Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 2
2 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR Spurning dagSinS 75.000 KR. GJAFABRÉF FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM BÍLUM AfGAnIstAn, AP Breski forsætisráð- herrann Tony Blair tjáði í gær her- mönnum sem eiga í höggi við upp- reisnarmenn talíbana í Afganistan að öryggi í heiminum öllum væri að hluta til undir því komið hvern- ig til tækist í þessari baráttu. Blair ítrekaði að breskt herlið yrði áfram í landinu „eins lengi og þörf krefur“. Blair átti viðræður í Kabúl við Hamid Karzai, forseta Afganistans, eftir að hafa heimsótt herbúðir í Helmand-héraði í suðurhluta lands- ins. Þar hitti hann nokkur hundruð breska hermenn sem þjóna í fjöl- þjóðlega friðargæsluliðinu ISAF, sem NATO stýrir. Alls eru um 6.000 breskir hermenn í Afganistan. Fyrir innrás fjölþjóðaliðsins undir forystu Bandaríkjamanna síðla árs 2001 var Helmand eitt sterkasta vígi talíbana og miklu af heróínútflutningi Afganistans er stýrt þaðan. Á blaðamannafundi með Karzai forseta sagði Blair að breskt herlið og herlið frá NATO yrði væntan- lega í einhver ár í viðbót í Afganist- an, til að hjálpa til við að tryggja að talíbanar komist ekki aftur til valda. - aa Blair og Karzai Gesturinn talar og gestgjafinn hlustar á blaðamannafundi í Kabúl í gær. fréttablaðið/ap Tony Blair forsætisráðherra Bretlands er í heimsókn í Afganistan: NATO-herlið verður áfram tRJÁfELLInG Starfsmenn Skóg- ræktar ríkisins víða um land eru langt komnir með að fella þau tré sem prýða munu stræti og torg borga og bæja fyrir þessi jól. Frosthörkur hafa þó sett strik í reikninginn því í miklum kuldum er hættara við að trén skemmist við fellingu eða í flutningum vegna þess hve greinar trjánna eru stökkar. Af þessum sökum hefur öllum trjáfellingum á Hallorms- stað verið frestað þar til hlánar. Skógrækt ríkisins fellir um 150 torgtré árlega sem eru á bilinu 3-17 metra há en þetta er ein af mikilvægustu tekjulindum hennar. - hs Byrjað að fella jólatré: Frosthörkur tefja fyrir LÍKAMsÁRÁs Líðan Íslendingsins sem ráðist var á í Lundúnum um helgina er betri. Hann er enn á gjörgæsludeild. Samkvæmt upplýsingum frá Hauki Ólafssyni, starfsmanni sendiráðsins í London, er fjölskylda mannsins komin út til að vera hjá honum. Íslendingur- inn, sem er karlmaður á fertugs- aldri, var á ferð við Arnold Circus í austurhluta borgarinnar þegar þrír karlmenn réðust á hann aðfaranótt sunnudags. Árásar- mennirnir flúðu af vettvangi og leitar lögreglan þeirra. - hs Líðan Íslendingsins betri: Enn á gjör- gæslu í London Dúfa, er kurr í þér vegna málsins? Nei, ég kurra bara áfram á góðu nótunum. Nær öllum fuglum í fjölskyldu- og húsdýragarðinum í reykjavík var fargað í gær. Þar á meðal voru fasanar, dúfur, hænsni, endur og gæsir. Dúfa S. Einarsdóttir er söngkennari segir þetta hafa verið nauðsynlegt. BREtLAnD, AP Breska rannsóknar- lögreglan Scotland Yard telur að eitrað hafi verið fyrir rússnesk- um fyrrverandi KGB-njósnara í London. Njósnarinn, Alexander Litvinenko, neyddist til að flýja land árið 2000 og hlaut pólitískt hæli í Bretlandi. Vopnaðir verðir gæta hans nú á sjúkrahúsi. Talið er að helmingslíkur séu á að njósnarinn nái fyrri heilsu. Litvinenko veiktist eftir málsverð með ítölskum uppljóstrara sem liggur nú undir grun um að hafa byrlað honum eitrið. Hann er lítill vinur rússneskra stjórnvalda, en hann hefur sakað Kremlarstjórn- ina um að hafa skipulagt hryðju- verk og launmorð. - sgj Sakamál í London: Eitrað fyrir KGB-njósnara alexander litvinenKo Myndirnar sýna njósnarann fyrrverandi fyrir og eftir að hann veiktist. ÞýsKALAnD Þungvopnaður, grímuklæddur maður ruddist í gærmorgun inn í skóla í bænum Emsdetten í Norðvestur-Þýska- landi, hóf skothríð og særði fimm manns. Eftir að lögregla umkringdi skólann kastaði maðurinn reyksprengjum og svipti sig því næst lífi, að því er greint er frá á fréttavef Der Spiegel. Lögregla upplýsti að árásar- maðurinn hefði verið átján ára fyrrverandi nemandi úr skólan- um. Hann skildi eftir kveðjubréf á netinu, og því fylgdu myndir af manninum að handleika ýmis vopn. - aa Harmleikur í þýskum skóla: Fyrrum nem- andi tekur æði ÁrÁSarmaðurinn Þessa mynd og fleiri birti hann með kveðjubréfi á heimasíðu sinni. fréttablaðið/ap tJón Tugir íbúða í að minnsta kosti 16 íbúðarblokkum á gamla varnar- svæðinu á Keflavíkurflugvelli stórskemmdust um helgina þegar vatnsleiðslur sprungu í frosthörk- um. Ekki er ljóst hvert umfang skemmdanna er í heild en þeir sem