Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 46
SIRKUS23.08.06
Andlát NFS hafði ýmislegt jákvætt í
för með sér. Akureyringar geta til-
dæmis loksins aftur náð X-inu
977, á tíðninni 90,9. Ljóst er að
þetta á eftir að hafa jákvæð
áhrif á bæjarfélagið. En á
meðan X-ið var ekki í loftinu fyrir
norðan jókst alda ofbeldis og
fíkniefna til mikilla muna í þessu
ágæta Bæjarfélagi, enda lítið
annað að gera þegar fólki er
boðið uppá viðbjóð eins og FM
og Rás 2.
Er það vona allra að með þess-
ari viðbót við ljósvakamenningu
Akureyringa eigi fréttir af ung-
mennum bæjarins eftir að
verða á jákvæðari nótum en
Þetta helsta
„Núna er ég að byrja mína aðra viku í laxinum
og þið sem haldið að ég sé eitthvað vangefin
að vera á þessum laxi þá er frétt um þetta í
Fréttablaðinu á laugardaginn síðasta um
að þetta sé
mjög góð
megrunarað-
ferð og er eng-
inn annar en
Sverrir Þór Sverr-
isson aka Sveppi
að fara að prófa
þetta. þið hin getið ekki verið minni menn
þannig að endilega prófið þetta ;)
þið sem hafið verið að prófa allar megrunar-
aðferðir og hafið ekki prófað þessa verðið að
prófa þetta líka, og þið munuð sko ekki sjá
eftir þvi. það er hægt að missa allt að eitt kíló
á dag á þessu.“
ithrottaalfurinn.minnsirkus.is
Ölvaðir elgir valda usla í Svíðþjóð
„Umsátursástand skapaðist á elliheimili í
Suður-Svíþjóð á dögunum þar sem tveir ölv-
aðir elgir, kvíga og kálfur hennar, héldu heim-
ilismönnum í gíslingu. Elgirnir komust í gerjuð
epli fyrir utan heimilið og líkaði
þau svo vel að þeir neituðu
að fara þegar lögregla
reyndi að reka þá burt.
Það var ekki fyrr en lög-
regla kallaði til veiðimann
og hund hans að elgirnir
létu segjast enda varla
þess virði að fórna lífinu fyrir
nokkur ölvandi epli. Restin af
eplunum var svo fjarlægð hið snarasta til
þess að hinir ölvuðu óeirðaseggir sneru ekki
aftur.“
veran.minnsirkus.is
„Maður hefur ekki
mikla lyst á að vera í 6
földum tíma á mánu-
dagsmorgnum, sér-
staklega þegar kenn-
arinn hefur hrikalega
svæfandi rödd.“
8villtur.minnsirkus.is
um helgina
1
2
3
1
FM957
2
3
Minnsirkus.is blogg vikunnar Vertu þarna ...Horðu á þetta ...
FROSTI
MÆLIR MEÐ
HEIÐAR
MÆLIR MEÐ
SCISSOR SISTERS
I Don‘t Feel Like Dancing
„Svei mér þá
ef þetta er
ekki bara eitt
af þessum
lögum sem
fær mann til að brosa út í annað
og jafnvel dilla sér smávegis.“
TRABANT
The One ( Remix )
Góður dansfílingur í þessu
lagi en Trabant er bara frábær
hljómsveit að mínu mati. Allir
að tékka á plötunni „Emotion-
al“ hún er frábær út í gegn.
PINK
U + Ur Hands
Það er ekki
hægt að búast
við öðru en að
Pink kæmi með hittara en hún
hefur auðvitað fært okkur frá-
bær lög í gegnum tíðina. Lagið
fjallar um að strákar eigi að
fara heim og leika við félagann
í stað þess að reyna við Pink.
ANDLÁT NFS - X-IÐ STÆKKAR
verið hefur undanfarið. Til að fagna
þessu mun X-ið 977 ásamt Brain
Police bjóða til veislu á Sjallan-
um. Akureyringarnir í Nevolu-
tion munu sjá um upphitun
áður en Brain Police mun
stíga á svið og leyfa hlustend-
um að heyra lög af meistara-
stykkinu Beyond the Wasteland.
Miðaverð er skítinn 1000 kall og
hefst gleðinn uppúr miðnætti. Xið
977 næst nú einnig í Vestmanna-
eyjum á tíðninni 90,4 og á ísafirði
á tíðninni 90,
Flottir Nú geta norðanmenn
hlustað á Frosta og Mána á X-inu.
SPRENGJUHÖLLIN
Cant Dance
„Grípandi
Indie pop
með sniðug-
um texta,
þetta band
er að virka.“
MY CHEMICAL ROMANCE
Welcome to the Black Parade
„Poppað rokk með keyrslu og
tilfinningu. Það getur ekki klikk-
að.“
VERA
Triangular Forms
„Unglinga angist úr Breiðholt-
inu bakkað upp með þéttu gít-
arrokki, fullkomin blanda.“
14
Sirkustv
DAVE CHAPELLE – ENGUM LÍKUR
Á fimmtudögum klukkan 22:00 eru sýndir þættir á sjónvarpsstöðinni Sirkus sem slegið
hafa í gegn. Þar er fyrsta flokks grin í boði Dave Chapelle. Þættirnir slógu í gegn í
Bandaríkjunum og er fyrsta serían af þáttunum mest seldi DVD diskurinn þar í landi.
