Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 68

Fréttablaðið - 29.09.2006, Side 68
 29. september 2006 FÖSTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is Nú styttist óðum í að áttunda Airwaves-hátíðin skelli á okkur. Í fjóra daga verður Reykjavík tónlistarstórborg og við tónlistarfíklarnir förum á ærlegt fyllerí. Eins og vanalega á maður ekki eftir komast yfir allt það áhugaverða sem er í boði. Sumu missir maður af, en gleðst yfir því að hafa fengið að upplifa annað. Airwaves hefur þróast mjög skemmtilega undanfarin ár. Í stað þess að eltast við stór og þekkt nöfn í tónlistarheiminum einbeitir hátíðin sér í æ ríkara mæli að grasrótinni. Heitu böndin í dag koma ekki endi- lega á Airwaves, heldur heitu böndin á morgun. Það eru yfir 40 erlend nöfn á dagskránni í ár, en fæst þeirra hafði maður heyrt um áður en þau boðuðu komu sína og flest þeirra hafa ekki gefið út nema eina plötu. Sum enga. Stærsta nafnið á Airwaves 2006 er sennilega breska hljómsveitin Kaiser Chiefs. Hún á aðeins eina plötu að baki. Fína plötu reyndar ... Í upphafi voru stór nöfn á meðal flytjenda (t.d. Suede og Flaming Lips árið 2000), en áherslurnar hafa breyst. Undanfarin ár hafa nokkur af flottustu nöfnunum í tón- listarheiminum spilað á Air- waves áður en þau fóru að vekja einhverja athygli að ráði. Þar má nefna The Rapt- ure (2002), TV on the Radio (2003), The Bravery og Hot Chip (2004), José Gonzales, Architecture in Helsinki og Clap Your Hands Say Yeah (2005). Þróunin hvað íslensku tónlistarmennina varðar hefur verið í sömu átt. Nýjar og upprennandi sveitir eru að verða ennþá fyrirferðar- meiri í dagskránni. Gamlir stríðshestar eins og Mínus og Apparat eru þarna ennþá, en líka glænýjar sveitir eins og Toggi og Últra Mega Teknóbandið Stefán. Og nú er bara að fara að spá í hvernig maður raðar saman þessum dögum. Brazilian Girls, Dälek, Islands, Klaxons, The Go! Team, Love Is All, Wolf Parade, Whomadewho, Spektrum, Seabear, Biggi, Mr. Silla og Pétur Ben eru t.d. allt nöfn sem maður má ekki missa af... Airwaves - Tónlist morgundagsins í dag > Plata vikunnar Toggi: Puppy „Puppy er óvenju vönduð og vel unnin frumsmíð. Toggi er greinilega mjög hæfi- leikaríkur tónlistarmaður þó að hann eigi enn eftir að skapa sér sérstöðu.” - TJ Justin Timberlake sendi fyrr í mánuðinum frá sér sína aðra sólóbreiðskífu, FutureSex/LoveSounds. Steinþór Helgi Arnsteinsson grennslaðist aðeins betur fyrir um plötuna og vinnslu hennar. Aðeins fjórtán ára að aldri hafði Justin Timberlake skrifað undir plötusamning ásamt hljómsveit sinni N‘Sync. Síðan þá hefur líf Justins verið eins og í draumi hvaða miðríkjapilts sem er, allt frá því að afmeyja Britney Spears og yfir í að koma breiðskífu sinni í efsta sæti Billboard-listans fræga. Metnaður hefur skinið í gegnum allan hans ferill, sem núna virðist hafa komið honum á toppinn. 684 þúsund eintök á viku Nýjasta breiðskífa Justins, Future- Sex/LoveSounds (plötuheitið hljómar reyndar óþægilega líkt Outkast-skífunni Speakerboxxx/ The Love Below), fylgir eftir gríðarlegum vinsældum fyrstu plötu kappans, Justified, sem kom út árið 2002 og hafði að geyma smelli á borð við Cry Me a River, Like I Love You og Rock Your Body. Nýjasta skífan hefði samt ekki getað beðið um betra start; fyrstu vikuna seldist hún í 684 þúsund eintökum í Bandaríkjun- um einum, þar sem hún flaug að sjálfsögðu í fyrsta sæti Billboard- listans. Fyrsta smáskífa, Sexy- back, hefur síðan ómað á heitum klúbbum og bylgjum útvarps- stöðva víða um heim. Góðar fyrirmyndir Justin sjálfur þakkar einum manni þessari velgengni sinni (fyrir utan að sjálfsögðu sjálfan sig), nefni- lega upptökustjóranum Timba- land. Justin segir sjálfur að hann hafi beðið Timbaland um að gera með sér plötu sem átti að hljóma „...