Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 29. september 2006 27
BRÉF TIL BLAÐSINS
2 fyrir2000
þetta er aðeins brot af úrvalinu!
2 fyrir 2.000 tilboðið er fáanlegt í öllum betri plötuverslunum um land allt
Nýjar plötur í 2 fyrir 2000
Þú velur 2 plötur og borgar samtals aðeins kr. 2000
Red Hot Chilli Peppers
Blood Sugar Magic
Rod Stewart
Story So Far
Frank Sinatra
My Way, Best Of
Madonna
Greatest Hits Vol. 2
Robbie Williams
Greatest Hits
Queen
Greatest Hits
Coldplay
X&Y
Green Day
International Superhits
Depeche Mode
Playing The Angel
James Blunt
Back To Bedlam
Eagles
Very Best Of
Johnny Cash
American Recordings
Cream
Royal Albert Hall 2005
Michael Buble
It’s Time
REM
In Time…Best Of
Eric Clapton
24 Nights
Damien Rice
O
Chris Rea
Best Of
KT Tunstall
Eye Of The Telescope
Iron Maiden
Greatest Hits
Umræðan
Ingvar Hallgrímsson svarar
Hannesi H. Gissurarsyni.
Í Fréttablaðinu hinn 18. ágúst ritar Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson grein um hryðjuverka-
varnir á Keflavíkurflugvelli og
lýsir þar einum möguleika á
hryðjuverki, „sem hefði getað
komið fyrir“ að hans dómi, en mér
virðist mjög langsótt, ef ekki
algjörlega óraunhæft.
Hannes hugsar sér, að tíu
bandarískar þotur ættu að fara á
loft samtímis frá Bretlandi til
Ameríku. Þar um borð væru
hryðjuverkamenn, sem laumuðu
„eldfimum efnum með handfar-
angri sínum um borð“ til sprengju-
gerðar, og eiga að sprengja þot-
urnar tíu samtímis til að hindra
gagnráðstafanir. Þoturnar urðu
fyrir töfum og fóru ekki í loftið á
sama tíma í þessu dæmi Hannesar
(þó nú ekki væri) og „og hefðu
aðgerðirnar (því) ekki orðið allar
samtímis“. Hryðjuverkamönnun-
um „hefði tekist að sprengja þrjár
þotur upp“. Flugstjórum hinna sjö
þotna, sem eftir voru hefði borist
vitneskja um ódæðin „og ákveðið
að lenda tafarlaust á næsta flug-
velli“ þ.e. í Keflavík. Átök hefðu
þá orðið í þessum sjö þotum, og
hefði hryðjuverkamönnunum tek-
ist að ná þremur þeirra á vald sitt
og grandað þeim, „en sérþjónustu-
menn, farþegar og áhöfn í fjórum
öðrum (þotum) gátu varist“ og
lentu þær þotur á Keflavíkurflug-
velli. Með öðrum orðum: Farþegar
og áhöfn – ásamt ótilgreindum
„sérþjónustumönnum“ – í þessum
fjórum þotum yfirbuguðu hryðju-
verkamennina, sem eftir lendingu
hafa þá væntanlega verið leiddir
úr vélunum í hendur lögreglu
handjárnaðir, vendilega bundir og
afvopnaðir. Svo spyr Hannes í
grein sinni: „Hvaða viðbúnað
hefðu íslensk stjórnvöld haft,
þegar fjórar farþegaþotur með
stórhættulega hryðjuverkamenn
innanborðs hefðu lent á Keflavík-
urflugvelli?
Þetta dæmi, sem Hannes virð-
ist búa til sjálfur, sýnir ekki stór-
hættulega hryðjuverkamenn sem
lenda á Keflavíkurvelli. Í þessu
sambandi eru þeir tæpast stór-
hættulegir eftir að hafa verið yfir-
bugaðir í flugvélunum, en það var
forsenda þess að lent var í Kefla-
vík. Þær þotur sem voru á valdi
hryðjuverkamanna lentu ekki í
Keflavík og hefðu aldrei gert,
þeim hefði verið grandað á flugi. Í
fljótu bragði virðist því nokkuð
langsótt, ef ekki óraunhæft, að
telja, að íslensk stjórnvöld hefðu
þurft að hafa sérstakan viðbúnað
til að taka á móti glæponum, sem
þegar var búið að yfirbuga og
afvopna.
