Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 30
 29. september 2006 FÖSTUDAGUR6 Að laga gott espresso-kaffi KAFFIBARÞJÓNAR TE & KAFFIS KENNA LÖGUN Á KAFFI. Sæmundur fróði stendur í sam- vinnu við Te&kaffi fyrir námskeiði í kaffigerð hinn 9. október. Halldór Guðmundsson, brennslu- meistari og baristi hjá Te&kaffi, verður kennari á námskeiðinu sem stendur yfir í þrjár klukku- stundir frá 19.00 til 22.00. Þátttakendur koma með kaffi- vélar að heiman og læra réttu handtökin við að laga kaffi úr góðu hráefni. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Te&kaffis í Stapahrauni 2 í Hafnarfirði. Námskeiðsgjald er 4.900 krónur og er námskeiðið opið öllum áhugasömum. Nánari upplýstingar fást á www. sfrodi.is Þátttakendur koma með kaffivélar að heiman til að læra að búa til gott kaffi á þær. Skólagúrka KOMIN ER Á MARKAÐ NÝ TEGUND GÚRKU, SKÓLAGÚRKA. Um smágúrkuafbrigði er að ræða en það er seinvaxið og fær meiri tíma til að þroskast á plöntunni. Fyrir vikið eru þær bragðmeiri og oft sætari en venjulegar gúrkur þegar þær eru tíndar fullþroskaðar af plönt- unni. Nafnið skólagúrka er til komið vegna þess að íslenskir garðyrkjubændur vilja meina að krökkum finnist skemmtielgt að borða litlar gúrkur og gott sé að grípa þær með í nesti. - tg Indverski veitingastaðurinn Austurlandahraðlestin er ekki lengur bara á Hverfisgötunni í Reykjavík heldur hefur líka brunað í Kópavoginn. Þar er hann að Hlíðasmára 8. „Taktu með þér heim“ er kjörorð Austurlandahraðlestarinnar, bæði á Hverfisgötunni og hinum nýja stað, Hlíðasmára 9. Þó er líka hægt að borða á staðnum og í Hlíðasmáranum eru borð og stól- ar í hefðbundinni hæð en á Hverfisgötunni eru háborð og sæti í stíl. Þarna er maturinn búinn til af indverskum mat- reiðslumeisturum sem komnir eru hingað til lands gagngert til að starfa við sitt fag. Kjúklingur og lamb eru kjöttegundirnar sem eldað er úr en grænmetið er líka mikið notað í réttina. „Fyrir þá sem vilja kjöt er mest úrval af kjúklingaréttum,“ upplýsir Gunn- ar Gunnarsson, eigandi Austur- landahraðlestarinnar. „Við erum með sama matseðil á báðum stöð- um á kvöldin en verðum líka með opið í Hlíðasmáranum í hádeginu og þar verður boðið upp á skjóta afgreiðslu. Við erum með rétt dagsins sem á Indlandi er kallað- ur Tali og er mjög algengur hádegisverður þar. Hann er fram- reiddur á einum diski og þá er allt meðlæti, svo sem hrísgrjón og brauð og sósur, á þeim diski líka.“ Þess má geta að þeir sem koma á staðinn til að snæða eiga kost á að kaupa léttvín og bjór með matn- um. Brunaði í Hlíðasmárann Huggulegur salur Austurlandahraðlestarinnar í Hlíðasmára. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA *Gallup Október 2005 Mest lesna tímaritið * Hettuapinn (Cebus Capucinus) Hettuapinn heldur til á kaffiekrum okkar á eldfjallasvæðinu í Paso Ancho. Hár hans er ljóst á öxlum og hluta höfuðsins en nafn hans er dregið af svörtu munkahettunni á kollinum. Honum líður best í hitabeltistrjánum. Ávextir kryddaðir ýmsum smádýr- um eru eftirlætisrétturinn en á haust- in borðar hann kaffibaunir. Hettuap- inn hjálpar vexti og viðgangi skógarins með því að dreifa fræjum kaffitrjánna og annarra plantna. Ef hettuap- anum er ógnað sveiflar hann sér milli trjánna og hristir greinarnar. Náttúru- legir óvinir hettuapans eru ránfuglar og kyrkislöngur. Hettuapinn er bráðgáfuð skepna. Hann er fljótur að læra og verða bændurnir að gæta þess að skjóta ekki úr byssum í návist hans því dæmi eru um að aparnir hafi skotið á húsbænd- ur sína eftir að hafa apað eftir þeim skotfimina. Útsölustaðir: m.a. Hagkaup, Nótatún, Samkaup-Úrval, Fjarðarkaup og Aðalkaup. Apakaffið er lífrænt rækt- að úrvalskaffi úr Arabica- baunum frá eldfjallahlíð- um Panama (um 1900 metra yfir sjávarmáli). Uppsker- an er sérvalin og aðeins lít- ið magn er brennt í hvert sinn til að tryggja ferskleika. Stofn hettuapa býr í skóginum við búgarðinn og nýtur verndar bændanna. Apakaffið var valið besta lífrænt ræktaða (ecological) kaffið í heiminum árið 2005 (Seattle, Washington USA 2005). Apakaffið lenti í öðru sæti sem eitt sérstæðasta kaffið í heiminum árið 2006 (Charlotte, North Carolina USA, apríl 2006). Síðastliðin fimm ár (2001-2006) hefur apakaffið verið valið ein af þremur bestu kaffitegund- unum á alþjóðlegu kaffi- smökkunarsýningunni sem haldin er í Panama í apríl ár hvert. Áhersla á sérvalið kaffi og náttúruvernd Hefðbundin kaffirækt í Panama fer fram undir laufkrónum hitabeltistrjánna sem skapa kjöraðstæður og vernda gegn sníkjudýrum. Undanfarin ár hafa sumir kaffiræktendur horfið frá lífrænni ræktun (ecological) og hafið ræktun á skipulögðum svæðum sem eru óvarin gegn sólinni. Afköstin hafa aukist – en á kostnað náttúrunnar. Þessar aðferðir kalla á meira magn af skordýraeitri og tilbúnum áburði. Afleiðingarnar eru uppblást- ur jarðvegsins og skaði fyrir lífríki villtra dýra. Búgarðurinn okkar, Carmen-býlið, hefur hlotið viðurkenninguna „ECO-OK“ frá samtökum um vernd regnskóga í New York. Kaffið er ræktað í forsælu trjánna í Paso Ancho-dalnum í hlíðum Baru-eldfjallsins. Dökkur og gljúpur eldfjallajarðvegurinn skapar kjöraðstæður fyrir ræktun okkar afbrigðis af Arabica-baununum. Forsæluræktað kaffi (Shade Grown Coffee) hefur yfir sér blómaangan og er milt á bragðið. 90,75 stig The Monkey Coffee (One of The Best Coffee in the World) Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.