Fréttablaðið - 29.09.2006, Qupperneq 74
42 29. september 2006 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Ný rekstrarstjórn meist-
araflokks og 2. flokks ÍA í knatt-
spyrnu var ekki lengi að ráða sér
þjálfara og var tilkynnt um ráðn-
ingu Guðjóns Þórðarsonar í gær.
Fréttablaðið greindi frá því fyrr í
mánuðinum að Gísli Gíslason
myndi taka við formennsku í
rekstrarstjórninni og að hann og
Guðjón hefðu rætt saman um að
sá síðarnefndi myndi taka að sér
starf þjálfara.
Gísli sagði í gær að aðeins Guð-
jón og tvíburarnir Arnar og Bjarki
Gunnlaugssynir hefðu komið til
greina í starf þjálfara en þeir tveir
síðastnefndu tóku við af Ólafi
Þórðarsyni um mitt sumar þegar
staðan var slæm og björguðu lið-
inu frá falli.
„Allir í stjórninni eru sammála
um að fá til starfa reyndan og far-
sælan þjálfara og byggja upp
félagið til lengri tíma litið,“ sagði
Gísli á blaðamannafundinum í
gær aðspurður um málið. Hann
vildi þó ekki viðurkenna að ráðn-
ing Guðjóns hefði verið svo gott
sem frágengin áður en hann tók
við formennskunni. „Við höfum
rætt þetta enda þekkjumst við vel
og höfum spjallað um margt og
mikið. Til að mynda hvað væri
hægt og hvað ekki fyrir félagið.
En það var ekki gengið frá neinu
formlegu þar til í gærkvöldi.“
Guðjón sagði að viðræðurnar
hefðu tekið skamman tíma. „Þetta
var ekki erfið fæðing. Skaginn er í
þeirri stöðu að öll aðstaða til
æfinga og iðkunar er mjög góð allt
árið um kring og þar er líka hópur
góðra og ungra leikmanna sem ég
tel að hægt sé að styrkja og bæta.
Þetta félag er á þeim stað nú sem
er ekki ásættanlegur fyrir ÍA og
stuðningsmenn liðsins.“
Hann sagði að öll leikmannamál
ætti eftir að skoða betur en að ÍA
ætlaði sér ekki að keppa við stærstu
félögin á landinu, svo sem FH, Val
og KR, um stærstu bitana á mark-
aðnum. Gísli bætti því við að meg-
inhluti leikmanna væri enn með
gildandi samning en að Igor Pesic
væri farinn af landi brott með laus-
an samning og eftir ætti að ræða
frekar við þá Arnar og Bjarka.
Arnar staðfesti þó í samtali við
Fréttablaðið í dag að þeir ætluðu
sér ekki að spila fyrir ÍA aftur.
Þá á eftir að ganga frá ráðn-
ingu aðstoðarmanns Guðjóns en
þar er talinn helst koma til greina
Sigurður Jónsson sem og Pétur
Pétursson, báðir gamlir Skaga-
menn.
Guðjón sagði að hans verkefni
lægi ljóst fyrir. „Það er að setja
knattspyrnufélag ÍA aftur í
fremstu röð á Íslandi. Það verður
erfitt og mun kosta mikla vinnu.
En við erum vanir því og höfum
þurft að hífa félagið nánast úr
kjallaranum og setja það aftur á
toppinn.“
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
GÍSLI OG GUÐJÓN Nýr formaður rekstrarstjórnar meistaraflokks og 2. flokks ÍA, Gísli
Gíslason, fyrrum bæjarstjóri Akraness, og Guðjón Þórðarson, nýráðinn þjálfari ÍA.
FREÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Verkefnið að koma ÍA aft-
ur í fremstu röð á Íslandi
Guðjón Þórðarson var í gær formlega ráðinn sem þjálfari ÍA en síðast gerði
hann liðið að Íslandsmeisturum fyrir réttum tíu árum. Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og stefnir Guðjón nú á að frægðarsól Skagamanna rísi á ný.
FÓTBOLTI Arnar og Bjarki Gunn-
laugssynir tóku við þjálfun ÍA í
sumar og gengi Skagaliðsins eftir
að þeir tóku við sem þjálfarar
vakti verðskuldaða athygli; liðið
náði að bjarga sér frá falli og þótti
spila mjög skemmtilegan sóknar-
fótbolta sem gaman var að horfa
á. Fréttablaðið náði tali af Arnari
í gær og spurði hann hvort þeir
bræður væru hættir í fótbolta?
„Ég er bara ekki klár á því.
Tímabilið var bara rétt að klárast
og nú er maður bara að slaka
aðeins á. Við erum ekkert búnir
að ákveða neitt,“ sagði Arnar en
þeir bræður verða 34 ára á næsta
ári. „Skrokkurinn var alveg í
þokkalegu standi í sumar og við
treystum okkur alveg til að spila
fótbolta áfram,“ bætti Arnar við
en hann útilokaði að þeir bræður
myndu spila með Skagamönnum
næsta sumar.
