Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 4
4 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR
GenGið 20.11.2006
Gjaldmiðlar kaup sala
Heimild: seðlabanki Íslands
124,4081
GenGisvísitala krónunnar
70,35 70,69
133,39 134,03
90,3 90,8
12,106 12,176
10,913 10,977
9,943 10,001
0,5957 0,5991
104,45 105,07
Bandaríkjadalur
sterlingspund
evra
dönsk króna
Norsk króna
sænsk króna
japanskt jen
sdr
����������������������������������
�������������
��������
����
�������� ��
���������
������
�����
���������
���������������
������
��������
���������
�������
����
������� ��
�������������
�������������
�������������
�������������
�������������
������������
�����������
�����������
������������
�����������
���������������
���������������
���������������
��������������
���������������
���������
��������
������������������
������������������������
�������������������
�����������������������
�������������� ��������
����������������������
�������������������
��������������������
��������������������
���������������������
���������������������
���������������������
��������������
���������������
��������������
��������� ��������
������������������������
����������������������
�����������������
��������������������
�����������������������
�������� �������� �����
��������������������������
��������������������������
�����������������������������������
���������������������������
�� ������ �� ����������
������� �� ���
�
��
��
�� ��
��
��
�
��
��
�
�
�
�
��
�
�
�
�
�
�
�
�
�
� �
�
��
�
�
�
��
��
�
�
�
�
�
� �
��
����
�
�
�
�
�
stJóRnmál Stjórnarandstæðingar
óttast að breyting á lögum um
Landsvirkjun sé fyrsta skrefið í átt
til einkavæðingar fyrirtækisins.
Iðnaðarráðherra segir ekkert hæft
í því.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
mælti fyrir frumvarpi um breyt-
ingar á lögum um Landsvirkjun í
gær. Snýst það um að binda í lög
kaup ríkissjóðs á hlut Reykjavík-
urborgar og hlut Akureyrarbæjar
og færa fyrirsvar eignarinnar frá
iðnaðarráðuneyti til fjármálaráðu-
neytis.
Fjölmargir þingmenn stjórnar-
andstöðunnar lýstu þeirri skoðun
sinni að með frumvarpinu væru
skref stigin í átt til einkavæðingar.
Orð ráðherrans um hið gagn-
stæða slógu ekki á ótta þing-
mannanna.
Kristinn H. Gunnarsson Fram-
sóknarflokki tók undir áhyggjur
stjórnarandstæðinga og benti á að
færsla fyrirsvarsins yfir til fjár-
málaráðuneytisins styddi þær
grunsemdir enda skýr vilji innan
raða sjálfstæðismanna að einka-
væða Landsvirkjun. Fyrirvari í
kaupsamningi ríkis og sveitarfé-
laganna um endurskoðun verð-
mats ef til sölu kæmi, var einnig
sagður bera vitni um hug ríkis-
stjórnarinnar. - bþs
stjórnarandstæðingar gagnrýna fyrirhugaðar breytingar á lögum um landsvirkjun:
Ítreka ótta um einkavæðingu
Jón SiGurðSSon iðnaðarráðherra
segir ekki í bígerð að einkavæða lands-
virkjun.
stJóRnmál Kristinn H. Gunnarsson
Framsóknarflokki segir niðurstöð-
ur prófkjörs flokksins í Norðvest-
urkjördæmi sýna að mikill
stuðningur sé við hans sjónarmið.
Kristinn hafnaði í þriðja sæti
prófkjörsins.
Á vefsíðu sinni, kristinn.is, segir
hann að tekist hafi verið á um
pólitískar áherslur; annars vegar
stefnu sem leiðir til áframhaldandi
stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðis-
flokkinn og hins vegar áherslur
sem kalla eftir breyttri stjórnar-
stefnu með manngildið ofan
auðgildi.
„Niðurstaðan er skýr að því leyti
að kosin er óbreytt vegferð
flokksins. Það er valin hægri
Framsókn,“ segir Kristinn. - bþs
kristinn H. Gunnarsson:
Stuðningur við
mín sjónarmið
stJóRnmál Kolbrún Baldursdóttir,
varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavíkurkjördæmi
suður, tók sæti á þingi í fyrsta
sinn í gær.
Kolbrún gegnir
þingmennsku
næstu tvær
vikur í stað
Geirs H.
Haarde
forsætisráð-
herra sem hélt
til útlanda í
embættiserind-
um í gær.
Kolbrún
skipaði níunda sætið á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í
síðustu kosningum en flokkurinn
hlaut fimm þingmenn. Varaþing-
mennirnir Lára Margrét Ragnars-
dóttir, Guðrún Inga Ingólfsdóttir
og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
sem voru ofar á listanum, sáu sér
ekki fært að setjast á þing nú. -bþs
nýr varaþingmaður:
Kolbrún tekur
sæti á þingi
Kolbrún
baldurSdóttir
ÖRyGGIsmál Fulltrúar Landhelgis-
gæslunnar, Ríkiskaupa, skipa-
smíðafyrirtækisins Asmar í Chile
og Rolls Royce í Noregi hófu í gær
samningaviðræður vegna kaupa
íslenska ríkisins á nýju varðskipi.
Asmar átti lægsta tilboðið í gerð
nýs varðskips en það var 2,4 millj-
arðar króna, um 200 milljónum
undir áætluðum kostnaði.
Þórhallur Hákonarson, umsjón-
armaður útboðsins fyrir hönd Rík-
iskaupa, sagði viðræðurnar hafa
gengið ágætlega þegar Fréttablað-
ið náði tali af honum í gærkvöld en
viðræðurnar höfðu staðið yfir frá
klukkan níu að morgni og fram
undir kvöld.
