÞÓRÐUR SNÆR JÚLÍUSSON thordur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.