Arnar sagði að þeim hefði
fundist leiðinlegt að fá ekki að
halda áfram með liðið en sagðist
jafnfram skilja vel afstöðu nýju
stjórnarinnar hjá ÍA. „Við erum
auðvitað svekktir en samt skilj-
um við það vel að það er að koma
ný stjórn og hún vill að sjálfsögðu
ráða sinn mann. Ég myndi vilja
það sjálfur ef ég væri að koma í
stjórn einhvers félags, þá myndi
ég vilja ráða minn mann. Það er
mjög skiljanlegt,“ sagði Arnar og
hann staðfesti það að nokkur
félög hefðu haft samband við þá
bræður.
„Það hafa nokkur félög haft
samband, bæði varðandi þjálf-
arastöðu og að spila,“ sagði Arn-
ar. Hann fullyrti jafnframt að
Þróttur væri ekki eitt þeirra en
félagið er enn þjálfaralaust.
- dsd
Framhaldið er óákveðið hjá Arnari og Bjarka en félög hafa haft samband:
Enginn áhugi að spila fyrir ÍA
ARNAR OG BJARKI Skagaliðið vakti mikla athygli fyrir sóknarbolta eftir að þeir
bræður tóku við þjálfun liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ
> Félagaskiptin ekki staðfest
Það bendir margt til þess að markvörðurinn Egidijus
Petkevicius verði áfram í herbúðum Fram en dómstóll HSÍ
neitaði í gær að staðfesta félagaskipti markvarðarins úr Fram
í HK. Petkevicius á ár eftir af leikmannasamningi sínum við
Fram en launasamningur hans er útrunninn og því taldi
hann sig lausan allra mála. Dómstóll HSÍ var því ekki sam-
þykkur og neitaði að staðfesta félaga-
skiptin. Petkevicius hefur áður
sagt að um mannréttindamál
sé að ræða og hann er
tilbúinn að fara með málið
fyrir mannréttindadómstól
fái hann félagaskiptin ekki
staðfest. Forráðamenn HK
sögðust í gær fastlega búast við
því að áfrýja dómnum.
Á miðvikudaginn kemur kl. 19.30 munu Íslandsmeistarar FH mæta
KF Nörd, sem hefur gert garðinn frægan á Sýn. Liðinu er stjórnað af
Loga Ólafssyni sem eitt sinn þjálfaði FH og mun kollegi hans, Ólafur
Jóhannesson, ekki falla í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn.
„Við munum mæta vel undirbúnir til leiks og æfa að minnsta kosti
þrisvar fyrir leikinn, ef ekki oftar,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið. „Við
lítum þannig á málið að það sé einn leikur eftir af tímabilinu og hann
verðum við að klára. Það kemur ekkert annað en sigur til greina og er
ég með innanbúðarmann sem fylgist vel með öllu sem þeir gera. Það
mun ekkert í þeirra leikstíl koma okkur á óvart.“
Ólafur segir að undirbúningur liðsins verði eins og fyrir alla aðra leiki
liðsins en hann verði þó frábrugðinn að því leyti að liðinu verði ekki
stillt upp á hefðbundinn máta. „Það bendir allt til þess að þjálfararnir
spili einhvern hluta af þessum leik,“ sagði Ólafur en aðstoðarmaður
hans er Heimir Guðjónsson, fyrrum fyrirliði FH.
Logi Ólafsson fagnaði þessum tíðindum enda væru þau af hinu góða
fyrir sitt lið. „Ef eitthvað er hafa lappirnar bognað enn meira en áður
var á Ólafi og Heimir hefur þyngst til mikilla muna. Að þeir skulu spila
eru því ágætis fréttir fyrir okkur.“
Það kom honum þó ekki á óvart að Ólafur
ætlaði að undirbúa sína menn eins og best-
ur kostur væri. „Hann rennir ekki blint í
sjóinn enda hefur hann náð góðum
árangri undanfarin ár og ætlar ekki að
klúðra honum í þessum leik.“
Hann setur þó spurningamerki við téðan
„innanbúðarmann“. „Þetta eru vinsælir
þættir og við höfum þar að auki verið að
æfa í Kaplakrika. Hann hefur greinilegt
sent njósnara til að fylgjast með
okkur þar.“
Logi segir þó mikla til-
hlökkun ríkja í herbúðum
KF Nörd. „Menn eru til-
búnir að gefa allt í þetta
verkefni. Yfirlýst markmið
er að skora mark í leiknum
og allt annað er bónus.“
FH SPILAR VIÐ KF NÖRD: ÞJÁLFARARNIR SENNILEGA MEÐ ÍSLANDSMEISTURUNUM
FH æfir stíft fyrir leikinn gegn KF Nörd
FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins verður líklega
gengið frá ráðningu Ásgeirs
Elíassonar í starf þjálfara
meistaraflokks karla hjá ÍR í dag.
Ásgeir þjálfaði Fram í sumar og
kom liðinu upp í úrvalsdeildina en
þrátt fyrir það ákváðu Framarar
að segja upp samningi Ásgeirs að
tímabilinu loknu.
Viðræður hafa verið í gangi
milli Ásgeirs og stjórnar knatt-
spyrnudeildar ÍR undanfarna
daga og mikill áhugi er hjá báðum
aðilum að ganga frá ráðningunni.
