Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 27

Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 27
Skötuselur í teryaki 800 g skötuselur eða annar fiskur 1/2 dl teryaki-sósa og 1/2 dl sojasósa 3-4 hvítlauksrif 1 1/2 msk. saxað ferskt engifer lime baby gulrætur brokkolí steinselja rauðlaukur snjóbaunir rautt chili Hreinsið og skerið skötusel í litla bita. Látið liggja í legi með safanum úr lime ávextinum, teryaki, sojasósu, engifer og hvítlauk í a.m.k. klukkustund. Snögg- steikið fiskinn á pönnu og takið til hliðar. Steikið allt grænmetið í leginum af fiskinum og byrjið þá á því grænmeti sem tekur mestan tíma eins og gulræturnar og brokkólí. Raðið fisknum ofan á og látið hitna í 3 mínútur á pönnu. Berið fram með salati og hrísgrjónum. Marengsterta lóunnar 5 eggjahvítur 400 g púðursykur Stífþeytið í fimmtán til tuttugu mínútur og bætið kúfaðri teskeið af lyftidufti út á í restina. Sett í tvö hringlaga form og bakað á 100 gráðum í 3 1/2 klukkustund. Slökkvið á ofninum og látið kökuna kólna þar inni. Á milli er settur hálfur lítri af rjóma með súkkulaðispæni. Rjómi ofan á og ávextir eða annað skraut að eigin vali. uppskriftir Klöru } Sitthvað um spelt ■ Spelt (Triticum spelta) er sérstök korntegund, en af sömu ættkvísl og hveiti. Það býr yfir ýmsum eiginleikum sem gerir það verulega frábrugðið hveitikorni. ■ Speltkornið losnar ekki frá hisminu við þreskingu eins og hveiti, sem gerir það erfiðara í allri meðhöndlun og þar með dýrara. Kostirnir eru m.a. að hismið veitir ákveðna vörn gegn óæskilegum umhverfisáhrifum. ■ Í speltinu er næringin dreifð um allt kornið en í samanburði er mjölkjarninn í hveiti fremur steinefna- snauður. Því er sigtað speltmjöl mun heppilegri kostur en hvítt hveiti. ■ Spelt inniheldur mikið prótein og þar af nokkuð af glúteni. En margir sem eru viðkvæmir fyrir hveiti-glúteni virðast þola speltið ágætlega. ■ Speltmjöl og sigtað spelt er hægt að nota í staðinn fyrir heilhveiti og hveitimjöl í flestum uppskriftum. Skötuselur í teryaki- og lime-sósu að hætti Klöru í Lóuhreiðrinu. FÖSTUDAGUR 29. september 2006 Nýtt frá Te & Kaffi Te & Kaffi býður nú þrjár nýjar kaffitegundir í hagkvæmum 400 gr. umbúðum, Java Mocca, Colombia Santos og Espresso Roma. Þrjár gæðablöndur, malað og baunir á sama verði. Þú finnur kaffi við þitt hæfi frá Te & Kaffi í verslunum um land allt. R O YA L stundin - bragðið - stemningin Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir tvírétta Okkar róma›a humarsúpa 990 Steiktur skötuselur 3.390 4.390 me› hvítvínssósu Kjúklingabringa 2.950 3.890 ,,a la Italiana“ Lambafillet 3.390 4.390 me› sherrybættri sveppasósu Nautalundir me› Chateubriandsósu 3.700 4.690 Súkkula›ifrau› 790 Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“ ~ ~ ~ ~ ~ Þriggja rétta matseðill Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29 Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is Verð fyrir þrírétt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.