Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 1
Snær Seljan Thordoddsen lærði glímu af föður sínum og hefur nú náð langt á sínu sviði.„Ég hef æft glímu frá 10 eða 11 ára aldri,“ segir Snær sem er nú 23 ára gamall. „Faðir minn Þórólfur Helgason vakti upphaflega áhuga minn, en hann keppti á árum áður í glímu og kenndi hana síðan í heimabæ mínum Reyðarfirði, þang- að sem glíman á rætur að rekja.Snær fór ungur að aldri með föður sínum suður til að fylgjast með glímumótum og fannst spennandi að sjá hversu miklir afreksmenn tókust þar á. „Íþróttin höfðaði til mín sem lítils gutta vegna þess hversu hörð og karlmannleg hún leit út fyrir að vera,“ útskýrir hann og hlær við tilhugsunina. Faðir Snæs kenndi honum öll grunnatriðin í glímu og segir hann samstarf þeirra feðga hafa gengið vonum framar. „Þegar við fluttum suður hafði hann kennt mér allt sem hann kunni þannig að ég fékk frekari tilsögn hjá KR og hef eftir það æft mig mestmegnis sjálfur,“ segir Snær ennfremur. Snær æfir nú sex sinnum í viku, þar af einu sinni hlaup, tvisvar sinnum glímu og þrisvar sinnum kraftlyftingar. Að hans sögn byggja kraftlyftingarnar og hlaupið á æfingará- ætlun svipaðri þeirri og Ólympíufararnir í frjálsum íþrótt- um árið 2008 fara eftir.Snær segist jafnframt leggja áherslu á hollt mataræði til að halda sér í góðu formi. Hann neytir að meðaltali sex mál- tíða á dag, borðar mikið af skyri og drekkur töluvert af vatni. „Holl fæða er ekki síður nauðsynleg og góð hreyfing ætli maður sér að ná langt í glímunni,“ segir hann og bætir við að það eigi við um alla sem vilji skapa sér nafn í íþróttum. Krullan nýtur vaxandi vinsælda Lærði glímu af föður sínum Vetrarlíf [ SÉRBLAÐ UM ÚTIVIST OG HREYFINGU – ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 ] VAXANDI VINSÆLDIRKRULLU Ný vetraríþrótt fyrir allaBLS. 2 NÓG AF SNJÓSkíðaferðir erlendis BLS. 4 VAL Á SKÍÐAÚTBÚNAÐIRéttur búnaður mikilvægur BLS. 6 SVALT Á SVÖLUM VETRITöff vetrarjakkar BLS. 8 GÓÐUR FÉ EFNISYFIRLIT BRETTASTELPAHrönn Kristjánsdóttir gefurstrákunum ekkert eftir. SJÁ BLS. 2 PURE VISIONAugnlinsur fyrir skíðamennSJÁ BLS. 11 Vekur hörð viðbrögð á Írlandi Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás til lögreglunnar í Kópavogi, þar sem fimm piltar koma við sögu. Nokkrir þeirra, eða allir, réðust að honum við verslun í Kópavogi og gengu í skrokk á honum. Maðurinn, sem er frá Portúgal en hefur verið búsettur hér um nokkurt skeið, kærði líkamsárásina sem slíka en jafnframt að hún hefði verið gerð á forsend- um kynþáttafordóma. Maðurinn fór í verslunina 10-11 við Engi- hjalla á á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku til að kaupa hluti sem hann vanhagaði um. Þegar hann kom inn í verslunina voru piltarnir þar fyrir. Þeir gerðu hróp að honum og hreyttu í hann ónotum og svívirðingum sem meðal annars vörðuðu útlendingslegt útlit hans. Eftir því sem næst verður komist skipuðu þeir honum að snauta heim og viðhöfðu fleiri ummæli sem beindust að því að hann væri útlendingur og ætti að hafa sig á burt. Maðurinn fór við svo búið út úr versluninni. Ekki er með öllu ljóst hvað gerðist á planinu fyrir framan verslunarmiðstöðina, en maðurinn segir að piltarnir hafi ráðist að sér þar og gengið í skrokk á sér. Hann flúði aftur inn í verslunina, en þá hafði afgreiðslumaðurinn áttað sig á því að ekki væri allt með felldu og ýtt á öryggishnapp við kassann. Hnappurinn er beintengdur við lögregluna sem kom skömmu síðar á vettvang. Rannsókn lögreglunnar er vel á veg komin, en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins neita piltarnir að hafa haft uppi kynþáttafor- dóma og ráðist á manninn af þeim sökum. Á myndum úr öryggismyndavél í versluninni mátti sjá að maðurinn og piltarnir höfðu verið inni í versluninni en engin átök voru sjáanleg þar. Maðurinn sem kærði árásina á íslenska eiginkonu og barn hér á landi. Hann var marinn og lerkaður eftir árásina. Kærir kynþáttafordóma Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás og kynþáttafordóma. Hann er ættaður frá Portúgal en hefur búið hér um skeið ásamt eiginkonu sinni og barni. Hann segir piltana hafa gengið í skrokk á sér. FORSALAN Á NÝJU JAMES BOND MYNDINA ER HAFIN Á MIDI.IS/BIO HEIMSFRUMSÝND 17.11.2006 midi.is/bio FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is Brottkast þorsks, ýsu, ufsa og gullkarfa tvöfald- aðist á milli áranna 2004 og 2005, samkvæmt nýrri skýrslu, sem birt er á vefsíðu Hafrann- sóknastofnunar. Brottkast þorsks var 2.594 tonn í fyrra eða 1,27 prósent af lönduðum afla. Meiri athygli vekur að brottkast ýsu var 4.871 tonn árið 2005, eða 5,24 prósent af heildarafla. Þetta er talsvert hærra hlutfall en var árið 2004, þegar það mældist 3,1 prósent. Í tonnum talið er þetta mesta brottkast ýsu síðan árið 2001. Ólafur K. Pálsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofn- un, kom að gerð skýrslunnar. Hann segir að skýringu á auknu brottkasti ýsu megi finna í því að árið 2005 hafi ýsukvóti verið um það bil tvöfalt meiri en tveimur árum áður, einnig að nú veiðist meira af smáfiski. Því megi segja að þróunin síðustu tvö ár hafi verið óhagstæð. Hins vegar hafi umgengni manna við auðlindina breyst heilmikið til hins betra til lengri tíma séð. „Þetta er auðvitað ekki sú þróun sem við viljum sjá, að brottkast aukist. Við teljum þó að þetta sé ekki eins slæmt og var hér á árum áður, til dæmis á síðasta áratug, eða fyrir tuttugu árum síðan. Þá var mun meira um brottkast, enda var það ekki ólöglegt þá.“ Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Laugavegi 84 um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Þar var laus eldur í risinu. Fólk sem var á neðri hæðum hússins var látið yfirgefa bygginguna en enginn reyndist vera á rishæðinni. Þar var eldur laus í geymslu. Greiðlega gekk að slökkva og barst eldur ekki út frá rishæðinni í aðrar íbúðir hússins. Eftir að slökkviliðið hafði ráðið niðurlögum eldsins var unnið að reykræstingu rishæð- arinnar. Eldsupptök eru ekki ljós og vinnur lögreglan nú að rann- sókn á upptökum eldsins. Eldur í mann- lausu risi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.