hafa skoðað sig um á svæðinu telja tjónið geti skipt tugum, jafn- vel hundruðum milljóna. Nokkurn tíma mun taka að kanna til hlítar hversu miklar skemmdirnar eru. Varnarsvæðið er í umsjá utanrík- isráðuneytisins þar sem nýstofnað Þróunarfélag Keflavíkurflug- vallar hefur ekki enn tekið við fasteignunum sem þar eru. Blokk- irnar hafa verið á lágmarks- kyndingu síðan herinn yfirgaf landið. Vart varð við lekann um helgina og var slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli fengið til að dæla upp mesta vatninu. Voru dæmi um 60 sentimetra djúpt vatn í einstökum íbúðum og þurfti að rjúfa loft á milli íbúða til að hleypa vatninu burt. Slökkviliðið var hvíldarlítið við störf frá sunnudegi og fram eftir mánudeginum. Einn viðmæl- andi Fréttablaðsins lýsti ástandinu við komu slökkviliðsins svo að flætt hefði út úr öllum rafmagnstöflum og að „sundlaugar“ hefðu verið í sumum íbúðum. Slökkviliðið hefur lokið störfum en verktakar hafa tekið við hreinsun íbúðanna. Kjartan Þór Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélagsins, bendir á að varnarsvæðið sé enn undir umsjá utanríkisráðuneytis- ins því ekki hefur verið formlega gengið frá samningum um yfir- töku Þróunarfélagsins. Kristján segist telja að um hundrað íbúðar- blokkir séu á varnarsvæðinu af um 300 byggingum í allt og að þar séu um 2.000 íbúðir. Aðspurður um hvort þessar skemmdir á eign- um muni setja strik í reikninginn við ákvörðunartöku á framtíðar- nýtingu á svæðinu segir Kjartan að ekki sé ástæða til að gera of mikið úr þessu atviki. „Það er allt- af alvarlegt þegar tjón sem þetta verður en ég held að þetta hafi engin sérstök áhrif á heildarfram- vindu verkefnisins.“ Starfsmenn Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli fóru um svæðið í gær til að kanna hversu mikið heildartjónið er. Björn Ingi Knútsson flugvallarstjóri segir að útilokað sé að meta hversu mikið tjónið er í krónum talið. svavar@frettabladid.is Tugmilljóna tjón á húsnæði á Vellinum Milljóna tjón varð á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli um helgina þegar vatn rann um íbúðarblokkir. Kaldavatnsleiðslur sprungu í frosthörkum með þessum afleiðingum. Ljóst er að ríkið mun bera kostnað vegna skemmdanna. LAnDKynnInG Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur í dag þátt í svonefndum Íslandsdegi í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Auk þess að flytja ávarp og ræða við fulltrúa kauphallarinnar og kaupahéðna í íslensku og bandarísku viðskiptalífi mun ráðherrann hringja út viðskipti í kauphöllinni síðdegis. Er það orðalag notað um það þegar merki er gefið um að viðskiptum dagsins sé lokið. -bþs Geir H. Haarde: Hringir út í Kauphöllinni í New York FrÁ varnarSvæðinu Um hundrað íbúðarblokkir eru á gamla varnarsvæðinu. að minnsta kosti 16 þeirra eru mikið skemmdar eftir vatnstjón um helgina. fr ét ta b la ð ið /h Ei ð a fJARsKIPtI Póst- og fjarskiptastofn- un hefur ákveðið að skilið sé á milli fjárhags Gagnaveitunnar og Orku- veitu Reykjavíkur. Fjarskiptastarf- semi OR fellur undir Gagnaveit- una en með ákvörðun sinni er OR gert skylt að aðskilja fjarskipta- starfsemi sína frá annarri starf- semi fyrirtækisins. Ákvörðun PFS er tekin á grundvelli ákvæðis 36. greinar fjarskiptalaga sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir að samkeppnisrekstur sé nið- urgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður OR, segist fagna ákvörðun PFS. „Þetta er í anda þess sem nýr meirihluti í borginni og stjórn OR eru búin að vera að vinna að. Aðalatriðið er að þetta er sjálfsagt mál og árétting á því sem við höfum verið að gera.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Gagnaveitan verði seld út úr OR, að sögn Guðlaugs. Síminn hefur frá árinu 2000 gert athugasemdir við það sem fyrirtækið kallar ósanngjarna samkeppni á fjarskiptamarkaði; að OR hafi byggt upp ljósleiðara- kerfi sitt í skjóli tekna af óskyldri einkaleyfisstarfsemi svo sem sölu af rafmagni, hita og köldu vatni. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir að PFS þurfi að útskýra hvers vegna OR hefur átölulaust komist upp með að nið- urgreiða samkeppnisrekstur í trássi við lög og hvaða viðurlögum stofnunin hyggst beita. - shá Póst- og fjarskiptastofnun vill fjárhagslegt rof á milli Gagnaveitunnar og OR: Orkuveitan fagnar úrskurði orKuveituhúSið Or fagnar úrskurði pfS um fjárhagslegan aðskilnað Gagnaveitunnar og annarrar starfsemi fyrirtækisins. fréttablaðið/róbErt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.