„Við bindum auðvitað vonir við
að þessar viðræður gangi vel í
þessari viku. Það má segja að
þetta séu skýringarviðræður til
undirbúnings samnings. Það á
ennþá eftir að leysa ýmis álitamál
og þessar viðræður eru einfald-
lega í eðlilegum farvegi.“
Fulltrúar íslenskra stjórnvalda
fóru á dögunum til Talcahuano í
Chile til þess að kanna starfsað-
stæður hjá Asmar.
Auk Asmar áttu þrjú önnur fyr-
irtæki tilboð í gerð nýs varðskips,
Simek í Noregi, Damien í Hollandi
og Pinevert í Þýskalandi.
Samkvæmt áætlunum verður
nýtt varðskip rúmlega 90 metra
langt og með 100 til 125 tonna
dráttarkraft.
Fimm fulltrúar Asmar tóku
þátt í samningaviðræðunum. Fyrir
hönd Landhelgisgæslunnar tóku
Sólmundur Jónsson rekstrarstjóri,
Gylfi Gestsson, úr tæknideild,
Ingvar Kristjánsson, yfirmaður
tæknideildar og Halldór Nellet,
yfirmaður gæsluframkvæmda,
þátt í viðræðunum.
Fyrir hönd Ríkiskaupa sátu
Guðmundur I. Guðmundsson, yfir-
maður lögfræðisviðs Ríkiskaupa,
og Þórhallur samningafundinn en
þrír fulltrúar Rolls Royce í Nor-
egi, sem að öllum líkindum kemur
að hönnun skipsins, tóku einnig
þátt í viðræðunum.
Danskur skipaverkfræðingur,
Carsten Fauner, hefur verið
íslenskum stjórnvöldum innan
handar vegna kaupanna en að sögn
Þórhalls eru samningamál vegna
kaupanna flókin og umfangsmikil.
„Það er að mörgu að hyggja þegar
gengið er frá kaupum eins og þess-
um og Carsten hefur mikla tækni-
lega þekkingu sem hann getur
miðlað til okkar.“
magnush@frettabladid.is
Viðræður um smíði
nýs varðskips í Chile
Samningaviðræður vegna kaupa íslenska ríkisins á nýju varðskipi hófust í gær.
Vonast er til þess að samningar náist í lok þessarar viku, samkvæmt upplýsing-
um frá Þórhalli Hákonarsyni, umsjónarmanni útboðs vegna kaupa á varðskipi.
Frá Fundinum í Gær Áætlað er að samningaviðræður vegna kaupanna á varðskip-
inu standi yfir fram á föstudag. Fyrsti dagur viðræðnanna var í gær.
FréttaBlaðið/vilHelm
Það á ennþá eftir að
leysa ýmis álitamál og
þessar viðræður eru einfaldlega í
eðlilegum farvegi.
Þórhallur háKonarSon
rÍkiskaupum
HeIlbRIGÐIsmál Neytendasamtök-
in telja eðlilegt að verslunum sem
selja tóbak verði einnig heimilt að
selja nikótínlyf. Samtökin telja að
slíkt muni leiða til verðlækkunar
en nikótínlyf eru alla jafna mjög
dýr hér á landi.
Lagt hefur verið fram á
Alþingi frumvarp til laga um
breytingu á lyfjalögum. Breyting-
in felst í því að verslunum sem
selja tóbak verði einnig heimilt að
selja nikótínlyf sem ekki eru
lyfseðilsskyld. Neytendasamtökin
mæla eindregið með samþykkt
frumvarpsins og telja mikilvægt
að frumvarpið verði afgreitt á
yfirstandandi þingi. - shá
neytendasamtökin:
Nikótínlyf verði
seld í verslunum
UpplýsInGAmál Guðjón Axel
Guðjónsson, skrifstofustjóri í
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu,
segir úrskurð úrskurðarnefndar
um upplýsingamál vegna kæru
Hjörleifs Guttormssonar ekki
hafa verið til umræðu innan
iðnaðarráðuneytisins. Ráðuneytið
fer með málefni Landsvirkjunar
sem hefur gert samninga við
erlenda álframleiðendur sem
leynd hvílir yfir. „Við höfum ekki
skoðað þessa niðurstöðu sérstak-
lega og þekkjum þess vegna ekki
þau lagalegu álitaefni sem fram
koma í úrskurðarorðunum. En við
eigum eflaust eftir að kynna
okkur úrskurðinn og fjalla um
hann ef við teljum ástæðu til,“
segir Guðjón Axel.
Úrskurðurinn var kveðinn upp
10. nóvember og var Seyðisfjarð-
arkaupstað og Íslenskum
orkuvirkjunum ehf. gert að
aflétta leynd af samningum
þeirra á milli sem byggð er á
viðskiptahagsmunum. - mh
iðnaðarráðuneytið:
Hafa ekki skoð-
að úrskurðinn
FJÖlmIÐlAR Páll Magnússon
útvarpsstjóri tilkynnti starfsmönn-
um Ríkisútvarpsins í gær að allir
starfsmenn stofnunarinnar muni
halda réttindum, bæði samkvæmt
ráðningarsamningum og kjara-
samningum, ef og þegar stofnun-
inni verður breytt í opinbert
hlutfélag. Eins verður ekki um
neinar uppsagnir að ræða.
Starfsmenn RÚV skrifuðu
útvarpsstjóra opið bréf í liðinni
viku þar sem farið var fram á að
réttindamál þeirra vegna
fyrirhugaðra breytinga yrðu
skýrð. Margir starfsmenn
óttuðust að áunnin réttindi myndu
tapast við breytingarnar og töldu
illa fram við sig komið að ekki
fengust svör. - shá
ríkisútvarpið:
Réttindi starfs-
fólks haldast