Tíminn - 07.01.1979, Síða 21
Sunnudagur 7. janúar 1979
en tíu dögum eftir að-
gerðina og Bótólfur
annaðist hann þangað til.
Þegar tíu dagarnir voru
liðnir fékk hann að æfa
vængina. Bótólfur kenndi
honum að beita vængjun-
um og eftir tuttugu daga
mátti hann reyna að
fljúga.
Bótólfur var mjög
spenntur. Palli var
viðstaddur. Hemmi
froskur blakaði vængjun-
um á klettasyllunni skæl-
brosandi svo það sást að
tvær tennur vantaði.
„J æ j a s a g ð i
Bótólfur„nú skaltu reyna
þá. Stökktu fram af."
Palli spennti greipar og
Bótólfur vafði bókina
örmum. Hemmi froskur
stokk himinlifandi fram
af syllunni. Hann biakaði
vængjunum eins hratt og
hann gat svo fiðrið
kurlaðist úr þeim, það var
eins og þeir væru of stórir
fyrir hann hann gat ekki
valdið þeim. Hann
hrapaði. En rétt áður en
hann skall á jörðina náði
hann jafnvæginu og tókst
að ryðja loftinu aftur
fyrir sig á réttan hátt.
Hlann gat flogið. Hann
blakaði vængjunum fim-
iega og smaug í gegnum
loftið. En froskalappir-
nar tóku sundtökin með.
Hann flaug hátt upp og
stakk sér niður í skógar-
þykknið flaug grein af
grein. Hann var eitt sól-
skinsbros í framan. Palli
gaf uglunni oinbogaskot
og uglan kinkaði kolli.
Rigningar kvöld eitt
nokkrum dögum seinna
sat Palls í íbúð sinni og
lagði kapal. Hann var í
slopp og ætlaði von
bráðar að leggjast til
svef ns. Þá heyrði hann að
bankað var á útidyrnar.
Hann vissi ekki hver það
gat verið. En þegar hann
fór til dyra kom Hemmi
froskur í Ijós. Hann var
niðurlútur og bað um að
fá að koma inn. Regn-
vatnið draup af honum.
Palli lánaði honum and-
klæði til að þurrka væng-
ina.
„Af hverju ertu svona
dapur?" sagði Palli.
„Æ, það var svo sem
ekkert sérstakt," sagði
froskurinn dauflega.
„En eitthað er að?"
„Ég er búinn að fljúga
um alla eyjuna hátt og
lágt og ég er búinn að
f Ijúga hátt upp í himininn
en það er í raun og veru
ekkert skemmtilegra að
fljúga en kafa."
„Nú."
„Það þýðir ekkert að
láta breyta sér. Ég vil
ekki hafa þessa vængi."
„Nú líst mér á þig. Ég
efast um að Bótólfur vilji
taka vængina af þér aft-
ur hann var einmitt svo
ánægður með árangur-
inn," sagði Palli.
„Já en hann verður að
gera það. Ég vil bara
vera froskur," sagði
Hemmi og gerði sig lik-
legan til að skæla.
Pall i páf agaukur
nuddaði sér um ennið og
andvarpaði.
21
• *5-' • • - X’f- V.,'
barnatíminn
Umsjón: Sigrún Björnsdóttir
Geturðu?
Hér eru sex f löskur. Þrjár með vökva og þrjár tómar.
Getur þú nú víxlað flöskunum þannig, að vökvi sé í
annarri hverri flösku? Þú mátt aðeins hreyfa eina
flösku.
Svar í næsta Barna-Tíma
W ' '
Getur
þú
reiknað?
Getur þú reiknað út hve
margir sléttir fletir eru á
þessum demanti?
Svar i næsta Barna-
Tíma
Litla gáta
Ef þið eruð dugleg að deila með 4 þá er hér skemmti-
legt verkefni. Þið litið alla þá f leti sem í eru tölur, sem
deilanlegar eru með 4, þá kemur út mynd. Þið skuluð
bara nota einn og sama litinn.
Börnin
hans Bamba
dftir Felix Salter
Þýð. Stefán Júlíusson
„Jæja, karlinn", æpti Númi. „Nú skaltu vara
þig"
Númi rann á Búa á ný. En I þetta sinn vék Búi sér
ekki undan. Hann stóð sem klettur og spyrnti við
öllum fótum. Númi hrökk undan honum og féll á
afturfæturna.
„Jæja karlinn", æpti Númi, „nú skaltu vara þig."
Númi rann á Búa á ný. En I þetta sinn vék Búi sér
ekki undan. Hann stóð sem klettur og spyrnti öllum
fótum. Númi hrökk undan honum og féll á aftur-
fæturna.
„Þú getur fengið slæman höfuðverk af þessu",
sagði Búi.
Númi rann á hann enn á ný, og nú stóðu þeir hvor
gegn öðrum og hornin kræktust saman. Loks gat
Númi losað sig. Þá hentist Búi á hann. Þeir skullu
saman af feikna-afli. Númi hrasaði. Búi notaði þá
tækifærið. Hann greiddi honum ógurlegt högg undir
nárann. Númi féll aftur fyrir sig og valt um hrygg.
Búi færði sig aftur á bak og beið nýrrar árásar.
Litla stund heyrðist ekkert hljóð nema hvæsandi
andardráttur keppinautanna. Síðan brölti Númi á
fætur með erfiðsmunum.
„Númi", sagði Búi, „nú erum við búnir að berj-
ast. Nú skulum við vera vinir.
7. Bambi
Eitt sinn um sumarið heyrðist greinilega í eld-
prikinu í skóginum. MAÐURINN var kominn mjög
nálægt. Þetta var ungur maður með nýja byssu.
Hann var f jórtán ára, og skógarvörðurinn .hafði
Framh. í næsta Barna-Tíma.