Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 29. september 2006 21
Fons eignarhaldsfélag, sem er í
eigu Pálma Haraldssonar og
Jóhannesar Kristinssonar, hefur
selt rúman tuttugu prósenta hlut
sinn í sænska lággjaldaflugfélag-
inu FlyMe til norska hlutafélags-
ins Cognation, sem eftir kaupin á
36 prósent í flugfélaginu.
Pálmi segir hluthafa hafa greint
á um stefnu í félaginu. „Flug-
rekstrardeild FlyMe var stærsta
vandamál félagsins að okkar mati
og við höfum viljað leggja hana
niður,“ segir hann en bætir við að
Fons hafi haft mikla trú á FlyMe,
sem skilaði 632 milljóna króna
tapi á fyrsta ársfjórðungi, að
mestu vegna aukins kostnaðar í
flugrekstri.
Nokkrar breytingar þóttu nauð-
synlegar til að bæta rekstur
félagsins, að mati Pálma. Meðal
annars með kaupum á litháenska
flugfélaginu FlyLal og breska
leiguflugfélaginu Astreus.
En sættir náðust ekki. „Það
urðu átök á milli þessara tveggja
hluthafa. Við vildum kaupa þá út
en þeir vildu ekki selja. Niðurstað-
an varð sú að þeir gerðu okkur til-
boð sem við gátum ekki hafnað,“
segir Pálmi. Kaupverð er trúnað-
armál en Pálmi staðfestir að Fons
hafi hagnast á viðskiptunum.
Pálmi vildi ekkert gefa upp um
næst skref hjá Fons. Tækifærin
væru mýmörg á sviði ferðaþjón-
ustu og smásölu í Skandinavíu og
Bretlandi og myndi félagið halda
áfram að einbeita sér að þeim. -
PÁLMI HARALDSSON Fjárfestingarfélag
í eigu Pálma hefur selt alla hluti sína í
sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fons selur hlut sinn í FlyMe
Svo getur farið að Landsflug verði
á næstunni að segja upp stærstum
hluta eða öllu starfsfólki vegna
verkefnaskorts.
Rúnar Árnason, framkvæmda-
stjóri félagsins, segir framtíðina
velta á því hvort útboðssamningur
við ríkið um áætlunarflug verði
endurnýjaður. Hann segir allt líta
út fyrir að aðrir fái samninginn og
því sé nauðsynlegt að leita leiða
utan landsins til að tryggja rekst-
ur Landsflugs.
Landsflug sagði um síðustu
mánaðamót upp sautján manns,
öllum starfsmönnum viðhalds-
deildar og fimm flugmönnum. „Nú
er verið að finna lausn á málum
annarra starfsmanna en við sjáum
ekkert í hendi hér á landi,“ segir
Rúnar. Landsflug er nú með sautj-
án starfsmenn, mest flugmenn.
Flugfélagið var stofnað fyrir
þremur árum og yfirtók rekstur
innanlandsdeildar Íslandsflugs ári
síðar. Félagið rekur þrjár flugvél-
ar hér og hefur sinnt innanlands-
flugi til Hafnar í Hornafirði, Gjög-
urs og Bíldudals. - jab
EIN AF VÉLUM LANDSFLUGS Fram-
kvæmdastjóri Landsflugs segir verkefna
ef til vill verða leitað í útlöndum.
Líkur á frekari
uppsögnum
Alexander Lebedev, einn af
stærstu hluthöfum rússneska
flugfélagsins Aeroflot, vísar því á
bug að skrifað hafi verið undir
samning um kaup á 22 farþega-
flugvélum frá Boeing og jafn-
mörgum vélum frá Airbus.
Þetta er þvert á það sem Valery
Okulov, forstjóri flugfélagsins,
sagði í síðustu viku er hann skýrði
frá því að félagið hygðist kaupa 44
vélar á árunum 2010 til 2016.
Lebedev sagði félagið hafa
kannað kaup á vélunum en fjar-
stæða væri að fullyrða að þeim
væri lokið. „Það væri óskhyggja.
Við höfum enga hugmynd um það
hvað stjórnvöld hyggjast gera,“
sagði hann en fyrirtæki hans á
þrjátíu prósenta hlut í Aeroflot á
móti rússneska ríkinu. - jab
Endurnýja ekki
flugflotann
Og Vodafone hefur tekið í notkun
setningabókina Made in Iceland í
Vodafone live. Bókin gefur við-
skiptavinum fyrirtækisins kost á
að skoða og þýða yfir fimm hundr-
uð setningar á þrettán tungumálum
í farsímum sínum.
Símafyrirtækið segir að hvert
tungumál hafi nítján flokka og hver
þeirra hafi þrjátíu sjálfstæðar setn-
ingar sem auðvelt sé að þýða yfir á
annað tungumál. Flokkarnir nítján
hafa hver sitt einkenni, en meðal
flokka eru til dæmis gisting, við-
skipti, tónlist eða samskipti. Með
þessari flokkun eiga notendur auð-
veldlega að geta fundið sömu setn-
ingu á öðru tungumáli hvort sem
bókin er notuð eða síminn. Greidd-
ar eru 99 krónur fyrir vikuaðgang
að bókinni en í hverri áskrift eru
innifalin þrjátíu SMS. - jab
Setningabók frá
Og Vodafone
Jens Stoltenberg, forsætisráð-
herra Noregs, segir í samtali við
norska dagblaðið Dagsavisen
koma til greina að norska ríkið
kaupi hluti sænska og danska rík-
isins í norræna flugfélaginu SAS.
Markaðsvirði hlutanna er sagt
nema 8,1 milljarði norskra króna
eða jafnvirði 87 milljarða
íslenskra króna.
SAS er skráð í OMX-kauphöll-
ina. Sænska ríkið á 21,4 prósenta
hlut í félaginu en danska ríkið á
14,3 prósent líkt og norska ríkið.
Almennir hluthafar eiga afgang-
inn eða helming hlutafjár. - jab
Norska ríkið
horfir til SAS
FARSÍMI MEÐ SETNINGABÓKINA Made
in Iceland hefur að geyma fjölda
algengra setninga á 13 tungumálum.
edda.is
Íslensku barnabóka-
verðlaunin 2006
Háski og hundakjöt
Þegar Aron fer með pabba sínum til Kína órar
hann ekki fyrir þeim ævintýrum sem bíða
hans. Kínversku borgirnar eru yfirþyrmandi
stórar og mannmergðin mikil - svo ekki sé
talað um matinn sem er býsna frábrugðinn því
sem Aron er vanur ...
Háski og hundakjöt er fyrsta bók Héðins
Svarfdals Björnssonar en hún er að mati
dómnefndar mjög trúverðug samtímasaga sem
lýsir upplifun íslensks unglings á framandi
aðstæðum á raunsæjan og skemmtilegan hátt.
Sagan af undurfögru prinsessunni og
hugrakka prinsinum hennar
Dag einn fæðist undurfögur og ljúf
prinsessa í fjarlægu konungsríki.
- Æ, höfum við ekki heyrt þetta
áður?
- Ónei! Hér er eitthvað alveg nýtt á
ferðinni!
Stórskemmtilegt samspil texta Margrétar
Tryggvadóttur við myndir Halldórs
Baldurssonar gera þessa bók einstaka sem
kemur lesandum sífellt á óvart.