Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 18.11.2006, Blaðsíða 73
ursherferð gegn honum á netinu. Sjálfur hafði Craig ákveðnar efa- semdir enda hafði hann aldrei séð sig fyrir sér sem James Bond. „Ég sá sjálfan mig ekki fyrir mér í þessu hlutverki enda er ekki hægt að segja að Bond komi í rök- réttu framhaldi af því sem ég hef verið að gera. Það er ekkert í fyrri myndum mínum sem gerir mig að augljósum kosti til að leika Bond.“ Craig neitar því þó ekki að hug- myndin hafi kitlað hann enda er hann mikil aðdáandi Bonds, hefur lesið flestar bækur Flemmings og margséð allar myndirnar. „Þegar ég var krakki ímyndaði ég mér að ég væri Bond en átti samt ekki von á þessu og þegar Barbara Broccoli, framleiðandi myndanna, hafði sam- band við mig kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég var hikandi í fyrstu, ekki síst vegna þess að ferill minn hefur verið á góðri siglingu. Mér hefur gengið vel og hef fengið tækifæri til að vinna með mörgum frábærum leik- stjórum. Sjálfum finnst mér ég hafa skilað góðu verki í um árin og var sáttur við þá stöðu sem ég var í þannig að þegar Barbara hringdi fyrst fannst mér þetta ekki koma til greina. Hún sagðist hins vegar vera löngu búin að ákveða sig og sótti þetta mjög stíft. Hún er mjög ákveðin kona. Hún er líka Ítali og gerði mér einfaldlega tilboð sem ég gat ekki hafnað.“ Það felur óhjákvæmilega í sér bind- ingu að festa sig í hlutverki James Bond og skuldbindingin getur ekki annað en takmarkað verkefnaval þess leikara sem fer í föt Bonds. Craig treysti sér þó ekki til að sleppa tækifærinu. „Þegar á hólm- inn var komið áttaði ég mig á því að ég vildi ekki þurfa að horfa til baka eftir nokkur ár og sjá eftir því að hafa sleppt Bond. Ég veit ekki hvernig ég hefði átt að sætta mig við það, til dæmis eftir tvö ár, að þurfa að horfa upp á annan mann gera þetta. Þegar ég sá handritið sannfærðist ég svo endanlega. Sagan er frábær. Ég veit að ég er að selja myndina. Ég verð auðvitað að gera það en það breytir því ekki að hún er góð. Ástarsagan í henni er góð, Eva Green er frábær. Við erum með ofboðslega sterkan hóp leikara með Judi Dench fremsta í flokki, Mads Mikkelsen og Jeffrey Wright. Þetta small allt saman og myndin er einfaldlega góð og ég gat engan veginn sleppt þessu.“ Craig neitar því ekki að neikvæð viðbrögð við ráðningu hans hafi haft mikil áhrif á sig. „Þetta kom við mig í byrjun en svo ákvað ég bara að ég yrði að einbeita mér að því að klára verkefnið. Þetta kom aðallega frá fólki sem hefur sterk- ar skoðanir á James Bond og ég er einn af þeim og get svo sem skilið þetta. Umræðan fór mest fram á netinu og ég gat að mestu leitt hana hjá mér. Ég gat engan veginn farið að blanda mér í þessa umræðu með því að reyna að verja mig. Það er smekklaust og ég myndi aldrei gera það, sérstaklega ekki í svona tilfelli þar sem fólk tekur deiluefnið svona hátíðlega. Þar fyrir utan get ég svo sem engu svarað fyrr en fólk sér myndina. Ég segi því bara horfið á myndina og gagnrýnið hana svo. Líki ykkur ekki það sem ég er að gera þar þá er það í góðu lagi en ef þið ætlið að gagnrýna mig fyrirfram þá getið þið farið til fjandans.“ Þó Craig hafi komið víða við í kvik- myndum á liðnum árum þá er sú athygli sem fylgir því að leika Bond öllu meiri en hann hefur átt að venjast. „Þetta mun hafa breyt- ingar á einkalíf mitt en ég verð að standa vörð um mína nánustu og mun verja einkalíf mitt með kjafti og klóm enda hefur þetta ekkert með ástvini mina að gera. Ég veit að ég verð að gefa eitthvað af sjálf- um mér. Það er gjaldið sem ég verð að greiða fyrir þetta þó ég sé ekk- ert endilega sáttur. Sérstaklega þar sem 99 prósent af því sem skrifað er um mann er tómt bull en maður getur ekkert við því gert. Mér er ekki vel við að vera eltur á röndum og þversögnin í þessu er að ég leik njósnara en það er stöðugt verið að njósna um mig.“ DREKAFRÆÐI Í þessari mögnuðu bók, er fjallað um allt sem viðkemur drekum. Glæsilegt alfræðirit um þessar voldugu skepnur sem eru bæði dularfullar og stórbrotnar. ÓTAL UPPFINNINGAR SNILLINGANNA Fólkið á bak við merkustu hugmyndirnar, fræg mistök og hvað framtíðin ber í skauti sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.