Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 59
Gulldrengur var heitið sem Eva María Jónsdóttir valdi Ólafi Jóhanni Ólafssyni í kynningu sinni fyrir drottningarviðtal rík- issjónvarpsins á sunnudaginn. Ýmsir áttu nú von á að Eva klifi tinda og talaði til dæmis við Hann- es Pétursson um nýja ljóðabók hans en hún var við sitt heygarðs- horn: tengsl ritstjórnar og aug- lýsinga verða stundum undarlega skýr hjá ríkisstarfsmönnunum. Ólafur Jóhann er semsagt að gefa út nýja bók á Íslandi. Raunar kemur hún út í Bandaríkjunum um svipað leyti, eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Nýja verkið er smásagnasafn, þematengt, tólf sögur sem allar bera heiti mánað- anna og hefst safnið í byrjun árs. Ólafur tileinkar safnið fyrsta for- leggjara sínum, Ólafi Ragnars- syni, enda á hann þar skuld að gjalda: Ólafur smíðaði metsölu- höfundinn Ólaf Jóhann úr engu með yfirlýsingaglaðri herferð í hvert sinn sem skáldið sendi frá sér nýjan texta. Þarmeð var Ólaf- ur settur á bás, eða hent upp á stall væri nákvæmara. Á kápu Aldingarðsins segir útgefandinn: „Sjaldan hefur Ólafi Jóhanni tek- ist eins vel upp og í þessari bók“ sem er eins og hvert annað skrum. Safnið byggist að vanda á fág- uðum og á stundum fornfálegum stíl hans, en er fjarri því að honum hafi sjaldan tekist betur. Hinar stóru skáldsögur hans eru miklu metnaðarmeiri verk og verða að skoðast í þeim skala, víðar og flóknar sögur sem heimta miklu meira þan í frásögn, fléttu og stíl. Svo því sé haldið til haga. Ólafur er raunar merkilegt fyrirbæri að mörgu leyti: fyrsti höfundurinn sem á heimili í tveimur löndum og stefnir á tví- tyngdan feril síðan þá leið Gunn- ar og Jóhann Sigurjónsson. Hann er metnaðargjarn vel og ekki dregur fjárhagsleg velgengni hans og frami úr áhuga, þótt pen- ingapokinn þyngi honum göngu á skáldabrautinni – að sumra áliti að minnsta kosti. Heyrt hef ég mæta menn halda því fram að hann skrifi bestsell- era upp á amerískan máta. Smá- sögur hans í þessu safni eru allar í klassískum stíl smásögumeist- ara á borð við Maupassant og Tjekov. Lýsing á tilteknum aðstæðum, fyrr og síðar, í lífi per- sóna, þar sem sögumaður stekkur inn og lýsir hugarþeli og fram- göngu, boðar jafnvel háskann sem yfir vofir. Ólafur leggur að vanda mikið úr þeim hluta borg- araskaparins sem hann hefur haft fyrir augunum: íslenskir menn á austurströndinni, betur sett efri millistéttarfólk í snert- ingu við talsverðan auð. Það virðist flestallt lifa án þess að hafa fjár- hagslegar áhyggjur, fer satt í sína sumar- bústaði, hér heima eða á Long Island. Þar er drykkju- skapur undan- tekning, enginn blæs úr nös, eða sýgur í hana, hvað þá að menn fái almennileg kjaftshögg. Þetta er átakalítill heim- ur. Samt tekst Ólafi víða að láta allt hrynja kringum sitt fólk og víða á býsna áhrifamikinn hátt. Svo verður að færa það til bókar að hér er settur saman sveigur af sögum og verður að skoða þær líka frá því sjónar- horni. Hver mánuður vísar ekki aðeins til söguaðstæðna, heldur hefur hann líka með átökin að gera. Þetta er víða fallega leyst hjá skáldinu. Þar vantaði að mínu mati mest í haustrigningar og vetrarstorma. Safnið líður nokk- uð fyrir það þegar á líður. Ólafur er enginn nýliði lengur á íslenskum skáldabekk og hann á ekki að líða fyrir auglýsinga- skrum útgefenda sinna: hann er gjörhugull höfundur með óvenju- legar stílgáfur, einn á báti í íslenskum skáldahóp: Hann skynjar frásögn sína alla jafna í skýrum boga og sækir viðfangs- efni víðar og utar en flestir hér gera. Texti hans er þægilegur aflestrar og í þessu safni megnar hann margoft að koma lesanda sínum í opna skjöldu með snjöll- um lausnum sem lesandi sér eftir á að hyggja að eru óumflýjanleg örlög eða sjálfskaparvíti. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfis- götu 18, í kvöld. Hljóm- sveitin Retro Stefson leikur nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson lækn- ir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu pal- estínsku landi og ástand- ið á Gaza. Gaza Strip er 74 mínútna heimildar- mynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Mynd- in er á arabísku, en með ensk- um texta. Í henni gefur leikstjór- inn James Longley áhorfandanum innsýn inn í daglegt líf íbúa Gaza- strandarinnar og þær hörmung- ar sem venjulegir Pal- estínumenn mega þola í skugga átaka og her- náms. Myndin er tekin yfir þriggja mánaða tímabil sumarið 2001 og varð tökuliðið tvisvar fyrir skotárásum her- námsliðsins meðan á tökum stóð. Síðan hún var gerð hefur herinn hörfað að landamærum Gaza og yfirgefið ísra- elskar landránsbyggð- ir á svæðinu. Rúmlega milljón Palestínumönn- um á svæðinu er hins vegar enn haldið í heljargreipum með inni- lokunum og árásum. Dagskráin hefst kl. 20.00 með nokkrum lögum Retro Stefson, sem leika órafmagn- að. Kvikmyndasýningin hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Gaza-ströndinÚr aldingarði Ólafs Jóhanns Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Batta- glia di Algeri. Í kvöld og á laugar- dag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmynda- safnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontec- orvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósig- ur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír- ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Pal- estínu og Líbanon. Myndin spegl- ar heimskulegar tilraunir stjórn- valda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjá- kvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekk- ar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar mynd- ir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mann- kynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorf- endur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildar- mynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlist- ina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta. Orrustan um Alsír sýnd PANTAÐU Í SÍMA WWW.JUMBO.IS 554 6999 SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.