Fréttablaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 70
29. september 2006 FÖSTUDAGUR38
Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að sumarið hafi
verið svakalega gott, mér hafi tekist að slaka vel á og
vetrarstressið byrji frekar rólega, var kominn tími til
að breyta aðeins til. Ég þurfti að ná úr mér sumrinu
og undirbúa mig fyrir umskipti vetrarins. Eins og ég
hef sagt ykkur áður eru margir eins og ég sem þurfa
tilbreytingu til að halda lífi og geðheilsu.
Ég var svo heppin að komast af landi brott í eina
fimm daga. Áfangastaðurinn í þetta sinn var spænska
menningarborgin Barcelona. Ég skal viðurkenna
að þangað fór ég um helgina í fimmta sinn og var
enn sem áður jafn hrifin. Þessi borg er bara einhvern
veginn svo lifandi, full af spennandi viðburðum og
skemmtilegu fólki.
Um leið og ég steig út úr vélinni, um klukkan þrjú
að nóttu á spænskum tíma, helltist yfir mig þrúgandi
gleði og ómæld ánægja með að hafa skellt mér burt.
Á sama tíma söng kroppurinn halelúja yfir hitanum,
já og rakanum.
Að sjálfsögðu stökk ég á fætur fyrsta morguninn
af einskærri eftirvæntingu yfir að komast í búðirnar
sem ekki er að finna á Íslandi. Aumingja kortin mín
fengu svo sannarlega að svitna fyrir vikið, svo ekki
sé minnst á Barcelona-félagann sem fékk að
halda á öllum pokunum svo ég gæti keypt sem
mest. Þið hefðuð átt að sjá glottið á andlitinu
á mér þennan dag. Það hélst svo sem á mér
allan tímann en fyrsti dagurinn var einfaldlega
himneskur.
Eftir erfiðan dag í búðunum var að sjálf-
sögðu farið út og borðaður álíka himn-
eskur spænskur og katalónskur matur
sem er ekki í líkingu við neitt sem hægt
er að fá sér hér heima. Ætli ég verði ekki
að viðurkenna líka að það var ekki bara
borðaður góður matur úti á veitingahús-
um á kvöldin heldur líka á morgnana,
í hádeginu og seint á kvöldin. Eins og
maður segir; „When in Rome“... eða „sértu í Barce-
lona“!
Hápunktur ferðarinnar var þó ansi sérstæð-
ur atburður. Ekkert annað en fyrstu tónleikar
George Michael síðan á síðustu öld! Ég get
sagt ykkur að tilfinningin sem helltist yfir
mig þegar brilljantíngreiddi ofurtöffarinn
steig á sviðið var ólýsanleg. Eftir upphitunar-
lögin og eina tvo „cerveza“ var ég farin að
syngja hástöfum og dilla mér í takt. Ég ætla
ekki einu sinni að reyna að lýsa hálfvitasvipn-
um á mér þegar „Careless Whisper“ barst til
eyrnanna. Þvílík og önnur eins nostalgía!
Ég get að minnsta kosti sagt ykkur það að
þessir fimm dagar gerðu veturinn fyrir mig!
Nú get ég ekki annað en hellt mér af fullum
krafti í verkefni vetrarins með endurnærðan
kropp og full af spenningi yfir næsta míní-
flótta.
REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR STAKK AF TIL AÐ UNDIRBÚA SIG FYRIR VETURINN
Himnesk helgi í Barcelona
��������������� ������ ����� ��� ��������� �� �������� ������
����������� ���� ����������
������ ��� ������ ������ ������ ����������� ������ ����� ����� ���
������ ������ ����������������
������ � ������ ������� ��� ��������� �����
������������ ������� ��� ������� ��������� � ���������� ������� �� ����������
��� ��� ���� �������� ��� �������
��������� ��������� ������ �������� ������ ������ ������ ������
�������� �������� ��� ����� ������� �����������
������������ ����������� ���������� ��� ����� �����������
���� ����� �� ������ ��� ��������������
������ ����������� ����� ���������������� � ��� ������� �������� �� ��������� ���� ������ �����������
����� ���������� ��� ����� �������� �������� � �� ������� �������� ���� ����������� ������ ��� ����
������� ���������������
������� ������� ���� ����� ���� ��� ������� ������
�������������� �������� ������������
������������������ �������� ��������
���� ����� �� �������������� ��� ������
�� � �
��� �
�� �
� ���
�
������ �����
Vinsælasta prinsessa Dana,
Alexandra, hefur eignast
nýjan kærasta, ljósmyndar-
ann Martin Jörgensen, og
danska þjóðin talar varla
um neitt annað.
Að morgni miðvikudags birtu
danskir fjölmiðlar frétt þess efnis
að Alexandra hefði látið mynda sig
með Jörgensen í fyrsta skipti í
brúðkaupi hjá sameiginlegum
vinum hennar og fyrrverandi eigin-
manns hennar, Jóakims prins. Síðar
sama dag voru danskir fjölmiðlar
uppfullir af fréttum um hvað
myndi gerast ef Alexandra tæki
upp á því að giftast þessum manni
sem er fimmtán árum yngri en
hún. Það sem verra er í augum
frændur vora í Danmörku; þeir
gætu hugsanlega misst hana úr
þjónustu sinni því ef Alexandra
giftir sig missir hún prinsessu-
titilinn og verður sjálfkrafa
greifynjan af Fredriksborg.
Væntanlega yrði drottningin
Margrét Þórhildur
heldur ekkert par
hrifin af því að láta
fyrrverandi tengda-
dóttur sína
ferð-
ast
um heiminn með einhverjum friðli
sínum fyrir hönd landsins.
