Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 63

Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 63
FÖSTUDAGUR 29. september 2006 31 [TÓNLIST] UMFJÖLLUN Hvað er svo sem hægt að segja um Beyoncé sem ekki hefur verið sagt áður? Hún er glæsi- leg, frábær söngkona og hingað til hefur aldrei verið hægt að setja út á frammistöðu hennar á sviði eða á plasti. Því miður er ekki hægt að segja það sama þegar kemur að kvikmyndaleik. Eða, ef satt skal segja, öllu því sem hún velur sér að gera þegar hún er ekki að syngja. Hún dett- ur heldur ekkert úr sölukonu- hlutverkinu á nýju plötunni. Heil síða í bæklingnum er til- einkuð nýju fatamerki hennar og síðasta lagið á plötunni er auglýsing fyrir væntanlega bíó- mynd sem hún leikur í. Ég er kannski gamaldags, en mér finnst ennþá listamenn geta eyðilagt trúverðugleika sinn með því að nota nafn sitt í að selja hluti sem koma tónlist þeirra ekkert við. Fyrir vikið verður líka bara erfiðara að taka stúlkuna alvarlega þegar hún er að röfla á milli laga um hversu miklum hughrifum hún hafi orðið þegar hún var að leika í nýju myndinni. Mér leið eins og ég hafi verið með sölumann í stofu hjá mér. Allt þetta myndi auðvitað ekki skipta neinu máli ef nýja platan hennar væri góð. Svo er ekki. Svo virðist sem Beyoncé sé með sama fjöldaframleiðslu- hugarfar þegar kemur að tón- listarsköpun og hún hefur í öllum öðrum. Flest lögin hljóma eins og tilraun til þess að endur- skapa þá fáu slagara sem hún hefur átt á sólóferli sínum. Jay- Z er allt of áberandi í þeim lögum sem hann kemur fyrir í (var hann ekki annars hættur?) og restin er svo ógripandi að ég gæti ekki raulað lag af þessari plötu til þess að bjarga lífi mínu, þó að ég sé búinn að renna henni í gegn fjórum sinnum. Hefði ekki getað orðið fyrir meiri von- brigðum með þessa plötu, held ég. En ég hlýt að hafa rangt fyrir mér, því á disknum sem ég er með er límmiði þar sem stendur að platan innihaldi „risaslagar- ana“ (eða the massive hits) Deja Vu, Check on It og Ring the Alarm. Finnst það örlítið stórt til orða tekið miðað við þá stað- reynd að það er enn töluverður tími þangað til tvö þeirra verða send í útvarpsspilun. Hvernig fer annars framleiðandinn að því að vita svona fyrir fram? Kannski við ættum að spyrja manninn sem forritar “shuffle”- lagalista útvarpsstöðvanna? Birgir Örn Steinarsson Stjarna Beyoncé fellur BEYONCÉ B‘DAY Niðurstaða: Fyrir þremur árum síðan hefði Beyoncé getað unnið forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Með þessu áframhaldi kæmist hún ekki einu sinni í ritarastöðu í Hvíta húsinu. Önnur breiðskífa hennar er arfaslöpp. Pólska matvörubúðin Minimarket í Breiðholtinu er þegar komin með fastan kúnnahóp, en hún var opnuð fyrir um fjórum mánuðum. „Það eru margir Íslendingar sem versla hér, en Pólverjar eru meiri- hluti viðskiptavinanna,“ sagði Stanislaw Kowal, annar eigandi pólsku matvörubúðarinnar Mini- market í samtali við Fréttablaðið. „Margir kaupa allt inn hjá okkur og vilja frekar versla hér en ann- ars staðar,“ sagði Stanislaw. Í búð- inni má fá mikið af pólskum mat- vörum, þó að einnig megi sjá kunnugleg vörumerki á hillunum. Úr hátölurum óma fréttir af pólskri útvarpsstöð, sem Stani- slaw segir vera vinsælt meðal við- skiptavina sinna. „Það er eitthvað af mönnum hérna í nágrenninu sem heyra aldrei fréttir, eða skilja þær ekki. Þeir koma hingað að versla og fá fréttir á pólsku í leið- inni,“ segir hann. Stanislaw rekur innflutnings- fyrirtæki og heildsölu ásamt samstarfsmanni sínum, Piotr Jakubek. „Við byrjuðum á því að flytja inn pólskan bjór, svo opn- uðum við heildsöluna og loks búðina,“ útskýrði hann. Þeir eru með umboðið fyrir Tymbark- ávaxtasafa sem Stanislaw segir hafa vakið mikla lukku hjá skóla- krökkunum í nágrenninu. „Hann fæst hvergi annars staðar,“ segir Stanislaw og mælir sérstaklega með kókoshnetu-banana-ananas safanum. Aðspurður hvaða vörur séu vinsælastar meðal Pólverj- anna bendir Stanislaw á saltar agúrkur í ýmsum myndum. „Niðursoðið kjötálegg er líka mjög vinsælt, og svo flaki.“ Stani- slaw útskýrir að flaki sé svíns- garnir í kjötsoði, en bætir því snögglega við að hann borði þær ekki sjálfur. Í hillunum má líka finna niður- soðna piparrót og rauðrófur, hvers kyns krydd sem Stanislaw segir ekki fást annars staðar á landinu og innflutt vatn í flöskum, en það gæti komið íslenskum viðskipta- vinum nokkuð undarlega fyrir sjónir. Aðspurður hvort vatnið seljist vel skellir Stanislaw upp úr. „Það selst ekki. Þetta er meira til gamans,“ bætir hann við. Stanislaw segist stefna á að gera meira fyrir íslenska við- skiptavini sína. „Ég ætla jafnvel að vera með sýnishorn af vörun- um í boði um helgar,“ segir hann. Þar sem pólsk menningarvika stendur nú yfir í Reykjavík er kannski ekki úr vegi að bregða sér í menningarlegan matarleiðangur í Breiðholtið. sunna@frettabladid.is Svínsgarnir í kjötsoði vinsælar í pólskri verslun STANISLAW KOWAL Stanislaw hefur komið víða við síðan hann flutti til landsins fyrir sex árum og meðal annars verið tryggingaráðgjafi hjá KB banka og VÍS. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FLAKI Svínsgarnir í soði eru vinsælar hjá pólskum viðskiptavinum Minimarket. NIÐURSOÐIÐ KJÖTÁLEGG Á hillunum má finna ýmsa framandi rétti. Fágun er orðið sem lýsir nýja E-Class bílnum einna best. Nálægt 40% af bílnum hafa verið endurhönnuð með fullkomnun í huga. Meðal helstu nýjunga er skynvæddur ljósabúnaður (Intelligent Light System) sem gerir aðalljósunum kleift að lýsa betur upp umhverfi bílsins en áður hefur þekkst án þess að trufla aðra umferð. Einnig má nefna háþróað stöðugleikakerfi og aðrar framúrskarandi öryggislausnir sem hafa skilað honum betri niðurstöðum í bílprófunum en nokkrum öðrum bíl. E-Class bíllinn fæst með allt að 514 hestafla vél og dísilvélarnar skila allt að 314 hestöflum. Það er ljóst að Mercedes-Benz E-Class er einstakur akstursbíll sem þú verður að upplifa. E-Class í nýju ljósi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nýr E-Class ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz bifreiða á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.