Fréttablaðið - 14.11.2006, Side 54

Fréttablaðið - 14.11.2006, Side 54
Mannanafnanefnd heyrir sögunni til eða það er að minnsta kosti álit nokkurra þingmanna sem vilja leggja niður þessa einu umdeildustu stofnun síðari tíma. Áratugum saman hefur þessi hópur nokkurra manna og kvenna ráðið því hvað Íslending- ar mega og mega ekki heita. Hvað sé best fyrir börnin – forræðishyggja eins og hún gerist best. „Foreldrum hlýtur að vera best treystandi fyrir því að nefna börn sín,“ sagði vara- þingmaður í samtali við sjónvarps- stöð. Ó, jú, svo lengi sem nöfnin eru ekki meiðandi eða særandi fyrir börnin sjálf. Nöfn eins og Satan eða eitthvað þaðan af verra. Hvað þá með Jesús? Hjá fræga fólkinu úti í heimi hefur það tíðkast að nefna börnin óvenjulegum nöfnum sem þau bera svo alla ævi. Þannig á frægur söngv- ari og Íslandsvinur dóttur sem ber sama nafn og vinsæll ávöxtur og virt tölvufyrirtæki. Önnur hjón og ekki síður þekkt nefndu frumburð sinn eftir staðnum þar sem hann kom undir. Þegar mannanafnanefnd heyrir sögunni til fara Íslendingar kannski að heyra nöfn á borð við Herjólfsdalur, Sauðárkrókur eða Kirkjubæjarklaustur, allt eftir því hvar getnaður átti sér stað. Varla getur það verið meiðandi fyrir börn að heita eftir þekktum stöðum á landinu eða góðum og hollum ávöxtum. Hver veit nema Kúrbít Freysson verði brátt að finna á sim- askra.is. Þegar ég leit dagsins ljós í fyrsta skipti eftir áreynslulaust níu mán- aða ferðalag í móðurkviði datt eldri bróður mínum nafnið „Krummi“ fyrst í hug enda voru hárin á höfðinu fleiri en hjá mörgum hvítvoðungn- um og biksvört. Mannanafnanefnd hefði væntanlega skorist í leikinn ef uppástungan hefði orðið að alvöru. Hún lét hins vegar lítið heyra í sér þegar undirritaður var skírður í höf- uðið á ömmu sinni, veit reyndar ekk- ert hvort nafnið fór fyrir dóm nefnd- arinnar. Held reyndar að því hafi verið svindlað í gegn. Framhjá þess- ari ógurlegu nefnd sem nú sér fram á endalok sín.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.