Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 44
Þriðjudaginn 21. nóvember flytur Haraldur Magnússon fyrirlestur í Íþróttakademí- unni, Menntavegi 1 í Reykja- nesbæ, undir yfirskriftinni „Kviðæfingar, hvað er eigin- lega málið?“ „Á þriðjudag ætla ég að fjalla um kviðvöðvana, með áherslu á djúpa kviðkerfið, eitt mikilvægasta kerfi líkamans sem alltof fáir æfa,“ segir Haraldur, sem er osteópati að mennt eða hrygg- og liðskekkju- fræðingur eins og það útleggst á íslensku og líkja mætti við sam- blöndu af hnykkjara og sjúkra- nuddara. Að sögn Haraldar er í kviðnum fjöldi vöðva. Djúpa kviðkerfið er innst þeirra og kallast á íslensku þverlægur kviðvöðvi. „Rannsóknir sýna sífellt betur fram á mikilvægi þessa vöðva, þar sem hann tengist sjálfstætt við hvern hryggjalið og heldur þar af leiðandi stöðugleika á mjóbakinu,“ útskýrir Haraldur. „Almenn endurhæfing á mjóbaki gengur nú almennt út á að virkja og styrkja þennan vöðva vegna þess mikilvæga hlutverks sem hann gegnir.“ Haraldur segir algengt að vöð- vinn rýrni vegna þess hversu illa nýttur hann er í nútímasamfélagi, meðal annars vegna mikillar kyrr- setu. Með réttum æfingum megi bæta úr því. Í fyrirlestrinum fer Haraldur einnig út í algengar villur og mis- skilning hvað kviðæfingar varðar. „Ég læt nokkur heilræði fylgja með, til dæmis mikilvægi þess að æfa mismunandi kviðvöðva eftir dögum, alveg eins og aðra vöðva. Alltof margir falla nefnilega ofan í þá gryfju að níðast á sömu kvið- vöðvunum dag eftir dag.“ Haraldur bætir við að sumar kviðæfingar geti beinlínis valdið bakmeiðslum, til að mynda æfing- ar sem byggjast upp á mjaðma- beygjum, sem dæmi uppsetur og fótalyftur, og enn er verið að kenna á líkamsræktarstöðvum. „Við Íslendingar erum að mörgu leyti svolítið eftir á í þessu máli, miðað við aðrar þjóðir,“ útskýrir Haraldur. „Sjúkraþjálfarar hafa lengi vel lagt áherslu á þjálfun djúpa kviðkerfisins, á meðan einka- þjálfarar þjálfa frekar „six-pakk- inn“ eða yfirborðskerfið. Einka- þjálfarar erlendis hafa hins vegar tekið sjúkraþjálfara sér til fyrir- myndar í þessum efnum. Úti er þróunin því sú að æfa hvorutveggja svo allt virki sem skyldi.“ Haraldur flytur fyrirlesturinn í Íþróttaakademíunni þriðjudaginn 21. nóvember eins og áður sagði og stendur hann frá kl. 20:00-21:00. Nánari upplýsingar á www.aka- demian.is. Flottur six-pakk dugar ekki Sælgætisgrísir hafa ærna ástæðu til að gleðjast þar sem súkkulaðiát er talið draga úr hættu á hjartaáfalli. Nýleg rannsókn við John Hopkins háskóla á tengslum aspiríns og hjartasjúkdóma leiddi óvænt í ljós að súkkulaði virðist draga úr hættu á hjartaáfalli. Til stóð að rannsaka hvaða áhrif aspirín hefði á þátttakend- ur, sem voru beðnir um að hreyfa sig reglulega og halda sig við hollt mataræði fyrir skoðun og þar með sleppa reykingum, neyslu áfengis, koffíns og súkkulaðis. Þátttakendurnir, sem komu úr röðum fjölskyldna með arfgenga hjartasjúkdóma, voru 1.200 tals- ins og þar af 139 súkkulaðifíklar. Áttu súkkulaðifíklarnir í mestu erfiðleikum með að fara eftir mataræðinu, jafn vel þótt þeir hafi ekki þurft að hemja sig í nema einn til tvo sólarhringa fyrir skoðun. Þátttakendur sem stóðust ekki freistinguna og tróðu súkkulaði í sig voru útlokaðir úr eiginlegri rannsókn, en blóð þeirra engu að síður rannsakað. Kom þá í ljós að blóð þeirra hljóp nokkuð hægar í kekki heldur en þeirra sem höfðu farið að settum reglum, en vitað er að blóðkekkir geta valdið hjartaáfalli. Ekki er þar með sagt að mönn- um sé hollt að neyta súkkulaðis í tíma og ótíma, því enn er verið að skoða meint tengsl á milli súkkulaðineyslu og hjartasjúk- dóma. Aukinheldur skiptir máli hvers konar súkkulaðis er neytt, en talið er að dökkt súkkulaði sé hollara en ljóst, sem inniheldur meira af fitu og sykri. Súkkulaði hollt viðurkenning } Í nýju tölublaði Farsóttar- frétta sem komið er út á vef Landlæknisembættisins er fjallað um heilbrigðisvottorð útlendinga vegna smitsjúk- dóma. Heilbrigðisvottorð sem umsækj- endur um dvalarleyfi þurfa að leggja fram hér á landi eru ann- ars vegar vegna kröfu opinberra aðila og hins vegar vegna kröfu vinnuveitenda þegar sótt er um atvinnuleyfi vegna sérstakra aðstæðna á vinnustað. Opinberar kröfur um slík heil- brigðisvottorð eru gerðar í sam- ræmi við reglugerð um útlend- inga og í lögum um atvinnuréttindi útlendinga, fyrst og fremst í því augnamiði að tryggja að sá sem hyggur á búsetu hér á landi, hvort sem það er tímabundið eða til langframa, sé ekki haldinn smit- sjúkdómi sem ógnað getur almannaheill. Í Farsóttarfréttum eru til- greindir þrír hópar sem útlend- ingar sem koma til landsins flokk- ast undir. 1. Ferðamenn sem hafa heimild til að vera hér á landi í allt að þrjá mánuði. Undir venjuleg- um kringumstæðum eru engar kröfur gerðar um að þeir framvísi heilbrigðisvottorði enda tíminn sem þeir dvelja hér á landi það stuttur að lík- urnar eru litlar á því að þeir ógn heilsu manna. 2. Fólk sem kemur hingað til náms eða tímabundinna starfa (lengur en í þrjá mánuði en skemur en tvö ár) þarf að framvísa heilbrigðisvottorði. 3. Í þriðja hópnum eru þeir sem sækja um dvalarleyfi með framtíðarbúsetu hér á landi í huga. Þá er mikilvægt að horfa til alvarlegra smitsjúkdóma sem ekki eru mikið smitandi, ekki síður en þeirra sem eru bráðsmitandi. Ástæðan fyrir þessu er að eftir því sem á tím- ann líður sem dvalist er í land- inu aukast líkurnar á smitun til annarra í landinu. Þeir smitsjúkdómar sem sér- stök ástæða er til að fylgjast með um þessar mundir hjá fólki sem flyst til landsins er HIV-smit, lifrarbólga B og berklar. Sjá nánar á www.landlaeknir. is. Heilbrigðisvottorð útlendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.