Danska blaðið B.T. birti á dög-
unum úttekt á því hversu miklum
peningum Alexandra myndi tapa
ef hún gengi í það heilaga með ást-
manni sínum. Hún þyrfti að fara að
borga skatt af þeim tekjum sem
hún fær frá danska ríkinu vegna
samkomulags sem Alexandra og
Jóakim gerðu fyrir tveimur árum
síðan þegar þau skildu auk þess
sem hún glatar töluvert af þeim
fríðindum sem prinsessan nýtur
vegna tignar sinnar. B.T. reiknast
til að Alexandra missi rúmlega
helming allra tekna sinna ef hún
ákveður að giftast ljósmyndaran-
um en þarf væntanlega ekki að
kvíða fyrir því að eiga salt í graut-
inn, húsið hennar eitt er metið á 15
milljónir danskra króna eða um
150 milljónir íslenskra króna.
Danska þjóðin hefur bundist
Alexöndru miklum tryggðarbönd-
um á undanförnum árum og fátt
virðist geta rofið þau. Þegar Jóa-
kim kynnti hana sem eiginkonu
sína ráku margir landar hans upp
stór augu og veltu vöngum
yfir því hvernig í ósköp-
unum honum hefði tek-
ist að ná sér í jafn
myndarlega og gáfaða
konu. Jóakim hefur
ætíð staðið í skuggan-
um af eldri bróð-
ur sínum
Friðriki
krónprins og þykir hvergi nærri
jafn alþýðlegur og hann eða Mar-
grét Þórhildur heldur sver sig
frekar í ætt við föður sinn Henrik,
sem hefur haft orð á sér fyrir að
vera lokaður og snobbaður. Sam-
kvæmt könnun netútgáfu B.T. styð-
ur meira en helmingur landsmanna
hjónabandshugleiðingar Alex-
öndru, ef þær eru einhverjar, og
um 60 prósent landsmanna telja
Alexöndru hafa komið vel út úr
skilnaðinum við Jóakim en mun
færri styðja við bakið á honum.
Alexandra trónir því enn í efsta
sæti hjá dönsku þjóðinni þegar
kemur að vinsældum hirðarinnar.
freyrgigja@frettabladid.is
Dramatík við dönsku hirðina
ÚTI ER ÆVINTÝRI Skilnaður Jóakims og Alexöndru var tilkynntur fyrir tæplega tveimur
árum síðan og nú er prinsessan komin með nýjan mann sér við hlið.
ALEXANDRA
Nýtur mikillar
hylli í Dan-
mörku og
má vinsældir
hennar rekja
til þess að á
sínum fyrsta
blaðamanna-
fundi sagði hún
nokkrar setn-
ingar á nánast
lýtalausri dönsku.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Söngvarinn og
hjartaknúsarinn
Ricky Martin er
vakinn og sofinn
í baráttunni
gegn mansali.
Hann skipulegg-
ur nú símasöfn-
un til stuðnings
fórnarlömbum
mansals og safn-
ar liði á opinber-
um fundum.
„Gangið til
liðs við okkur,“ sagði Martin á
opnum fundi. „Raddir fleiri þurfa
að heyrast. Það er sameiginleg
skylda okkar að berjast gegn
þrælahaldi samtímans.“ Sjálfur er
Ricky frá Púertó Ríkó en mansal
er sérstaklega algengt meðal fólks
frá Rómönsku Ameríku.
Berst gegn
mansali
RICKY MARTIN Er á
móti mansali.
Leikararnir George Clooney og
Renée Zellweger sáust saman á
stefnumóti nýlega í Los Angeles.
Þau voru einu sinni par og því lítur
allt út fyrir að kviknað hafi í göml-
um glæðum hjá þeim. Fór vel á
með parinu og segja sjónarvottar
að Zellweger og Clooney hafi virst
ansi náin á veitingastaðnum.
Clooney er þekktur kvennabósi
og hefur ekki verið við sömu konu
kenndur lengur en í nokkrar vikur.
Zellweger hefur hins vegar verið
gift einu sinni og var lengi með
söngvara White Stripes, Jack
White.
Saman á ný?
GEORGE CLOONEY Það sást til hans á
stefnumóti með leikkonunni Renée Zell-
weger en þau voru eitt sinn par.
Leikarinn Tom Cruise er í óða önn
þessa dagana að leita að handriti
sem passar fyrir sig og unnustu
sína Katie Holmes. Skötuhjúin
hafa áhuga á að reyna fyrir sér
saman á hvíta tjaldinu í þeim til-
gangi að breyta ímynd sinni. Tom
Cruise var rekinn fyrr í þessum
mánuði frá Paramount-kvik-
myndasamsteypunni vegna fram-
komu sinnar á síðasta ári og vill
nú gera mynd með unnustu sinni
svo að áhorfendur öðlist álit á
þeim á ný eftir viðburðaríkt ár.
Katie Holmes hefur ekki leikið
í mörgum kvikmyndum og er
þekktust fyrir leik sinn í sjón-
varpsþáttaröðinni Dawson´s
Creek. Haft var eftir henni í tíma-
ritinu InTouch að hún treysti Tom
til að finna gott handrit sem kæmi
þeim báðum á kortið á ný í kvik-
myndaheiminum. Parið eignaðist
sitt fyrsta barn saman í sumar og
hyggst ganga í það heilaga á næst-
unni.
Gera mynd saman
TOM CRUISE OG KATIE HOLMES Parið
er þessa dagana í óða önn að leita að
handriti að kvikmynd sem þau geta
bæði leikið í og mun koma þeim á
kortið á ný í kvikmyndaheiminum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES