Fréttablaðið - 14.11.2006, Side 24
Eyjólfur Þorkelsson og Stefán
Ágúst Hafsteinsson, lækna-
nemar við Háskóla Íslands,
eru í forsvari fyrir nýstofnað
Lýðheilsufélag læknanema.
Fyrirmyndin er fengin frá
alþjóðasamtökum lækna-
nema, IFMSA, en starfsemin
er þróuð í samvinnu við
Skrifstofu kennslu, vísinda og
þróunar (SKVÞ) á Landspítala
- háskólasjúkrahúsi og aðra
sérfræðinga þar.
Lýðheilsustarf er að verða enn
sýnilegra en fyrr. En ekki allir
vita um hvað það snýst í raun og
veru.
„Lýðheilsa snýst um sameigin-
lega vinnu samfélagsins sem
heildar til að fyrirbyggja sjúk-
dóma, efla heilsu og lengja líf
almennings,“ segir Eyjólfur Þor-
kelsson. Upplýsingar frá Alþjóða-
heilbrigðisstofnunni, WHO, benda
til að heilbrigðiskerfið eitt og sér
ráði einungis 10 til 20 prósentum
af raunheilbrigði þjóða. „Það eru
fjölmargar og samsettar ástæður
fyrir langflestum sjúkdómum og
skýrustu dæmin eru ef til vill
reykingar og fátækt sem eru ekki
afmörkuð heilbrigðisvandamál,
heldur snerta fleiri hliðar samfé-
lagsins,“ segir Eyjólfur og heldur
áfram. „Heilbrigði byggist á lík-
amlegri, félagslegri og andlegri
vellíðan og með þverfaglegu sam-
starfi má vinna að heilsueflingu
og almenningsfræðslu á breiðum
grunni. Við viljum einfaldlega
leggja okkar af mörkum,“ segir
Eyjólfur.
Samnemi Eyjólfs, Stefán Ágúst
Hafsteinsson, tekur í sama streng.
„Markmiðið er að virkja einstakl-
inginn til að vinna að eigin heil-
brigði á sínum forsendum.“
Stofnfundur félagsins er fram-
undan og nú eru virkir félagar
um fimmtán talsins sem allir
vinna sjálfboðavinnu. „Það er
nauðsynlegt að hafa eitthvað upp-
byggilegt fyrir stafni utan náms-
bókanna á sama tíma sem starfið
tengist náminu beint,“ segir Eyj-
ólfur.
Læknanemarnir fá leiðsögn og
góðan stuðning frá sérfræðingum
á Landspítalanum. „Öll verkefni
og skrif sem við sendum frá okkur
fer í gegnum okkar leiðbeinendur
sem eru sérfræðingar á ýmsum
sviðum læknavísindanna, svo við
eigum mjög góða að í þessu starfi,“
segir Stefán Ágúst. Einnig er
félagið í sambandi við Lýðheilsu-
félag Íslands og Geir Gunnlaugs-
son lækni sem er í forsvari þar.
Eitt af verkefnunum er bangsa-
spítali sem hefst vonandi í vor.
„Börnin koma með bangsana sína í
skoðun til okkar og eru þá í hlut-
verki foreldranna,“ segir Stefán
Ágúst. „Erlendar rannsóknir sýna
að þau börn sem hafa komið á
bangsaspítala eru minna hrædd
við lækna, bæði sem börn og eins
þegar þau verða fullorðin.“
Bangsaspítalinn er því forvarna-
starf og markmiðið að fræða börn-
in með leik.
Önnur mál sem brenna á Lýð-
heilsufélaginu er að leiðrétta mis-
skilning varðandi heilbrigði og
líkamann og nefnir Eyjólfur þar
umræðuna um geðsjúkdóma sem
dæmi. Einnig er á döfinni að efla
umræðuna um líffæra-, blóð- og
stofnfrumugjafir og jafnvel vinna
markvisst að því að fjölgja gjöf-
um.
Stefán Ágúst segir félaga vera
ólgandi af hugmyndum og hlakka
til að taka á móti fleiri verkefnum
og hefjast handa. „Aðalmarkmiðið
er að fræða almenning og virkja
sem flesta til að taka þátt,“ segir
Eyjólfur.
Lýðheilsufélag læknanema
verður með vikulega pistla í
Fréttablaðinu sem hefjast um
miðjan nóvember.
Læknanemar fræða lýðinn
Vonir eru bundnar við nýtt
lyfjapróf sem hefur verið sett
á markaðinn til að klekkja á
óprúttnum íþróttamönnum.
Prófið er fyrsta sinnar tegundir en
það gerir lyfjaeftirlitum kleift að
greina minnstu agnir af prótíni,
svokölluðu synacthen, í blóðinu.
Prótín þetta örvar hormóna-
framleiðsu líkamans og eykur
afkastagetu þeirra sem neyta þess.
Er það því ólöglegt þar sem það
veitir íþróttamönnum ósanngjarnt
forskot á andstæðinga sína.
Hingað til hefur ekki verið
hægt að greina téð prótín með
lyfjaprófum, sem duga yfirleitt til
að finna út hvort viðkomandi hefur
sprautað sig með hormónum.
Nýja lyfjaprófið markar því
tímamót í baráttunni gegn neyslu
íþróttamanna á ólöglegum efnum.
Eru vonir bundnar við að það verði
til þess að íþróttamenn hugsi sig
tvisvar um áður en þeir nota slík
efni sjálfum sér til framdráttar.
Ýmsir óttast þó að lyfjaprófið
dugi skammt þar sem ósvífnir aðil-
ar leita sífellt nýrra leiða við að
þróa og framleiða ólögleg efni sem
smjúga fram hjá lyfjaeftirlitum.
Frá þessu er greint á fréttavef
BBC, www.bbc.co.uk.
Hert lyfjaeftirlit líffæri }
www.svefn.is