Í dæmisögu sinni telur Hannes,
að eftir að sjálfsmorðssveitunum
hefði tekist að sprengja upp þrjár
þotur, og að flugstjórum hinna sjö
hafi borist vitneskja um það, hafi
verið „ákveðið að lenda tafarlaust
á næsta flugvelli“. Þá hefðu orðið
„átök um borð í þotunum“ og glæp-
onunum tekist að ná þremur
þotum á vald sitt eins og greint er
frá. Allt er þetta með miklum ólík-
indabrag, því að hryðjuverka-
mönnunum mátti vera alveg sama
hverjir stjórnuðu þotunum. Hefðu
glæponarnir getað laumað „eld-
fimum efnum með handfarangri
sínum um borð“ – eins og Hannes
gerir ráð fyrir – eða á einhvern
annan hátt, hefði ekki þurft nein
slagsmál við áhöfn og farþega um
yfirráð yfir þotunum. Hinum „eld-
fimu efnum“ eða sprengjum hefðu
ódæðismennirnir fjarstýrt úr
sætum sínum – bara ýtt á einn
hnapp – með bros á vör. Engu máli
skipti, hverjir stjórnuðu vélinni,
átök við áhöfn og farþega voru
alveg óþörf. Þau hefðu aðeins
vakið sérstaka athygli farþega á
glæpalýðnum, allt hefði þá getað
farið út um þúfur. Engu máli hefði
heldur skipt, þótt beygt hefði verið
af leið til Keflavíkur.
Ef þessar tíu bandarísku far-
þegaþotur Hannesar hefðu komist
á loft með sprengjur og hryðju-
verkamenn innanborðs, hefðu
engin óþarfa átök orðið í þotunum,
glæponarnir hefðu setið hinir róleg-
ustu í sætum sínum með glasið sitt
og ýtt á sprengjutakkann að tæmdu
glasi. Sagan hefði ekki orðið lengri,
ekki hefði þurft að hugsa til lend-
ingar hvorki í New York né í Kefla-
vík. Engir „sérþjónustumenn“
hefðu verið til nokkurrar hjálpar,
hvorki í lofti né á jörðu. Eina von
farþeganna er fólgin í vandaðri leit
að öllu því, sem gæti komið hryju-
verkamönnunum að gagni.
Höfundur er fyrrverandi kenn-
ari.
Prófessorinn og hryðjuverkin
Evran verði eitt hundrað krónur
Lúðvík Gizurarson skrifar um gengis-
lækkun
Lækka ætti gengið á öllum gjald-
eyri strax í dag og setja evruna í eitt
hundrað krónur. Síðan yrði gengið
sett fast og evran = eitt hundrað
krónur. Við vorum áður oft bundnir
fastir við dollara en fórum svo síðast
yfir í þetta uppboðsgengi sem hækk-
ar upp og niður. Dollarinn hefur verið
60 krónur og einu sinni fyrir nokkuð
löngu fór hann yfir eitt hundrað krón-
ur. Er í dag 70 krónur.
Um leið og evran er
sett í eitt hundrað
krónur yrði lánskjara-
vísitalan afnumin og
allar vísitöluskuldir
bannaðar. Ef fólk
vildi taka erlent lán
yrði það í evrum
eða öðrum erlend-
um gjaldeyri þar
sem engin vísitala
er. Vísitalan yrði bönnuð. Stýrivextir
afnumdir en þá verður að afnema um
leið og verðtrygging er bönnuð.
Til að ráða framboði peninga yrðu
lífeyrissjóðirnir fluttir í Seðlabankann
en sjóðirnir eru 1200-1400 milljarðar.
Stýrivextir Seðlabanka yrðu óþarfir og
best að banna þá. Allir gætu fengið
evrulán á evruvöxtum án vísitölu.
Evruvextir eru mjög lágir, brot af
stýrivöxtum.
Þetta er allt hægt að gera á viku eða
að minnsta kosti mánuði. Útfærslan
er mikil vinna. Ekki yrði gengið í ESB
enda tekur það mörg ár. EES dugar í
bili. Útfærslan er flókin en aðallega
vinna og ekki rædd hér.
Fyrir nokkrum dögum vildu 47 pró-
sent þjóðarinnar fá evruna í skoð-
anakönnun. Þarna er bent á einfalda
leið enda vann höfundur í tíu ár í
viðskiptaráðuneyti á árunum 1965-
75. Það þarf að taka stýrivextina af
Seðlabankanum. Svona er það hægt.
Höfundur er hrl.
LÚÐVÍK
GIZURARSON
Þetta dæmi, sem Hannes virðist
búa til sjálfur, sýnir ekki stór-
hættulega hryðjuverkamenn
sem lenda á Keflavíkurvelli.