Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 59

Fréttablaðið - 14.11.2006, Page 59
Gulldrengur var heitið sem Eva María Jónsdóttir valdi Ólafi Jóhanni Ólafssyni í kynningu sinni fyrir drottningarviðtal rík- issjónvarpsins á sunnudaginn. Ýmsir áttu nú von á að Eva klifi tinda og talaði til dæmis við Hann- es Pétursson um nýja ljóðabók hans en hún var við sitt heygarðs- horn: tengsl ritstjórnar og aug- lýsinga verða stundum undarlega skýr hjá ríkisstarfsmönnunum. Ólafur Jóhann er semsagt að gefa út nýja bók á Íslandi. Raunar kemur hún út í Bandaríkjunum um svipað leyti, eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum. Nýja verkið er smásagnasafn, þematengt, tólf sögur sem allar bera heiti mánað- anna og hefst safnið í byrjun árs. Ólafur tileinkar safnið fyrsta for- leggjara sínum, Ólafi Ragnars- syni, enda á hann þar skuld að gjalda: Ólafur smíðaði metsölu- höfundinn Ólaf Jóhann úr engu með yfirlýsingaglaðri herferð í hvert sinn sem skáldið sendi frá sér nýjan texta. Þarmeð var Ólaf- ur settur á bás, eða hent upp á stall væri nákvæmara. Á kápu Aldingarðsins segir útgefandinn: „Sjaldan hefur Ólafi Jóhanni tek- ist eins vel upp og í þessari bók“ sem er eins og hvert annað skrum. Safnið byggist að vanda á fág- uðum og á stundum fornfálegum stíl hans, en er fjarri því að honum hafi sjaldan tekist betur. Hinar stóru skáldsögur hans eru miklu metnaðarmeiri verk og verða að skoðast í þeim skala, víðar og flóknar sögur sem heimta miklu meira þan í frásögn, fléttu og stíl. Svo því sé haldið til haga. Ólafur er raunar merkilegt fyrirbæri að mörgu leyti: fyrsti höfundurinn sem á heimili í tveimur löndum og stefnir á tví- tyngdan feril síðan þá leið Gunn- ar og Jóhann Sigurjónsson. Hann er metnaðargjarn vel og ekki dregur fjárhagsleg velgengni hans og frami úr áhuga, þótt pen- ingapokinn þyngi honum göngu á skáldabrautinni – að sumra áliti að minnsta kosti. Heyrt hef ég mæta menn halda því fram að hann skrifi bestsell- era upp á amerískan máta. Smá- sögur hans í þessu safni eru allar í klassískum stíl smásögumeist- ara á borð við Maupassant og Tjekov. Lýsing á tilteknum aðstæðum, fyrr og síðar, í lífi per- sóna, þar sem sögumaður stekkur inn og lýsir hugarþeli og fram- göngu, boðar jafnvel háskann sem yfir vofir. Ólafur leggur að vanda mikið úr þeim hluta borg- araskaparins sem hann hefur haft fyrir augunum: íslenskir menn á austurströndinni, betur sett efri millistéttarfólk í snert- ingu við talsverðan auð. Það virðist flestallt lifa án þess að hafa fjár- hagslegar áhyggjur, fer satt í sína sumar- bústaði, hér heima eða á Long Island. Þar er drykkju- skapur undan- tekning, enginn blæs úr nös, eða sýgur í hana, hvað þá að menn fái almennileg kjaftshögg. Þetta er átakalítill heim- ur. Samt tekst Ólafi víða að láta allt hrynja kringum sitt fólk og víða á býsna áhrifamikinn hátt. Svo verður að færa það til bókar að hér er settur saman sveigur af sögum og verður að skoða þær líka frá því sjónar- horni. Hver mánuður vísar ekki aðeins til söguaðstæðna, heldur hefur hann líka með átökin að gera. Þetta er víða fallega leyst hjá skáldinu. Þar vantaði að mínu mati mest í haustrigningar og vetrarstorma. Safnið líður nokk- uð fyrir það þegar á líður. Ólafur er enginn nýliði lengur á íslenskum skáldabekk og hann á ekki að líða fyrir auglýsinga- skrum útgefenda sinna: hann er gjörhugull höfundur með óvenju- legar stílgáfur, einn á báti í íslenskum skáldahóp: Hann skynjar frásögn sína alla jafna í skýrum boga og sækir viðfangs- efni víðar og utar en flestir hér gera. Texti hans er þægilegur aflestrar og í þessu safni megnar hann margoft að koma lesanda sínum í opna skjöldu með snjöll- um lausnum sem lesandi sér eftir á að hyggja að eru óumflýjanleg örlög eða sjálfskaparvíti. