Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 29. september 2006 7 Kjötbollur með rabarbarasultu EINS OG MAMMA GERÐI Með síaukinni fjölbreytni í matar- menningu Íslendinga vill gamli góði maturinn sem mamma eldaði alltaf stundum gleymast. Oft á tíðum er um auðvelda og ódýra rétti að ræða sem eru fullir af orku og næringarefnum. Hér á eftir fylgir uppskrift að kjötbollum upp á gamla mátann sem dugir fyrir einn í tvö mál, nú eða tvo í eitt mál ef þú vilt bjóða mömmu í mat. Hráefni og áætlað verð*: 250 g kjöthakk (340 kr.) 1/2 laukur smátt saxaður (30 kr) 1 stk. egg (6 stk. á 196 kr.) Til í skápnum: 3 msk. hveiti 2 msk. brauðrasp 1 msk. kartöflumjöl 1/2 glas af mjólk 1/2 tsk. kød & grill (eða eftir smekk) 1/2 tsk. hvítlauksduft (eða eftir smekk) 1/2 tsk. salt (eða eftir smekk) Aðferð: Hrærið öllu saman. Setjið ólífuolíu á pönnu og hitið. Mótið bollurnar með matskeið og steikið á báðum hliðum. Hellið svo 1/2 glasi af vatni á pönnuna og látið sjóða í 3-5 mínútur. Tillaga að meðlæti: Rabarbarasulta (250 kr.*) Soðnar kartöflur Brætt smjör Soðið kál *Algengt verð, ekki endilega það lægsta. einn í mat } Kjötbollur eru kostafæði og einfalt að elda þær. Á netinu er að finna vef- síðu sem útvegar þér uppskriftir. Þetta væri svo sem ekki í frásög- ur færandi nema fyrir það að þessi vefsíða segir þér ekki hvað þú átt að kaupa í uppskrift- ina, heldur gerir hún uppskriftir úr því sem er þegar til í ískápnum þínum. Vefsíða þessi heitir Cooking by numbers, eða eldað eftir númerum, og sá sem stendur á bak við hana er matgæðingur að nafni Tom Tuke-Hastings. Á vefsíðunni er einfalt forrit sem gerir uppskriftir úr því sem þú átt fyrir í búri og ísskáp og þegar síðan er opnuð er boðið upp á valkosti af matvælum sem þú hakar við. Sem dæmi má nefna að eigir þú beikon, egg, epli, lauk og ost í ísskápnum og um leið og þú hefur hakað við þessa valkosti, þá setur forritið saman uppskriftir sem þú getur nýtt til að gera eitthvað gómsætt úr. Svo nú er bara að kíkja í ísskápinn, fara svo á netið og finna uppskrift að góðum rétti úr t.d. sveppum, appelsínum, salati og hunangi. mhg@frettabladid.is Eldað úr afgöngum úr ísskápnum Sagan segir að ekki megi setja heitan mat beint inn í ísskáp heldur eigi að leyfa honum að kólna fyrst. Þetta er einfaldlega rangt. Það er ekkert athugavert við það að setja heitan mat í kæli og þvert á móti gefur það bakteríum aukinn tíma að vinna á matnum ef hann fær að standa við stofuhita. Best er að koma matnum sem fyrst í kæli og skiptir þá engu máli um hvað er að ræða. Heitur matur beint í ísskáp Það er ekkert að því að setja heitan mat í ísskáp. C M Y CM MY CY CMY K *Miðað við innflutning á sykri árið 2005 og áætlaða heildarsölu á harðfiski á Íslandi á ársgrundvelli. Þá innbyrðir þú 136 grömm af sykri á dag, en aðeins 1 gramm af hollum og góðum harðfiski eða bitafiski* Engin rotvarnarefni Náttúrulegt Prótín Omega 3 fitusýrur Steinefni Frostþurrkað Kaloríusnautt Gæðafiskur Fæst í 10-11, Hagkaup og Skeljungsbúðunum Gullfiskur Fæst í Bónus ES SE M M 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.