Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 13
Miðstjórn Frjálslynda
flokksins hefur sent frá sér
yfirlýsingu þar sem því er fagnað
að umræða um málefni innflytj-
enda sé hafin í samfélaginu.
Miðstjórnin harmar einnig „að
verið sé að ala á fordómum
gagnvart flokknum fyrir að vekja
athygli á og hefja umræðu um
þessi mál“.
Í yfirlýsingunni er tekið fram
að „öll mismunun í garð trúarhópa
eða ólíkra menningarheima er ekki
í anda Frjálslynda flokksins“.
Miðstjórnin fagnar því að fresta
eigi frjálsu flæði frá Rúmeníu og
Búlgaríu, sem og átaki í íslensku-
kennslu fyrir útlendinga.
Harma fordóma
í garð flokksins
Erlend alþjóðafyrirtæki
vilja ekkert frekar en að geta
borgað á einum stað í lífeyrissjóða-
kerfi sem hentar öllum starfsmönn-
um sínum. Þarna er tækifæri fyrir
íslenska sjóði, sem eru með þróað
kerfi sem hentar vel breyttum
aðstæðum á alþjóðlegum lífeyris-
markaði, en þær stafa af því að fólk
lifir lengur og fer fyrr á eftirlaun.
Þetta sagði Tryggvi Þór Herberts-
son, prófessor við Háskóla Íslands.
Til þessa, segir Tryggvi, þarf
m.a. að laga íslensk lög um
lífeyrissjóði að erlendum lögum,
skilgreina nánar stoðir lífeyrisins
og markaðssetja Ísland sem
miðstöð lífeyrisrekstrar.
Markaðssettir
erlendis
Haldið var upp á sextíu ára
afmæli Vestmannaeyjaflugvallar
með pomp og prakt á laugardag-
inn. Afmælið var haldið á vellinum
sjálfum að viðstöddu nokkru
fjölmenni, þrátt fyrir að mörg
fyrirmenni úr flugheiminum á
Íslandi gætu ekki mætt vegna þess
að ekki var byrjað að fljúga milli
lands og eyja þegar athöfnin hófst.
Bragi Í. Ólafsson, umdæmis-
stjóri Flugfélags Íslands, tók við
fyrstu kökusneiðinni frá starfs-
mönnum Flugmálastjórnar. Í
flugstöðinni var hægt að berja
augum myndir og skjöl úr safni
vallarins.
Vestmannaeyja-
völlur 60 ára
Fiskafli í október var
87.230 tonn sem er svipað og á
sama tíma í fyrra.
Botnfiskaflinn í október var
40.943 tonn sem er 838 tonnum
minna en í október í fyrra. Þorsk-
og ýsuafli var rúmlega þrjú
þúsund tonnum minni í ár. Á móti
samdrætti í botnfiskafla vó meiri
afli í ufsa og karfa í ár. Þar sem
þorskur og ýsa er talsvert
verðmætari afli en ufsi og karfi
má reikna með að verðmæti
októberaflans sé minna en í fyrra.
Síldaraflinn í október var
rúmlega 43 þúsund tonn eins og í
fyrra.
Heildaraflinn í ár var í lok
október orðinn 1.142.451 tonn sem
er 355 þúsund tonnum minni afli
en á sama tíma í fyrra sem stafar
af minni loðnuafla í ár.
Minna verð-
mæti en í fyrra
70 prósent þeirra sem heyra raddir
hafa lent í áföllum segir Ron Coleman, fyrirles-
ari á ráðstefnu Rauða krossins um geðklofa.
Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur
var ein þeirra sjötíu sem sóttu ráðstefnuna og
var hún mjög hrifin af nálgun Rons Coleman á
heimi þeirra sem heyra raddir.
„Coleman á sér merkilega sögu en hann var
inni og úti af geðdeildum í tíu ár vegna radda
sem hann heyrði og heyrir enn. Það var ekki
fyrr en hann komst í kynni við samtök fólks
sem heyra raddir að hann fór að ná bata,“ segir
Guðbjörg.
„Í samtökunum er það viðhorf ríkjandi að
raddirnar séu raunverulegar en ekki líffræði-
legt fyrirbæri sem hægt sé að lækna með lyfj-
um. Coleman hefur einnig lesið sér til um rann-
sóknir sem sýna að aðeins 33 prósentum þeirra
sem heyri raddir gagnist lyf en í 67 prósentum
tilfella þurfi annað og meira til. Coleman komst
að því að meirihluti þeirra sem heyra raddir
hefur lent í áföllum en hann var misnotaður af
kaþólskum presti aðeins tíu ára gamall.“
Guðbjörg nálgun Colemans mjög merkilega.
„Einkennin þykja yfirleitt benda til geðklofa,
sem hægt er að halda niðri með lyfjum. Cole-
man er hins vegar mikill efasemdamaður sjúk-
dómsgreininga en leggur þess í stað áherslu á
að fólk taki ábyrgð á eigin lífi og flýti þannig
batanum.
Vill að fólk taki ábyrgð á eigin lífi
Engar hömlur á verslun
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Að gefnu tilefni skal það tekið fram og ítrekað að þrátt fyrir nýjar öryggisreglur
geta farþegar eftir sem áður keypt allan vökva, krem og aðrar snyrtivörur
á frísvæði Flugstöðvarinnar hvort heldur sem þeir eru að fara af landi brott eða
koma til Íslands.
Allar upplýsingar um verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nýjar öryggisreglur er
að finna á heimasíðu Flugstöðvarinnar www.airport.is