Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 65

Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 65
FÖSTUDAGUR 29. september 2006 33 Íslenska óperan heldur upp á 250 ára afmæli Mozarts með uppfærslu á óperu tón- skáldsins, Brottnáminu úr kvennabúrinu, sem frum- sýnd verður í kvöld. Dramb og hefndir, ástir og sáttfýsi krydda ævintýralegan sögu- þráð óperunnar sem skart- ar sönnum sviðsstjörnum. Hljómsveitarstjórinn Kurt Kop- ecky útskýrir að nýfengið frelsi tónskáldsins unga, sem hírst hafði í dapurlegri þjónustu erkibisk- upsins í Salzburg árum saman, megi vel merkja á verkinu. „Þetta var fyrsta stóra óperan hans en hann hafði lengi beðið þessa tæk- færis,“ segir hann. Mozart var ungur og ástfang- inn maður í Vínarborg þegar hann samdi óperuna en hann lauk við verkið árið 1782. Stúlka samnefnd aðalkvenhetju verksins átti hug hans allan á ritunartímanum enda giftist tónskáldið síðar Konstönsu sinni án samþykkis föðurs síns. Verkið sjálft hlaut frábærar við- tökur og varð vinsælasta ópera Mozarts meðan hann lifði. Ást og hefndarfýsn Viðfangsefni óperunnar er för aðalsmannsins Belmontes að landsetri tyrkneska höfðingjas Selim þar sem Belmonte freistar þess að ná unnustu sinni Kons- tönsu úr haldi en hún er fangi í kvennabúri höfðingjans ásamt þjónustustúlkunni Blonde. Ást í meinum, almennur misskilningur og hádramatískir fagnaðarfundir koma við sögu en með helstu hlut- verk fara Angela Gilbert og Finn- ur Bjarnason, sem syngja hlut- verk elskendanna ungu, og Katharina Th. Guðmundsson og Bjarni Thor Kristinsson sem túlka þjónustustúlkuna Blone og hinn ófyrirleitna Osmin sem er ráðsmaður Selmins og mikill örlagavaldur í verkinu. Margbreytileg músík Tónlistin í Brottnáminu úr kvennabúrinu er einkar fjölbreytt og sameinar nánast alla þá stíla og strauma sem þekktir voru í sígildri tónlist þess tíma. „Verkið er raunar í þremur lögum, það er alvarlega ástarsagan milli Kons- tönsu og Belmonte sem saga Sel- ims fléttast við, svo er það sagan af þjónustufólkinu Blonde og Pedrillo sem er aðeins léttari og síðan er það Osmin sem er næst- um farsakennt hlutverk enda er hann fremur grótesk persóna,“ útskýrir Kopecky og bætir því við að hlutverk þessi séu ögrandi og erfið fyrir söngvarana enda draumarullur í hugum margra. Fjölmennur kór og hljómsveit tekur þátt í sýningunni en Kop- ecky til fulltingis er Daníel Bjarnason aðstoðarhljóm- sveitarstjóri og leikstjórinn Jamie Hayes. Leikmynda- hönnuðurinn Snorri Freyr Hilmarsson laðar fram tyrk- neska andrúmsloftið með hjálp Filippíu Elísdóttur og Björns Bergsteins Guð- mundssonar sem sjá um búninga og ljós. Öðruvísi söngleik- ur Brottnámið úr kvennabúr- inu er gaman- ópera og flokkast sem „Singspiel“ sem í beinni þýðingu útleggst sem söngleikur. „Verkið er sungið á þýsku en milli aríanna og tónlistarinnar er flutt talað mál á íslensku,“ útskýrir Kop- ecky en þess má geta að leikarinn Pálmi Gestsson fer með talhlut- verk í sýning- unni og leik- ur sjálfan Tyrkjahöfð- ingjann Selim. „Þetta verk er samt ekki bara einföld afþreying heldur dramatísk saga sem í raun fjallar um átök tveggja menning- arheima. Það viðfangsefni á jafn- vel við núna og á ritunartímanum þegar Tyrkjaveldi náði næstum að landamærum Vínarborgar. Líkt og með allar góðar sögur er togstreita persónanna táknræn fyrir átök í stærra samhengi.“ Aðeins tíu sýningar verða á óperunni en hún verður frumflutt kl. 20 í kvöld. kristrun@frettabladid.is Af hugástum og árekstrum ÞJÓNINN PEDRILLO LEGGUR BELMONTE LÍFSREGLURNAR Snorri Wium og Finnur Bjarnason í hlutverkum sínum í óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN HLJÓMSVEITARSTJÓRINN KURT KOPECKY Stýrir flutningi á dramatískri sögu um átök tveggja menningarheima. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami hlaut á dögunum Alþjóðlegu smásagnaverðlaunin sem kennd eru við Frank O‘Conn- or. Verðlaunin hlaut hann fyrir smásagnasafnið Blind Willow, Sleeping Woman sem myndi útleggjast sem Blind eik, sofandi kona á íslensku. Öll ný smásagnakver sem gefin hafa verið út á ensku undan- farna tólf mánuði eru gjaldgeng til verðlaunanna, sem nema rúm- lega þremur milljónum króna. Engin önnur smásagnaverð- laun gefa jafn mikið í aðra hönd og þessi. Murakami deilir verðlauna- fénu með þýðendum sínum, Philip Gabriel og Jay Rubin, en sá síðarnefndi tók við verðlaun- unum fyrir hönd Murakamis. Í ræðu sinni sagði Rubin að rétt eins verk O‘Connors ein- kenndust verk Murakamis af hinu sammannlega. - bs Murakami verðlaunaður HARUKI MURAKAMI Fékk verðlaunin fyrir Blind Willow, Sleeping Woman.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.