Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 26

Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 26
[ ] Sumir halda að það sé erfitt að baka brauð, hvað þá spelt- brauð. Guðmundur Guðfinns- son bakari segir að svo sé ekki. Guðmundur hefur, ásamt bróður sínum Sigfúsi, bakað súrdeigs- brauð frá árinu 1990 en níu árum síðar var Brauðhúsinu í Grímsbæ breytt í lífrænt bakarí og þá var byrjað að baka úr spelti. „Vinsæld- ir speltbrauðs aukast stöðugt og ég held að ástæðan fyrir því sé ein- faldlega aukinn áhugi fólks á líf- rænni matvöru,“ segir Guðmund- ur. „Svo eru líka margir sem þola illa hveiti en speltið virðist ekki hafa sömu áhrif. Spelt er gömul korntegund sem var eiginlega hætt að rækta vegna þess að hún óx hægar og margs konar áburður virkaði ekki á það. En svo var þetta enduruppgötvað fyrir nokkrum árum með góðum árangri.“ Guðmundur segir það ekki erf- itt að baka úr spelti og súrdeigi. „Það er reyndar svolítið flóknara að vinna með súrdeig en ger, þar sem ferlið er lengra. Það þarf að undirbúa þetta daginn áður og svo þarf að laga deigið og baka næsta dag. Svona bakstur er alveg við- ráðanlegur og það er gaman þegar það heppnast, sem það á náttúr- lega að gera. En ferlið er lengra, því er ekki að neita,“ segir Guð- mundur, sem gefur lesendum Fréttablaðsins uppskrift að mjög girnilegu brauði sem hann kallar Mikjálsbrauð. „Þetta er ný upp- skrift frá Brauðhúsinu. Nafnið er í tilefni af Mikjálsmessu, sem er 29. september, eða í dag. Mikjáll erkiengill blæs mönnum í brjóst kjark til að hugsa, ákvarða og höndla frelsi. Það er mikilvægur innblástur þegar því er haldið að mönnum að valið sé þvingað, með eða á móti, stóriðja eða ullarsokk- ar.“ Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Paella er dæmigerður „afgangamatur“ eða spænsk naglasúpa sem í er notað sitt lítið af hverju góðgæt- inu þannig að útkoman verður fyrirtaks veisla. Hér er glæsipaella fyrir vinahópinn að gæða sér á á föstudags- kvöldi. 2 gulrætur (skornar í sneiðar) 1 skalotlaukur (saxaður smátt) 2 geirar af hvítlauk (saxaður smátt) 1 rauður laukur (skorinn í fleyga) 2 msk. ólífuolía 350g arborio hrísgrjón 200 g kjúklingalundir (skornar í bita) 200 g roðlaus og beinlaus lax (skorinn í bita) 1 1/2 l kjúklingasoð klípa af saffranþráðum 200 g kræklingur 4-5 humrar 1-2 grænkálsblöð (söxuð smátt) 1. Skolið hrísgrjónin vandlega og látið vatnið renna vel af þeim. Útbúið kjúklingasoð úr sjóðandi vatni og kjúkl- ingakrafti. Látið saffranþræðina út í soðið. 2. Hitið olíu á pönnu og steikið allan laukinn þar til hann verður glær og linur. Setjið svo gulræturnar í pönnuna ásamt hrísgrjónunum og kjúklingabitunum og steikið allt saman í 1-2 mínútur. 3. Hellið kjúklingasoðinu í nokkrum skömmtum út á pönnuna og látið vökvann sjóða rólega burt við miðl- ungs hita í hvert sinn. 4. Þegar hrísgrjónin eru því næst sem soðin, raðið þá laxabitunum, kræklingnum og humarnum ofan á hrísgrjónin. Saltið og piprið, stráið söxuðu grænkáli yfir. Kreistið safann úr 1/2 sítrónu yfir réttinn áður en lokið er sett á pönnuna og hún látin standa á vægum hita í 10–12 mínútur eða þangað til fiskurinn er soðinn í gegn. Borðið með salati og ciabatta-sneiðum sem hafa verið smurðar með smjöri og glóðaðar í ofni. Paella Graskersfræ eru ákaflega holl og það sem er enn betra er að þau eru rosalega bragðgóð. Þau passa vel með hvers kyns salati og einnig með kjúklingi. Erkienglabrauð úr spelti Guðmundur Guðfinnsson með dýrindis speltbrauð að hætti Brauðhússins í Gríms- bæ, en hann hefur rekið lífrænt bakarí í sjö ár. Mikjálsbrauð Að kvöldi: 1 msk. súrdeig (fæst í Brauðhúsinu í Grímsbæ) 350 g rúgmjöl (má vera speltmjöl) 4 dl vatn (35° C) Blanda í skál, leggja lok yfir og láta standa á hlýjum stað í u.þ.b. 12-16 tíma. Að morgni: Bæta við : 350 g speltmjöl 300 g sigtað speltmjöl 150 g rifnar lífrænt ræktaðar gulrætur 100 g sólblómafræ 1 msk salt 2,5 dl vatn (40–50° C) Hnoða vel, breiða yfir, láta hefast í 40 mín, skipta deiginu í 2-3 brauð, hnoða og setja á plötu. Pensla með vatni og strá sólblómafræi yfir. Láta lyftast undir dúk í um 30 mín. Bakist við 230-250° C í um 40-50 mín. Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.