Fréttablaðið - 14.11.2006, Side 60

Fréttablaðið - 14.11.2006, Side 60
Nafn Heather Mills bar á góma í viðtali sem hin virta sjónvarpskona Daphne Barak tók við vopnasalann Adnan Khas- hoggi. Því hefur lengi verið haldið fram að fyrir- sætan og fyrrum eigin- kona Pauls McCartney hafi gert sig út sem vænd- iskona á árum áður og Khashoggi hafi verið einn viðskiptavinanna. Talið er að fortíð Mills gæti verið dregin fram þegar skiln- aður hennar og Bítilsins Pauls McCartney verður tekinn fyrir í breskum réttarsölum snemma á næsta ári en deilur þeirra virðast nú vera í rénun eftir að hafa verið á forsíðum götublaðanna í Bretlandi undanfarnar vikur. Frá því er greint í netútgáfu Daily Mail að Khas- hoggi hafi viðurkennt að Mills hafi sótt teiti hjá sér á Marbella árið 1988 en vildi hins vegar ekki stað- festa það beint að hann hefði greitt henni fyrir að sofa hjá sér. „Hverjum er ekki sama?“ svaraði Khashoggi þegar sjón- varpskonan Barak gekk á hann með spurningar um Mills. Tvær fyrrverandi fylgdarkonur hafa báðar lýst því yfir í fjölmiðlum á undanförnum árum að Mills hafi átt í nánum samskiptum við ríka karla gegn greiðslu en fyrirsætan hefur ávallt neitað öllum ásökunum. Khashoggi sagði að þetta væru deilur milli kvenna en neitaði hins vegar að hreinsa mannorð Mills. Hann vildi þó að Bretar sýndu Heather meiri samúð á þessum erfiðu tímum. „Mills fann mann sem hún elskaði en hún hefði mátt leggja harðar að sér í hjónabandinu,“ sagði Khashoggi. Neitar að hreinsa mannorð Mills Köngulóarmaður- inn Tobey Ma- guire hefur eign- ast sitt fyrsta barn með unn- ustu sinni, Jenni- fer Meyer. Eign- uðust þau stúlku á sjúkrahúsi í Los Angeles. Maguire, sem er 31 árs, er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Spiderman- myndunum. Hann hefur einnig leikið í myndum á borð við The Cider House Rules og The Wonder Boys. Spider Man eignast barn Bono, söngvari U2, söng óvænt dúett með Kylie Minogue á tón- leikum hennar í Ástralíu. Sungu þau lagið Kids sem Kylie söng upphaflega með Robbie Williams. „Það er svo mikill heiður fyrir þig að koma fram með mér,“ sagði Kylie í léttum dúr er hún kynnti Bono til sögunnar. Þetta voru aðrir tónleikar Kylie eftir að hún sneri aftur úr veikindum sínum. Söng dúett með Bono Svo virðist sem allt sé búið milli Siennu Miller og Judes Law, eða hvað? Fjölmiðlar hafa ekki getað treyst einni einustu frétt af par- inu sem hefur verið sundur og saman síðastliðið ár og fáum kæmi það á óvart ef skötuhjúin birtust á næstu dögum með þá yfirlýsingu að allt væri í himna- lagi. Slúðurblaðið People hefur eftir nánum vinum hjónaleysannna að þau hafi fengið nóg af hvort öðru en ákvörðunin hafi verið tekin í sameiningu. „Þau hafa reynt að láta þetta ganga en mistekist. Bæði Jude og Siennu líður illa yfir þessu en halda að þetta sé þeim fyrir bestu,“ sagði vinurinn í sam- tali við blaðið. Talsmenn parsins vilja ekkert tjá sig um það en vinahópurinn í kringum þau virð- ist sannfærður um að öllu sé lokið. „Börnin skipta Jude mestu máli og það fer illa í Siennu,“ er haft eftir nánum vini leikkonunnar. Sienna og Jude slitu sambúð- inni eftir að bresku blöðin birtu fréttir af ástarsambandi hans og barnfóstru barna hans og Sadie Frost. Þau náðu síðan aftur saman en voru fljót að skilja eftir að sömu blöð komust á snoðir um einnar nætur gaman Miller og Daniels Craig. Parið ákvað síðan að reyna að blása nýju lífi í glæð- urnar og vonuðust fjölskyldur þeirra beggja að hið versta væri yfirstaðið en sá draumur varð ekki að veruleika... í bili. Allt búið hjá Jude og Siennu Nýja viðbótin á verslunarmark- aðnum, Liborius við Mýrargötu, hefur gefið sig út fyrir að vera ekki bara fataverslun. Það var aldeilis sýnt og sannað á laugar- daginn en þá hélt Daníel Ágúst Haraldsson tónleika inni í búðinni með fullskipaða hljómsveit. Í versluninni er svið og hefur eig- andinn, Jón Sæmundur Auðarson, sagt að svona uppákomur verði reglulega í búðinni, en þá verður fatnaðurinn tekinn í burtu, enda allar innréttingar færanlegar. Fjölmenni var á tónleikunum og virtust allir skemmta sér hið besta. Frábær byrjun á nýjasta tónleikastaðnum í borginni Bandaríski leikarinn Jack Palance er látinn, 87 ára að aldri. Ferill Palance spannaði sex áratugi. Hann vann Óskarinn árið 1992 fyrir gamanmyndina City Slick- ers. Vakti hann mikla athygli þegar hann gerði armbeygjur með annarri hendi er hann tók á móti verðlaununum. Palance var jafnframt til- nefndur til Óskarsins fyrir myndirnar Sudden Fear og vestrann Shane. Palance lætur eftir sig eiginkonu og tvær dætur. Jack Palance er látinn Strákarnir í hinni fornfrægu hljóm- sveit Take That segjast ekkert sakna Robbie Williams. Þeir Gary Barlow, Howard Donald, Mark Owen og Jason Orange ákváðu að sameina sveitina á ný eftir langa pásu en Robbie Williams, sem hefur náð mestri frægð af þeim öllum, ákvað að vera ekki með. Nú segja kapparnir að Robbie hefði ekki passað í hópinn eins og hann er núna. „Aðdáendur okkar gætu verið á annarri skoðun en ég er viss um að hann hefði ekki getað verið í hljómsveit með okkur. Við þekkjum hann ekki lengur,“ segir Howard Donald. Sakna ekki Robbie Látum ekki fylgifiska skammdegisins leggja okkur í rúmið. Styrkjum mótstöðuaflið, höldum heilbrigði og hreysti með varnarefnum náttúrunnar. Láttu sérhæft starfsfólk okkar aðstoða þig við val á vítamínum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.