Ásgeir lék handbolta með ÍR á
árum áður og er því vel kunnugur
félaginu. - dsd
Þjálfaramál í 1. deild:
Ásgeir tekur
líklega við ÍR
ÁSGEIR ELÍASSON Hans næsta starf
verður líklega að þjálfa meistaraflokk
karla hjá ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
FÓTBOLTI Fréttablaðið greindi frá
því fyrir nokkrum dögum að
Hörður Sveinsson, leikmaður
Silkeborgar í Danmörku, hefði
verið skallaður í andlitið á æfingu
af samherja. Maðurinn sem þar
var að verki heitir Bajram Fetai
og hann var á mánudaginn rekinn
frá félaginu út af því atviki.
„Það tók stjórnina bara svona
langan tíma að ákveða hvað gera
ætti í málinu. Mér finnst leiðin-
legt að missa hann og ég held að
flestir leikmennirnir séu á sama
máli en ég held að styrktaraðil-
arnir hafi haft sitt að segja í
þessu máli, ásamt stjórninni,“
sagði Bjarni Ólafur Eiríksson,
samherji Harðar. - dsd
Leikmaður Silkeborgar:
Rekinn fyrir að
skalla Hörð
FÓTBOLTI Samuel Eto‘o, framherji
Barcelona og samherji Eiðs
Smára, var borinn af leikvelli í
leik Werder Bremen og Barce-
lona í fyrradag með hnémeiðsli. Í
gær gekkst hann undir aðgerð
þar sem liðmáni var lagfærður og
verður hann frá í fimm mánuði. Í
næsta mánuði mætir Barcelona
Chelsea í meistaradeildinni og
Real Madrid í spænsku deildinni.
Eto‘o virðist vera framherji
númer eitt hjá Frank Rijkaard,
þjálfara Barcelona, og fyrir vikið
hefur Eiður Smári þurft að verma
varamannabekkinn oft frá því að
hann gekk til liðsins frá Chelsea.
- dsd
Eto‘o frá í fimm mánuði:
Fær Eiður fleiri
tækifæri?
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í
knattspyrnu vann í gær glæsileg-
an 6-0 sigur á Portúgal á útivelli
en leikurinn var sá síðasti í riðli
Íslands í undankeppni HM 2007.
Margrét Lára Viðarsdóttir
skoraði fjögur mörk í leiknum og
Katrín Jónsdóttir tvö. Ísland varð
í þriðja sæti í riðlinum en Svíþjóð
í því efsta og fer því á HM í Kína.
Eini leikurinn sem Svíþjóð vann
ekki í riðlinum var jafnteflisleik-
urinn gegn Íslandi ytra. - esá
Stórsigur Íslands á Portúgal:
Sex marka sigur
FÓTBOLTI Newcastle vann í gær 2-1
sigur á Levadia Tallinn frá
Eistlandi með tveimur mörkum
frá Obafemi Martins. Kristinn
Jakobsson dæmdi leikinn og stóð
sig með miklum sóma. Hann átti
fremur rólegan dag og lyfti gula
spjaldinu aldrei á loft.
Odense vann 1-0 sigur á
Herthu Berlín og vann samanlagt,
3-2 og þá var Hannes Þ. Sigurðs-
son í liði Bröndby sem gerði 2-2
jafntefli við Eintracht Frankfurt.
Síðarnefnda liðið vann samanlagt,
6-2. Grétar Rafn Steinsson kom
inn á sem varamaður í 1-1
jafntefli AZ Alkmaar við Kayser-
ispor. AZ vann samanlagt, 4-3.
Marel Baldvinsson spilaði allan
leikinn er Molde tapaði 2-0 fyrir
Rangers á útivelli. Jóhannes
Harðarson var ekki í leikmanna-
hópi Start sem tapaði 4-0 fyrir
Ajax á útivelli og samanlagt 9-2.
Tottenham vann 1-0 sigur á
Slavia Prag og 2-0 samanlagt og
þá vann Palermo 3-0 sigur á West
Ham, samanlagt 3-1. Að síðustu
vann Blackburn lið Salzburg, 2-0,
og 4-2 samanlagt. - esá
UEFA-bikarinn:
Kristinn stóð
sig með sóma
FÓTBOLTI Útvarp KR 98,3 hefur
blásið í herlúðra fyrir bikar-
úrslitaleikinn á laugardag og
hefur upphitun í dag klukkan 18.
Þá verður tveggja tíma þáttur
með viðtölum en í kjölfarið
verður hinn eini sanni Sigurður
Pétur Harðarson með þátt sinn
„Landið og miðin“ til klukkan 23.
Á laugardaginn hefst útsend-
ing klukkan 9 og verður hitað upp
alveg til 14 þegar leikurinn hefst
en vonir standa til að Bjarni
Felixson lýsi leiknum. Útsending-
in á morgun verður sú 196. í
röðinni. - hbg
Útvarp KR 98,3:
Tveggja daga
útsending
ÞRÖSTUR EMILSSON OG BOGI ÁGÚSTS-
SON Verða á vaktinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGGI JÓNS