Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 14.11.2006, Qupperneq 65
 Viktor Bjarki Arnarsson, leikmaður ársins í úrvalsdeild karla, er strax búinn að fá nýjan þjálfara hjá norska liðinu Lille- ström sem hann gekkst til liðs við á vikunum. Uwe Rösler, þýskur þjálfari og fyrrum leikmaður liðs- ins, var látinn taka poka sinn þar sem árangur liðsins í sumar þótti ekki standa undir væntingum. Lilleström lenti í fjórða sæti deildarinnar eftir að hafa verið í baráttunni um fyrsta sætið lengi vel. Fregnirnar komu leikmönn- um liðsins á óvart en Frode Kippe fyrirliði var staddur í Serbíu með norska landsliðinu þegar hann fékk fréttirnar. „Ég hefði viljað að það hefði verið haft samráð við mig,“ sagði Kippe en leikmenn munu vera ánægðir með störf Rösler. Þetta er einnig sérkennileg staða fyrir Viktor Bjarka þar sem Rösler stóð fyrir því að félagið keypti hann frá Víkingum. „Þetta er frekar svekkjandi en ég ætla ekki að láta þetta hafa áhrif á mig,“ sagði Viktor við Fréttablaðið í gær en hann heldur til Noregs á morgun þar sem hann mun hefja æfingar af fullum krafti. Lilleström á leik í Royal League-deildinni á laugardag og vonast Viktor Bjarki til að taka þátt í honum. Hann segir það þó vera bót í máli að Jan Åge Fjörtoft, starfs- maður félagsins, tekur nú tíma- bundið við stjórn liðsins. „Jan Åge kom hingað í sumar og sá mig spila. Hann þekkir mig því vel sem er gott þar sem ég hef vitanlega lítið spilað síðan í sept- ember og er ekki í bestu leikæf- ingunni.“ Viktor segir Rösler hafa verið vinsælan meðal leikmanna liðsins. „En hann er ungur og umdeildur og það hefur ef til vill haft sitt að segja.“ En hverju sem líður hlakkar hann til að takast á við verkefnin fram undan. „Það er frábært að byrja í Royal League þar sem við mætum bestu liðum Norðurland- anna. Það gerist ekki betra.“ Læt þetta ekki hafa áhrif á mig Þekkirþú einkennin? Talið er að 5% Íslendinga á miðjum aldri séu með sykursýki og gera má ráð fyrir svipuðum fjölda sem ekki hefur greinst enn Í dag,14. nóvember, er . , Breiddinni , Skútuvogi Alþjóðadagur fólks með sykursýki BYKO kl. 10-12 Húsasmiðjan kl. 13-15 Af því tilefni munu hjúkrunarfræðingar mæla blóðsykur á eftirtöldum stöðum: www.bris.is www.sykursjukir.is Gary Neville hefur bæst í hóp þeirra leikmanna sem hafa dregið sig út úr enska landsliðinu fyrir leik liðsins gegn Hollandi á morgun. Neville á við meiðsli í kálfa að stríða. Alls hafa átta leikmenn dregið sig úr hópi Steve McClaren landsliðsþjálfara sem valdi 28 leikmenn í hópinn á föstudaginn síðastliðinn. Jermaine Jenas er einnig meiddur á kálfa, Ledley King og Aaron Lennon eiga við hnémeiðsli að stríða, Scott Parker og Stewart Downing eru slæmir í nára og Darren Bent er tognaður á hásin. Chris Kirkland mark- vörður fékk leyfi þar sem kona hans á von á barni. McClaren kallaði á Kieran Richardson í stað Jenas en sá fyrrnefndi var í landsliðshópi Englands skipuðum leikmönnum 21 árs og yngri. Átta leikmenn fjarverandi Mike Newell, stjóri Luton, er í miklum vandræðum eftir að hafa látið ýmisleg vafasöm orð falla eftir tap Luton gegn QPR í ensku 1. deildinni um helgina. Amy Rayner var annar aðstoðardómara í leiknum og var Newell ekki sáttur við það. „Það er nógu slæmt að vera með vanhæfa dómara og línu- verði. Ef það á að láta konur dæma verða mikil og stór vandræði. Þetta er atvinnuknatt- spyrna á háu stigi, ekki spark á leikvelli. Hvað eru konur að gera? Þetta er bara til sýnis fyrir þessa pólitísku rétthugsuðu hálfvita,“ sagði Newell eftir leikinn. Sjálfur hefur hann beðist afsökunar á ummælunum en stjórn félagsins vill engu að síður hitta hann vegna málsins. Stjórn Luton vill funda Steven Pressley hefur samkvæmt fréttastofu BBC í Skotlandi verið látinn hætta sem fyrirliði skoska úrvalsdeildarliðs- ins Hearts. Hann spilaði ekki með liðinu gegn Falkirk í gær. Í síðasta mánuði sagði Pressley við fjölmiðla að leik- menn væru órólegir eftir að þjálfari þeirra, Valdas Ivanau- skas, tók sér veikindaleyfi. Missir fyrir- liðabandið Alessandro Del Piero, leikmaður Juventus í ítölsku B- deildinni, verður frá næstu þrjár vikurnar eftir að hafa meiðst í leik Juventus gegn Pescara á laugardag. „Ég er í raun ánægður því maður býst alltaf við hinu versta,“ sagði Del Piero. Juventus er í þriðja sæti B- deildarinnar. Meiddur næstu þrjár vikurnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.