Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 55
Hljómsveitin Dýrðin hefur starf- að frá árinu 1994, með töluverðum hléum og einhverjum manna- breytingum. Hún hefur getið sér gott orð sem tónleikasveit síðustu ár, m.a. á Airwaves-hátíðunum 2005 og 2006 og hefur spilað eitt- hvað vestanhafs, en þessi fyrsta plata sveitarinnar er gefin út af plötufyrirtækinu Skipping Stones Records í Oakville í Connecticut. Tónlist Dýrðarinnar er frísk- legt popp-pönk. Lögin eru melód- ísk og einfaldur hljómborðsleikur setur sterkan svip á þau ásamt söng Hafdísar Hreiðarsdóttur. Oft minnir þessi tónlist á poppaðar pönksveitir eins og Buzzcocks og jafnvel Fræbblana, en líka á jap- anskar stelpurokksveitir eins og Shonen Knife og The 5.6.7.8‘s. Það eru ellefu lög á plötunni og þau standa öll fyrir sínu þó að þau séu misgóð. Ég er sérstaklega hrifinn af lögunum Prins í álögum og Popp & Co., bæði skotheldir smellir sem ættu hæglega að geta náð vinsældum í útvarpi. Textarn- ir eru skemmtilega hversdagsleg- ir og lausir við hátíðleika og remb- ing og passa tónlistinni vel. Platan er ágætlega unnin. Hljómurinn er fínn, hljóðfæraleikur er skamm- laus og söngur Hafdísar hæfir þessari tónlist vel. Í heildina litið er þessi plata Dýrðarinnar hin besta skemmtun. Hún telst ekki til tíðinda í rokk- sögulegu samhengi, en ánægjan sem sveitin hefur sjálf af tónlist- inni skín í gegn og það er mikils virði. Skemmtilegt popp-pönk Menntaskólar landsins hafa margir hverjir tekið sig saman og gert böllin hjá sér algjörlega reyklaus. Þetta hefur gefið góða raun. Menntaskólinn við Sund er einn af þessum skólum og segir Arnar Ágústsson, ármaður skólafélags MS, að þetta hafi verið ákveðið í vor. „Við ákváðum að prufukeyra þessa nýju reglu á lokaballinu okkar í vor og það er ótrúlegt hversu vel þetta leggst í fólkið,“ segir Arnar og bætir því við að Menntaskólinn við Reykjavík hafi verið fyrstur skóla til að gera þetta á síðasta ári. „Þetta er nátt- úrulega það sem koma skal á öllum skemmtistöðum og kaffihúsum borgarinnar þannig að við vissum að við þyrftum að lúta að þessari reglu fyrr eða síðar. Við vildum bara vera nokkrum skrefum á undan.“ Arnar vill ekki meina að reykinga- bannið á böllum sé eitthvað tengt því veseni sem skólinn lenti í vegna mikilla óláta á busaballi skól- ans árið 2005. „Þetta tengist því ekki neitt en skól- inn hefur samt sem áður á sér ljótan stimpil eftir það og því viljum við breyta.“ Félagslíf skólans hefur breyst síðan þessir atburðir urðu, og til að mynda hafa nem- endur skólans ekki fengið að taka með sér gesti á böllin til þessa. Arnar segir að reykingabannið hafi mikil áhrif á böllin og segir þau ívið rólegri en áður. „Það er mjög skrýtið hversu mikið rólegri böllin eru þegar sígarettureykur- inn er ekki í nösunum á öllum. En það segir okkur bara að reykurinn hefur meiri áhrif en við höldum,“ segir Arnar. Jónas Margeir Ingólfsson, for- maður nemendafélags Mennta- skólans við Hamrahlíð, segir félagið vera að skoða þennan möguleika innan skólans vel og vandlega. „Við hér höfum ákveðið að fara mjög lýðræðislega leið að þessu og leyfum þeim sem kaupa miða á böllin okkar að kjósa hvort þeir vilja hafa ballið reyklaust eða ei. Hingað til hafa fleiri viljað hafa reykingar á böllum, því miður,“ segir Jónas, en bætir því við að mikill áhugi sé meðal skóla- stjórnarinnar að hafa böllin reyklaus. „Þegar reykingabannið gengur í gildi í júlí munum við fagna því. Hvað er betra en ung og hrein lungu.“ Þ Í N U P P L I F U N Þ I N N L Í F S T Í L L ÞÍN FASTEIGNASALA OG LEIGUMIÐLUN Á SPÁNI Sími 00 34 96 676 40 86 www.perlainvest.com GOLFBÍLL FYLGIR ÖLLUM FASTEIGNUM VIÐ GOLFVELLI STAÐFESTA ÞARF KAUP FYRIR ÁRAMÓT ALLT AÐ 100% FJÁRMÖGNUN BANKAÁBYRGÐ Á ALLAR GREIÐSLUR ÍSLENSKA ALLA LEIÐ P E R L A investments
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.