Önnur serían náði hrikalegum vinsældum og var honum
boðið 55 milljónir bandaríkjadollara fyrir tvö ár í viðbót.
Við tökur á þriðju seríunni stakk hann hinsvegar af til Afr-
íku og ekkert varð að milljónunum. Ástæðan mun vera sú
að vinnuumhverfi þáttanna var svo stressandi. Dave
Chapelle er líklega eini maðurinn í heiminum sem auglýsir
bæði Pepsi og Coke. Idolið hans í gríninu, Richard Pryor,
sagði skömmu fyrir andlát sitt að Chapelle hefði tekið við
kyndlinum. Fylgist með þessu.
Dave Chappelle
Findinn gaur á SirkusTV.
Hljómsveitin Á móti sól og Magni ætla að sameinast annað kvöld á Broadway. Sveit-
in hefur ekki leikið með Magna síðan 17.júní en
nú getur landinn séð rokkstjörnu Íslands á
Íslandi. Eftir glæsta sigra í Bandaríkjunum ætlar
hún Dilana sem lenti í öðru sæti í Rockstar
Supernova að koma fram. Sirkus mælir því sterk-
lega með því að þú verðir þarna.
Nú er myndin um hana Rauðhettu litlu komin út á DVD um land allt. Mikið
hefur verið talað um þessa 80 mínútna
mynd sem ber
heitið, Rauð-
hetta eins og
þú hefur aldrei
séð hana
áður. Úrvalið
á Íslandi ljáir
persónunum
rödd sína í
íslensku
útgáfunni. Má
þar helst
nefna Örn
Árnason sem
fer á kostum
sem skógarhöggsmaðurinn og Birgitta
Haukdal sem kemur á óvart sem Rauðhetta
litla. Svo er auðvitað hægt að sleppa því að
horfa á hana með krökkunum og stilla bara
yfir á enska talið. Sirkus mælir með að allir
rifji upp söguna um Rauðhettu litlu.
„Við erum reyndar allir úr
MH en vorum ekkert í
neinni hljómsveit þá,“
segir Bergur Ebbi Bene-
diktsson úr hljómsveit-
inni Sprengjuhöllinni
sem vakið hefur mikla
athygli undanfarið. Strák-
arnir eru allir útskrifaðir
en spila á tónleikum lista-
félagsins í Norðurkjallara
í kvöld. Þeir syngja jafnt
á íslensku sem ensku og
þykja feikilega skemmti-
legir á tónleikum.
„Það er samt ein pæling
sem ég hef verið að
reyna að koma inn í
hljómsveitina. Þetta
snýst náttúrulega mest
um músíkina en líka um
að líta vel út og vera með
sinn eigin stíl. Það er oft
eitt skilningarvit sem
gleymist svolítið á tón-
leikum og það er ekki
snerting heldur lykt,“
segir Bergur sem hefur
reynt að fá Sprengjuhöll-
ina til þessa keyra meira
á lyktarskyn áhorfenda.
„Pælingin er semsagt sú
að vera alltaf með
ákveðna lykt á tónleikum hjá okkur,
sem væri einhverskonar „gun-pow-
der“ lykt, og yrði þá okkar vörumerki.
Maður verður samt að passa sig að
þetta sé engin skítalykt.“
Bergur hefur meira að segja
komið með hugmynd að því
hvernig mætti framkvæma
lykt Sprengjuhallarinnar.
„Ég þekki sko strák í efna-
fræði og ætla að fá hann til
þess að redda einhverjum
efnum sem hægt er að
blanda saman og þá gýs upp
þessi lykt. Þetta mega samt
ekki vera einhver ólögleg efni
sem hægt er að bösta okkur
með ef við spilum til dæmis
erlendi.
Sprengjuhöllin pælir mest í
músíkinni að sögn Bergs en
leggur einnig mikinn metnað í
textana. „Hárið skiptir samt
miklu máli hjá okkur.“
Liðsmenn Sprengjuhallarinn-
ar eru afkomendur merkra
listamanna. Georg bassa-
leikari er til dæmis sonur org-
anistans í Skálholti sem eitt
sinn var í hinum einu sönnu
Þeysurum. „Svo er pabbi
hans Snorra, Helgi Pé.“
Það má því búast við sterkri
púðurlykt í Norðurkjallara MH
í kvöld þar sem Sprengjuhöll-
in mætir á æskuslóðirnar, vel greiddir
en þó með tónlistina í fyrsta sæti.
BERGUR EBBI OG HLJÓMSVEITIN SPRENGJUHÖLLIN
SPILA Í NORÐURKJALLARA MH Í KVÖLD
Lyktarskynið er vanmetið
Hvar: Norðurkjallari MH
Hverjir: Hjaltalín, Búdrýgindi,
Retro Stefson
Frítt: Já
Bergur Ebbi
Benediktsson
Er í hljómsveit-
inni Sprengju-
höllin sem leikur
í Norðurkjallara í
kvöld.