ólík nokkru öðru sem þeir höfðu heyrt áður.” Platan eru vissulega frábrugð- in fyrirrennara sínum, minna af r- i og b-i en meira af fönki og rokki þó hún sé ekki einstök í sinni röð. Fyrir fyrstu plötu sína fór Justin ekki leynt með aðdáun sína á fyrrverandi konungi poppsins, Michael Jackson, en á FutureSex/LoveSounds leitaði Justin í smiðjur Prince og David Bowie (!) að hans eigin sögn. Áhrif meistara Prince eru ein- mitt greinileg, ekki þarf annað en að lesa hin kynæsandi og kynlífs- tengdu heiti á bæði plötunni og lögum hennar. Ógnvænlegt upptökustjóratríó Þessi viðleitni Justins í að sækja í smiðjur gömlu poppkónganna sýnir og sannar það sem virðist vera takmark hans, að verða ókrýndur konungur poppsins. Fer- ill Justins hefur einnig alltaf verið á leið upp á við. Hann hætti akkúr- at á réttum tíma í N‘Sync, gerði sólóplötu með heitustu upptöku- stjórum þess tíma, Neptunes, og sendir núna frá sér aðra breið- skífu þar sem metnaðurinn skín í gegn. Timbaland er greinilega höfuðpaurinn en auk hans tóku einnig þátt í vinnslu plötunnar goðsögnin Rick Rubin og for- sprakki Black Eyed Peas, will. i.am, sem hafði þetta að segja um Justin í nýlegu viðtali við heima- síðu Billboard: „Hann kom mér aftur á óvart. Ég var undrandi á því að mér ætti jafnvel eftir að líka vel við Justin Timberlake. Síðan gerði hann mig að aðdáanda, sem ég er núna. Það þýðir að hann er svo hæfileikaríkur að hann breytir orðaforða manneskjunn- ar.” Meira að segja stílistinn hans og hárgreiðslumaður eru sérstak- lega titlaðir í kringum plötuna og sýna enn og aftur að Justin vill að allt sé alltaf pottþétt. Toppdómar úr óvæntri átt Platan hefur auk þess að rokselj- ast og fá afbragðs spilun fengið fína dóma. Það sem er líka einna skemmtilegast við þá er að bestu dómarnir koma frá tónlistarmiðl- um sem eru þekktastir fyrir umfjöllun sína um indítónlist og grasrót tónlistarbransans. Má þar til dæmis nefna Stylus Magazine, NME, Prefix Magazine og Pitchfork. Á meðan hafa Vibe, E! Online, Billboard og Entertain- ment Weekly einungis gefið Future- Sex/LoveSounds meðalgóða dóma. Hvort Justin sé orðinn of megin- straums að hann hafi snúist í hálf- hring og sé kominn í grasrótina verður hins vegar látið liggja á milli hluta. Enginn efast hins vegar um það að poppheimurinn er eign Justins Timberlake eins og staðan er núna og fátt virðist í augsýn sem getur steypt honum af stóli sem konungur poppsins í dag. Ókrýndur konungur poppsins JUSTIN TIMBERLAKE Fátt virðist geta steypt honum af stóli sem konungi poppsins í dag. WOLF PARADE Í SPILARANUM Tilly and the Wall: Bottoms of Barrels Jens Lekman: Oh You’re So Silent Jens The Killers: Sam‘s Town Spank Rock: Yoyoyoyoyo... Kelis: Kelis Was Here „Við fréttum að hann væri staddur hérna á Íslandi að byggja sér sumarbústað og datt í hug að honum leiddist þar sem hann er búinn að vinna í hljóðverum á Bretlandi undanfarin ár en ekki við húsasmíðar,“ segir Ágúst Bogason, gítarleikari Jan Mayen, um fyrirhugað samstarf hljómsveit- arinnar og tónlistarmannsins Ebergs. Fyrir- hugað er að Eberg, sem heitir Einar Töns- berg en gerir sjálfur tónlist undir Eberg-nafninu, taki upp sex lög með hljóm- sveitinni á næstunni. „Við vorum hrifnir af því sem hann var að gera úti og hringdum bara í hann til að sjá hvort hann væri ekki til í að taka aðeins upp með okkur. Síðan hittumst við, ræddum málin, komumst að því að hann væri líka fínn gaur þannig að þá var bara ákveðið að kýla á þetta. Síðan erum við bara að fara að taka upp á næstu dögum, svona aðallega til að sjá hvernig þetta samstarf mun ganga,“ segir Ágúst. Hann segir enn fremur að ekkert hafi verið ákveðið með útgáfu, en allt sé opið. „Ef vel tekst til fer eitthvað í spilun í útvarpi, ef virkilega vel tekst til kýlum við á plötu. Við eigum lager af lögum en ekki eins mikið af peningum. Það er stærsta vandamálið.“ Taka upp plötu með Eberg JAN MAYEN Á leiðinni í stúdíó. TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson 9 HVER VIN NU R ! MOBILE FRUMSÝND 29//09//06 Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SENDU SMS SKEYTIÐ JA TNF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO, DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA! Íslendingar og útlendingar fá allar upplýsingar á ensku um allt það sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma.; menningarviðburðir, tónleikar, skemmtistaðir, veitingastaðir, söfn, gallerí, tíska, verslanir og næturlíf. Íslendingar þurfa líka að fylgjast með!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.