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir sýningu á kvikmyndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra í Alþjóðahúsinu, Hverfis- götu 18, í kvöld. Hljóm- sveitin Retro Stefson leikur nokkur lög áður en sýningin hefst og Sveinn Rúnar Hauksson lækn- ir heldur stutta tölu um aðskilnaðarmúrinn sem risinn er á herteknu pal- estínsku landi og ástand- ið á Gaza. Gaza Strip er 74 mínútna heimildar- mynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Mynd- in er á arabísku, en með ensk- um texta. Í henni gefur leikstjór- inn James Longley áhorfandanum innsýn inn í daglegt líf íbúa Gaza- strandarinnar og þær hörmung- ar sem venjulegir Pal- estínumenn mega þola í skugga átaka og her- náms. Myndin er tekin yfir þriggja mánaða tímabil sumarið 2001 og varð tökuliðið tvisvar fyrir skotárásum her- námsliðsins meðan á tökum stóð. Síðan hún var gerð hefur herinn hörfað að landamærum Gaza og yfirgefið ísra- elskar landránsbyggð- ir á svæðinu. Rúmlega milljón Palestínumönn- um á svæðinu er hins vegar enn haldið í heljargreipum með inni- lokunum og árásum. Dagskráin hefst kl. 20.00 með nokkrum lögum Retro Stefson, sem leika órafmagn- að. Kvikmyndasýningin hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Gaza-ströndinÚr aldingarði Ólafs Jóhanns Við lát ítalska leikstjórans Gillo Pontecorvo fyrir skemmstu hafa menn víða um lönd dustað rykið af meistaraverki hans frá 1966, Orrustunni um Alsír, eða La Batta- glia di Algeri. Í kvöld og á laugar- dag verður hún sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði á vegum Kvikmynda- safnsins. Þessi mynd var gerð með heimild Alsírstjórnar og Pontec- orvo sýnir alsírsku uppreisnina meistaralega frá báðum hliðum. Franska útlendingahersveitin hefur yfirgefið Víetnam eftir ósig- ur og þarf nauðsynlega að sýna getu sína. Alsíringar berjast til sjálfstæðis. Andstæðingarnir mætast og allt fer í bál og brand. Frakkar nota pyntingar en Alsír- ingar beita sprengjutilræðum. Að lokum vinna Frakkar orrustuna en tapa stríðinu eins og svo algengt er í nútíma styrjöldum og einmitt er nú að endurtaka sig í Írak, Pal- estínu og Líbanon. Myndin spegl- ar heimskulegar tilraunir stjórn- valda til þess að leysa ágreining með ofbeldi, hámarks mannfalli og endalausum þjáningum á báða bóga, auk þess að draga óhjá- kvæmileg endalokin, ítrekað, á langinn. Við sjáum stríð í sinni verstu mynd, sem skaðar og flekk- ar hvern sem í það blandast. Eins og margar aðrar klassískar mynd- ir er hún um atburð á ákveðnum tíma en jafnframt tímalaus. Í henni felst lærdómur sem er hvorki fyrir uppreisnarmenn eða nýlenduherra, heldur fyrir mann- kynið. Leikurinn er svo eðlilegur og sannfærandi að margir áhorf- endur og jafnvel gagnrýnendur héldu að þetta væri heimildar- mynd en ekki leikin bíómynd. Pontecorvo samdi sjálfur tónlist- ina við myndina í samvinnu við Ennio Morricone. Myndin er á ensku, frönsku og arabísku en sýnd með dönskum texta. Orrustan um Alsír sýnd PANTAÐU Í SÍMA WWW.JUMBO.IS 554 6999 SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.