Fréttablaðið - 29.09.2006, Síða 42

Fréttablaðið - 29.09.2006, Síða 42
SIRKUS29.09.06 10 tíska tískumolar Helgu Ólafsdóttur Dönskukunnátan batnar Ég mæli með dönskum tísku- tímaritum, það besta er Euro- woman. Það er ótrúlega vel heppnað tímarit. Tískusíðurnar og -þættirnir eru allt- af góð blanda af Louis Vuitton og H&M. Umfjallanir um förðun eru frábærar og henta einstaklega vel þeim fáu íslensku konum eins og mér sem ekki hafa lært förðun. Greinarnar eru vandaðar, skemmtilegar og oftar en ekki fróðlegar, svo ég tala nú ekki um hvað dönskukunnáttan batnar við lesturinn. Hvar er draumur- inn? Ef þú vilt sleppa við fölva og bauga þá veit ég hvað er til ráða. Þetta er mjög einfalt; góður svefn er eitt stærsta og ódýrasta fegrunartrix sem til er. Ekki hanga fyrir framan tölvuskjáinn fram eftir nóttu. Farðu í uppáhaldsnáttfötin þín, finndu þér gott koffínlaust te og skemmti- lega bók til lestrar og slakaðu á fyrir svefninn og þú svífur inn í draumalandið. Chanel er þekkt fyrir klassísk- ar töskur með keðjuól. Öll helstu tísku- merkin hafa nú komið keðjum í mismun- andi grófleika fyrir á töskum sínum. Hugsaðu um uppáhalds-kósí peysuna sem kærastinn þinn á!! Peysuna sem þú stelst í þegar hann er ekki heima. Þar sem leggings og peysur í yfirstærðum eru alveg málið þessa dagana er best að þú farir og kaupir flotta peysu handa kærastanum. Þú færir honum gjöfina og gerir samning við hann um að þú fáir peysu að eigin vali úr skápnum hans í staðinn. Auðvitað getur hann ekki stað- ist þetta boð. Þú hefur slegið tvær flugur í einu höggi, kærastinn er massa sáttur og þú hefur eignast uppáhalds-kósí peysuna hans. Klæddu karlinn Heklaðir púðar og blúndubjarmi Allt í keðjum Það er alveg nauðsynlegt að hafa fínt hjá sér þegar fer að hausta. Ég mæli eindreg- ið með versluninni Egg á Smáratorgi sem var opnuð um síðustu helgi. Þar úir og grúir af smávöru á rosa fínu verði. Ég rakst til dæmis á fallega heklaða hringpúða og litla kertastjaka með blúndumunstri, alveg krúttó og kósí. Í Egg fæst nánast allt til að innrétta heimilið og fegra út frá eigin smekk. Úrvalið er hreint ótrúlegt og möguleikarnir endalausir. Margir hafa afar einhæf- an svartan fatasmekk. Það er í lagi, en ég mæli með köflóttum jakka eða kápu til að hressa upp á svertuna. Ég hef séð endalaust mikið af stórköflóttum flottum vetraryfirhöfnum í versl- unum þessa dagana. Ekki bíða of lengi, þá verður allt það flottasta búið. P.S.: Ég læt hérna fylgja með mynd af köfl- óttum ullarnærbuxum, sexí ... hvað finnst þér? Hressilegir kaflar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.