Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Allt útlit er fyrir að hagsmuna- samtök á Írlandi muni reyna að fá örmyndasögubók Hugleiks Dags- sonar, Should You Be Laughing At This?, bannaða þar í landi en bókin þykir senda unglingum vægast sagt varasöm skilaboð. The Irish Sun birti nýlega frétt um bókina með stríðsfyrirsögninni „Bannið þessa sjúku bók“ en undir henni var rætt við Majella Ryan, talskonu barnahagsmunasamtak- anna CARI, þar sem hún fullyrðir að reynt muni verða að hefta dreif- ingu bókarinnar í landinu. „Þetta er bara æsifrétta- mennska,“ segir Hugleikur og kippir sér ekki upp við ofsafengin viðbrögðin á Írlandi. „Kannski hefur þetta fólk alveg rétt fyrir sér. Þetta eru afar ósmekklegar sögur og ég hef þannig séð engan rétt til að gera grín að þessum hlutum þannig að ég er ekkert hissa á því að fólk sé reitt,“ bætir Hugleikur við. Majella segist ekki skilja hvað fékk Penguin til að gefa hana út á Bretlandseyjum. „Bókin er svo hræðileg að ég veit varla hvar ég á að byrja,“ segir hún. „Henni er greinilega beint til unglinga og er mjög móðgandi og sendir mjög hættuleg skilaboð,“ segir Majella og tiltekur sjálfs- morð, morð og sifjaspell sem við- kvæma hluti sem Hugleikur skop- ast að. Hugleikur neitar því ekki að þessi hörðu viðbrögð kitli sig svo- lítið. „Þetta er skemmtilegt að vissu leyti og það er gott að fá þennan pól í þetta. „Við Íslendingar erum svo kaldir og náum kaldhæðninni eins og skot og þó við séum undan Írum þá eru í það minnsta ekki þessir tilteknu Írar að fatta þetta,“ segir Hugleikur og bendir jafn- framt á að hann viti fyrir víst að margir Írar séu hrifnir af sögum sínum. Bókinni hefur verið vel tekið í Bretlandi en Penguin steig var- lega til jarðar og treysti sér til að mynda ekki til að halda uppruna- legum titli hennar sem var „Avoid Us“ og breytti honum í spurning- una „Ættir þú að hlæja að þessu?“ Bannið þessa sjúku bók ...fær útvarpsmaðurinn góðkunni Jónas Jónasson fyrir að hafa tekið á móti kvöldgestum og fylgt þeim inn í nóttina í heil 25 ár. Aðalheiður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Heiða úr Idolinu, mun stjórna nýjum tónlistarþætti á Skjá einum í vetur þar sem sýnd verða mynd- bönd með öllu því nýjasta og vin- sælasta í tónlist hverju sinni. „Ég mun verða með upprifjun á gömlu og góðu efni inn á milli þannig að þátturinn ætti að geta höfðað til allra,” segir Heiða og bætir því við að þátturinn verði hálftímalangur á hverju föstudagskvöldi. „Það leggst mjög vel í mig að stjórna þessum þætti og ég er ofsalega spennt að vinna við sjónvarp,” segir Heiða. „Idol- þátturinn var náttúrlega í sjónvarpi en þetta er allt öðruvísi. Þar fékk ég góða reynslu í að venj- ast myndavélunum og þrátt fyrir að það hafi tekið smá tíma þá er gott að búa að þeirri reynslu,” bætir hún við en hún mun kynna tuttugu vinsælustu lög hverrar viku fyrir sig. Heiða hefur í nógu að snú- ast þessa dagana því auk þess að stjórna tónlistar- þættinum þá syngur hún í Footloose í Borgarleik- húsinu og um helgar fer hún norður á Akureyri þar sem hún syngur í sýningu með tónlist Ingi- mars Eydal. „Síðan er ég að kenna söng hjá Þorvaldi Bjarna. Nám- skeiðinu er að ljúka núna og ég er því að undirbúa tónleika með stelp- unum sem ég er að kenna,” segir hinn eldhressa söngkona. Idol-Heiða stjórnar sjónvarpsþætti Veitingastaðurinn Sægreifinn, og sérstaklega humarsúpan sem prýð- ir matseðil hans, hlaut á sunnudag lofsamlega umfjöllun í þeim hluta New York Times sem helgaður er ferðalögum. Þetta ætti ekki að koma þeim sem stundað hafa stað- inn á óvart, en hann hefur notið mikilla vinsælda. Sérstaklega hafa miðbæjarbúar farið fögrum orðum um veitingarnar. Sægreifinn er einn þeirra veitingastaða sem glæða Reykjavíkurhöfn lífi, en þar má bæði njóta tilbúinna fiskrétta og kaupa sér spriklandi ferskan fisk í soðið. Í umfjölluninni í dagblaðinu virta segir meðal annars að hina fullkomnu humarsúpu sé að finna á Sægreifanum, súpan sé hreint út sagt ljúffeng og það fyrsta sem fólk eigi að láta inn fyrir varir sínar þegar komið er til Reykjavíkur. Þar segir jafnframt að miðað við verð og gæði súpunnar sé hreinlega ekki hægt að gera betur en Sægreifinn. Kjartan Halldórsson, eigandi Sægreifans, hafði ekki fengið tæki- færi til að lesa umfjöllunina þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Stuttur útdráttur úr grein- inni vakti þó mikinn fögnuð greif- ans og fyrrverandi sjómannsins, og kvaðst Kjartan hæstánægður með umfjöllunina. „Ég er náttúrulega gríðarlega ánægður með þetta. Það er mikið atriði að fá svona umfjöll- un, og sér í lagi hjá svona blaði. Þetta er bara mikil upphefð,“ sagði hann. Aðspurður hvort dómur New York Times væri í samræmi við þau viðbrögð sem Kjartan fær hjá viðskiptavinum sínum sagði hann svo vera. „Ég fæ alltaf góða umfjöll- un og viðtökur hjá fólki, og er voða- lega hamingjusamur með það,“ sagði Kjartan. Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Öll verð miðast við að tveir séu saman í herbergi. Tottenham–Wigan 58.900 kr.24.–27. nóv. 27.–29. nóv. George Michael 69.900 kr. Berlín í jólaundirbúningi 51.900 kr.24.–27. nóv. Aðventuferð til Trier 59.900 kr.8.–11. des. Sheraton Real de Faula Verð frá 59.180 kr.Valfrjálst Arsenal–Man. City 54.900 kr.30.–31. jan. Chelsea–Arsenal 69.900 kr.9.–11. des. Arsenal–Portsmouth 59.900 kr.15.–17. des. Óli Palli og The Pogues 59.900 kr.16.–18. des. Liverpool–Everton 84.900 kr.2.–4. feb. Sunnlendingarnir frá Portsmouth hafa staðið sig vonum framar í deildinni í haust. En nú reynir á þá þegar þeir mæta Arsenal á Emirates Stadium. Gunners eru alltaf erfiðir við að etja á heimavelli. Innifalið: Flug með sköttum, hótel í 2 nætur með morgunverði og miði á leikinn. Í Trier er öllu til tjaldað um aðventuna: Dásamlegur jólamarkaður þar sem hægt er að versla fallega muni og gæða sér á ekta jólaglögg og jólakökum. Jólaskreytingar, jólaljós og hagstætt verðlag. Innifalið: Flug með sköttum, gisting á 3 stjörnu hóteli í 3 nætur, skoðunarferð og rútuferðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.