Fréttablaðið - 29.09.2006, Page 30
29. september 2006 FÖSTUDAGUR6
Að laga gott
espresso-kaffi
KAFFIBARÞJÓNAR TE & KAFFIS
KENNA LÖGUN Á KAFFI.
Sæmundur fróði stendur í sam-
vinnu við Te&kaffi fyrir námskeiði
í kaffigerð hinn 9. október.
Halldór Guðmundsson, brennslu-
meistari og baristi hjá Te&kaffi,
verður kennari á námskeiðinu
sem stendur yfir í þrjár klukku-
stundir frá 19.00 til 22.00.
Þátttakendur koma með kaffi-
vélar að heiman og læra réttu
handtökin við að laga kaffi úr
góðu hráefni. Námskeiðið verður
haldið í húsnæði Te&kaffis í
Stapahrauni 2 í Hafnarfirði.
Námskeiðsgjald er 4.900 krónur
og er námskeiðið opið öllum
áhugasömum.
Nánari upplýstingar fást á www.
sfrodi.is
Þátttakendur koma með kaffivélar
að heiman til að læra að búa til
gott kaffi á þær.
Skólagúrka
KOMIN ER Á MARKAÐ NÝ TEGUND
GÚRKU, SKÓLAGÚRKA.
Um smágúrkuafbrigði er að
ræða en það er seinvaxið og
fær meiri tíma til að þroskast
á plöntunni. Fyrir vikið eru þær
bragðmeiri og oft sætari en
venjulegar gúrkur þegar þær eru
tíndar fullþroskaðar af plönt-
unni.
Nafnið skólagúrka er til
komið vegna þess að íslenskir
garðyrkjubændur vilja meina
að krökkum finnist skemmtielgt
að borða litlar gúrkur og gott
sé að grípa þær með í
nesti. - tg
Indverski veitingastaðurinn
Austurlandahraðlestin er ekki
lengur bara á Hverfisgötunni
í Reykjavík heldur hefur líka
brunað í Kópavoginn. Þar er
hann að Hlíðasmára 8.
„Taktu með þér heim“ er kjörorð
Austurlandahraðlestarinnar,
bæði á Hverfisgötunni og hinum
nýja stað, Hlíðasmára 9. Þó er
líka hægt að borða á staðnum og í
Hlíðasmáranum eru borð og stól-
ar í hefðbundinni hæð en á
Hverfisgötunni eru háborð og
sæti í stíl. Þarna er maturinn
búinn til af indverskum mat-
reiðslumeisturum sem komnir
eru hingað til lands gagngert til
að starfa við sitt fag. Kjúklingur
og lamb eru kjöttegundirnar sem
eldað er úr en grænmetið er líka
mikið notað í réttina. „Fyrir þá
sem vilja kjöt er mest úrval af
kjúklingaréttum,“ upplýsir Gunn-
ar Gunnarsson, eigandi Austur-
landahraðlestarinnar. „Við erum
með sama matseðil á báðum stöð-
um á kvöldin en verðum líka með
opið í Hlíðasmáranum í hádeginu
og þar verður boðið upp á skjóta
afgreiðslu. Við erum með rétt
dagsins sem á Indlandi er kallað-
ur Tali og er mjög algengur
hádegisverður þar. Hann er fram-
reiddur á einum diski og þá er allt
meðlæti, svo sem hrísgrjón og
brauð og sósur, á þeim diski líka.“
Þess má geta að þeir sem koma á
staðinn til að snæða eiga kost á að
kaupa léttvín og bjór með matn-
um.
Brunaði í Hlíðasmárann
Huggulegur salur Austurlandahraðlestarinnar í Hlíðasmára. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
*Gallup Október 2005
Mest
lesna
tímaritið *
Hettuapinn
(Cebus Capucinus)
Hettuapinn heldur til á kaffiekrum
okkar á eldfjallasvæðinu í Paso Ancho.
Hár hans er ljóst á öxlum og hluta
höfuðsins en nafn hans er dregið af
svörtu munkahettunni á kollinum.
Honum líður best í hitabeltistrjánum.
Ávextir kryddaðir ýmsum smádýr-
um eru eftirlætisrétturinn en á haust-
in borðar hann kaffibaunir. Hettuap-
inn hjálpar vexti og viðgangi skógarins
með því að dreifa fræjum kaffitrjánna
og annarra plantna. Ef hettuap-
anum er ógnað sveiflar hann sér milli
trjánna og hristir greinarnar. Náttúru-
legir óvinir hettuapans eru ránfuglar
og kyrkislöngur.
Hettuapinn er bráðgáfuð skepna.
Hann er fljótur að læra og verða
bændurnir að gæta þess að skjóta ekki
úr byssum í návist hans því dæmi eru
um að aparnir hafi skotið á húsbænd-
ur sína eftir að hafa apað eftir þeim
skotfimina.
Útsölustaðir: m.a. Hagkaup, Nótatún, Samkaup-Úrval, Fjarðarkaup og Aðalkaup.
Apakaffið er lífrænt rækt-
að úrvalskaffi úr Arabica-
baunum frá eldfjallahlíð-
um Panama (um 1900 metra
yfir sjávarmáli). Uppsker-
an er sérvalin og aðeins lít-
ið magn er brennt í hvert sinn
til að tryggja ferskleika. Stofn
hettuapa býr í skóginum við
búgarðinn og nýtur verndar
bændanna.
Apakaffið var valið
besta lífrænt ræktaða
(ecological) kaffið í
heiminum árið 2005
(Seattle, Washington USA 2005).
Apakaffið lenti í öðru sæti
sem eitt sérstæðasta kaffið í
heiminum árið 2006
(Charlotte, North Carolina USA,
apríl 2006).
Síðastliðin fimm ár
(2001-2006) hefur apakaffið
verið valið ein af
þremur bestu kaffitegund-
unum á alþjóðlegu kaffi-
smökkunarsýningunni sem
haldin er í Panama í apríl ár
hvert.
Áhersla á sérvalið kaffi
og náttúruvernd
Hefðbundin kaffirækt í Panama fer fram undir laufkrónum
hitabeltistrjánna sem skapa kjöraðstæður og vernda gegn
sníkjudýrum. Undanfarin ár hafa sumir kaffiræktendur horfið
frá lífrænni ræktun (ecological) og hafið ræktun á skipulögðum
svæðum sem eru óvarin gegn sólinni. Afköstin hafa aukist – en
á kostnað náttúrunnar. Þessar aðferðir kalla á meira magn af
skordýraeitri og tilbúnum áburði. Afleiðingarnar eru uppblást-
ur jarðvegsins og skaði fyrir lífríki villtra dýra.
Búgarðurinn okkar, Carmen-býlið, hefur hlotið viðurkenninguna „ECO-OK“ frá samtökum um vernd regnskóga í
New York. Kaffið er ræktað í forsælu trjánna í Paso Ancho-dalnum í hlíðum Baru-eldfjallsins. Dökkur og gljúpur
eldfjallajarðvegurinn skapar kjöraðstæður fyrir ræktun okkar afbrigðis af Arabica-baununum.
Forsæluræktað kaffi (Shade Grown Coffee) hefur yfir sér blómaangan og er milt á bragðið.
90,75 stig
The Monkey Coffee
(One of The Best Coffee in the World)
Allt um allt
sem skiptir
máli í Reykjavík
Allt um allt
sem skiptir
máli í Reykjavík