Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 66
29. september 2006 FÖSTUDAGUR34
Samtök kvenna í sjónvarpi og
kvikmyndum, Women in Film and
Television, voru stofnuð í Los Ang-
eles á sjöunda áratugnum með það
aðalmarkmið að stuðla að fjöl-
breytni í myndrænum miðlum
með því að virkja konur, gera þær
sýnilegri og styðja þátttöku þeirra
í öllum hlutverkum í framleiðslu
kvikmynda og sjónvarpsefnis.
Samtökin starfa nú í rúmlega
fjörutíu löndum og eru með yfir
10.000 skráða meðlimi. Íslenskar
konur sem starfa við kvikmyndir
og sjónvarp ætla að koma saman á
laugardaginn og stofna formlega
Íslandsdeild WIFT með málþingi
sem haldið verður í tengslum við-
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í
Reykjavík.
„Við vonumst með þessu til að
geta búið til öflugt tengslanet,“
segir Hrönn Kristinsdóttir, sem er
í undirbúningsstjórn stofnfundar-
ins. „Það starfa fjölmargar konur
við þessa miðla og þetta er stór
stétt þannig að við höfum sent
fundarboðið til mörg hundruð
kvenna. Við erum dreifðar út um
allt og erum ekki jafn sýnilegar og
við teljum æskilegt og viljum
gjarnan bæta úr því.“
Hrönn segir það löngu tíma-
bært að konur í kvikmyndum og
sjónvarpi bindist sterkari böndum
og þessi hugmynd sé því ekki ný
af nálinni þó hún sé fyrst núna að
verða að veruleika.
„Við byrjuðum á því að hóa
saman nokkrum konum fyrir
tveimur árum. Þá fórum við yfir
stöðuna og þetta var rætt en konur
eru sem betur fer uppteknar
þannig að það hefur ekki gefist
tími til að láta verða af þessu
fyrr.“
Hrönn telur víst að efling sam-
skipta kvikmyndagerðar- og sjón-
varpskvenna á Íslandi við stall-
systur þeirra úti í heimi muni skila
margvíslegum ávinningi, ekki síst
þegar kemur að hugmyndavinnu
og fjármögnun verkefna.
„Þetta er ung grein og því er
oft þannig farið að það tekur okkur
lengri tíma að komast inn í slíkar
greinar. Það er til fullt af karla-
samtökum sem byggja á tengsla-
netum og með því að bindast sam-
tökum getum við til dæmis hjálpað
konum sem eru að koma nýjar inn
í bransann að komast að. Með
stofnun samtakanna skapast einn-
ig vettvangur fyrir almenn mál-
þing og uppákomur tengdar kvik-
myndum og sjónvarpi. Þessar
uppákomur verða auðvitað öllum
opnar og allir eru velkomnir, ekki
síst karlmenn, en þeim stendur til
boða að gerast stuðningsaðilar
samtakanna.“
WIFT eru sem fyrr segir býsna
umfangsmikil samtök og eðli
málsins samkvæmt eru stór og
þekkt nöfn úr skemmtanabrans-
anum í félagatalinu. Tyra Banks,
Renée Zellweger og Kathleen
Turner eru í hópi verndara sam-
takanna, sem hafa ekki ómerkari
konur en leikstjórana Jane Camp-
ion, Liv Ullman og Susanne Bier
og leikkonurnar Susan Sarandon
og Cate Blanchett innan sinna
vébanda.
Íslandsdeildin mun láta kné
fylgja kviði og fylgja stofnfundin-
um á laugardaginn rösklega eftir
en þegar er byrjað að undirbúa
annað málþing í tengslum við fyrir-
hugaðan framhaldsstofnfund.
Laufey Guðjónsdóttir, forstöðu-
maður Kvikmyndamiðstöðvar,
setur málþingið á laugardaginn og
á eftir henni munu fagkonur með
mikla reynslu bæði innanlands og
erlendis taka til máls. Í þessum
hópi eru sérstakir gestir Alþjóð-
legu kvikmyndahátíðarinnar, þær
Barbara Albert, handritshöfund-
ur, framleiðandi og leikstjóri, og
Vijaya Mulay, indversk heimildar-
myndagerðarkona sem er 86 ára
gömul og enn í fullu fjöri.
Dagskráin á laugardaginn hefst
klukkan 11 á Q-bar á Ingólfsstræti
3 og að loknu málþinginu tekur við
gleði sem mun standa fram á nótt.
thorarinn@frettabladid.is
Konur í sjónvarpi og kvik-
myndum safna liði
KOLBRÚN JARLSDÓTTIR, HRÖNN KRISTINSDÓTTIR OG ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR Verða allar eldhressar á stofnfundi WIFT á laugar-
daginn þar sem Ilmur mun troða upp ásamt stöllum sínum úr Stelpunum en eins og gefur að skilja eru leikkonur að sjálfsögðu
fullgildir meðlimir í samtökunum.
Hljómsveitin Mimra Frenzy held-
ur tónleika á Café Rósenberg við
Lækjargötu kl. 22 í kvöld. Sveitin
leikur laglega blöndu af djass,
blús og smá fönki ásamt frum-
sömdu efni.
Sveitina skipa María Magnús-
dóttir söngkona, Egill Antonson
sem leikur á hljómborð, Ingólfur
Magnússon sem spilar á bassa og
Þorvaldur Ingveldarson sem
lemur húðir.
Hljómsveitin heldur aðra tón-
leika á sama stað annað kvöld og
hefjast þeir á sama tíma. Allir vel-
komnir og er aðgangur ókeypis.
Æði á Rósenberg
HLJÓMSVEITIN MIRMA FRENZY Frumsamið efni og fönk í Lækjargötunni í kvöld.
LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður
kvöldverður og leikhúsmiði
frá kr. 4300 - 4800
TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM
frá kl. 10 til 16 mánudaga
- fimmtudaga í síma 437 1600
Staðfesta þarf miða með greiðslu
viku fyrir sýningardag
Sýningar í Landnámssetri
í september og október
Fimmtudagur 5. október kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 6. október kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 7. október kl. 20 Uppselt
Sunnudagur 8. október kl. 20 Örfá sæti laus
Fimmtudagur 12. október kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 13. október kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 14. október kl. 20 Örfá sæti laus
Sunnudagur 15. október kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 19. október kl. 20 Laus sæti
Föstudagur 20. október kl. 20 Laus sæti
Laugardagur 21. október kl. 20 Laus sæti
Sunnudagur 22. október kl. 20 Laus sæti
Fimmtudagur 26. október kl. 20 - Síðasta sýn-
Líka fyrir þig;
lífið, fréttirnar
og fjörið á ensku