Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 6
6 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR
KjörKassinn
Festirðu bílinn þinn í ófærðinni
um helgina?
já 14,6%
nei 85,4%
spurning dagsins í dag
Hefurðu séð Mýrina?
Segðu skoðun þína á visir.is
Föstudagskvöld!
Léttir Jazzstandardar úr
amerísku söngbókinni!
Eyólfur Þorleifsson
Saxafón
Ólafur Stolzenwald
kontrabassi
Hin afar rómaða Þakkargjörðarkalkúnaveisla Hótels
Cabin verður haldin dagana 23. og 24. nóvember.
Í hádeginu fimmtudaginn 23. nóvember.
Í hádeginu föstudaginn 24. nóvember
Föstudagskvöldið 24. nóvember.
Borðapantanir í síma
511 6030
Eftirréttur og kaffi
að loknu
kalkúnahlaðborði
Verð einungis
1.850 kr.
2.550 kr. föstudagskvöld
InDónesíA, Ap George W. Bush
Bandaríkjaforseti sagðist í gær
ekki hafa ákveðið enn hvort fleiri
bandarískir hermenn yrðu sendir
til Íraks, eða hvort frekar skyldi
byrjað á því fljótlega að kveða
herliðið þaðan heim. Á blaða-
mannafundi í Bogor í Indónesíu,
þar sem hann hitti indónesískan
starfsbróður sinn, Susilo Bamb-
ang Yudhoyono, sagðist Bush vera
að bíða ráðgjafar frá yfirstjórn
Bandaríkjahers.
Bush gerði jafnframt lítið úr
þeim miklu mótmælum sem
mættu honum við komuna til
Indónesíu, fjölmennasta múslima-
ríkis heims. „Ég fagna samfélagi
þar sem fólk getur frjálst tjáð
skoðanir sínar,“ sagði hann. Indón-
esía væri undir forystu Yudhoyon-
os „dæmi um það hvernig lýðræði
og nútímavæðing geta verið val-
kostur við öfgahyggju.“
Forsetarnir Bush og Yudhoy-
ono skoruðu á fleiri þjóðir að
leggja sitt af mörkum til að finna
leiðir til farsælla lykta á því
ástandi sem nú ríkir í Írak.
„Alþjóðasamfélagið verður að
taka þátt í að axla ábyrgðina á því
að leysa vandamálin í Írak,“ sagði
Yudhoyono.
Bush var spurður um tillögur
bandarískra þingmanna, þar á
meðal repúblikanans Johns
McCain, um að fjölga í bandaríska
herliðinu í Írak til að efla viðleitn-
ina til að koma á stöðugleika í
landinu, sem Bush hefur áður sagt
að verði að hafa tekist áður en her-
inn heldur aftur heim. „Ég hef
ekki tekið neinar ákvarðanir varð-
andi fjölgun í herliðinu, og mun
ekki gera það fyrr en ég hef heyrt
álit ýmissa aðila,“ svaraði forset-
inn.
Bush lét þess getið að Peter
Pace, forseti bandaríska herráðs-
ins, væri að vinna að allsherjar-
endurmati á valkostum Banda-
ríkjamanna í Íraksmálunum.
Óvinsældir Bush í Indónesíu
gerðu að verkum að öryggisgæsla
var gríðarleg í kring um hálfs
dægurs langa heimsókn hans og
hávær fjöldamótmæli gegn heim-
sókninni settu mjög mark sitt á
hana. Frá Indónesíu hélt Bush
aftur heim eftir vikulanga ferð
um Asíu, en hápunktur hennar
var tímamótaheimsókn hans til
Víetnams, þar sem hann mætti á
leiðtogafund Kyrrahafs- og Asíu-
ríkja.
audunn@frettabladid.is
Brugðið á leiK í Bogor George W. Bush Bandaríkjaforseti skellti sér á bak mótorhjóli er indónesískur starfsbróðir hans, Susilo
Bambang Yudhoyono, og eiginkona hans Kristiani Herawati sýndu honum og eiginkonunni Lauru í Bogor-höll við Djakarta í gær.
fréttaBLaðið/ap
Bush bíður ráðgjaf-
ar um valkosti í Írak
Eftir viðræður við Indónesíuforseta sagðist Bandaríkjaforseti ekki hafa ákveðið
hvort senda bæri fleiri hermenn til Íraks. Hann bíði ráðgjafar um valkosti. Indónes-
íuforseti sagði alþjóðasamfélagið verða að taka meiri þátt í að leysa vandann í Írak.
sveItARstJóRnARmál Ungir jafnaðarmenn héldu
málfund um fyrirhugaða stækkun álvers Alcan í
Straumsvík á sunnudag sem um 150 manns sóttu.
Leggi fyrirtækið fram tillögu um stækkun munu
bæjarbúar greiða atkvæði um hana í fyrstu beinu
kosningu um málefni af þessu tagi í sveitarstjórnar-
málum hérlendis. Ákvæði um atkvæðagreiðslu
bæjarbúa í öllum stærri málum var samþykkt fyrir
tveimur árum, og segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, það hafa brotið blað í íbúalýðræði.
„Það er hluti af nútímanum að íbúar eigi samráð
með stjórnmálamönnum og hefur meðal annars
gefist vel í Sviss,“ segir Lúðvík og bætir við: „Ég tel
nauðsynlegt að kosið sé um annað en hundahald og
áfengismál.“ Áður en tillaga um stækkun verður
lögð fram verður þó að nást samkomulag milli
Hafnarfjarðarbæjar og Alcan um deiliskipulag.
Lúðvík Geirsson sagði á fundinum að bæjaryfirvöld
myndu ekki samþykkja stækkun þynningarsvæða
úrgangsefna.
„Þetta er ásættanlegt af okkar hálfu, og ég er viss
um að það sé hægt að ná löndun,“ segir Hrannar
Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan. Samtökin Sól í
Straumi verða með fund um málið í kvöld klukkan
átta í Suðurgötu 7 í Hafnarfirði. - vg
Blað brotið í sögu íslensks íbúalýðræðis í Hafnarfirði:
Stækkun álvers í höndum íbúa
ófæRÐ „Það hefur verið mikið álag á starfs-
fólki en vinna við snjómoksturinn hefur
gengið vel,“ segir Guðbjartur Sigfússon,
deildarstjóri gatna- og eignaumsýsludeildar
Reykjavíkurborgar, en mikill snjór á höfuð-
borgarsvæðinu hefur gert íbúum lífið leitt
undanfarna daga.
Að sögn Guðbjarts hefur greiðlega gengið
að ryðja götur bæjarins undanfarna daga en
nokkur ófærð var á öllu höfuðborgarsvæðinu
á sunnudag eftir mikla snjókomu aðfaranótt
sunnudags.
Samkvæmt áætlunum gerir Reykjavíkur-
borg ráð fyrir um 190 til 200 milljónum króna
í snjómokstur á þessu ári. „Á milli 70 og 80
starfsmenn hafa unnið að því að halda götum
Reykjavíkurborgar greiðfærum. Það hefur
gengið vel en á sunnudag var þó nokkur ófærð
í bænum. Kostnaðurinn við snjómoksturinn er
fljótur að hækka við aðstæður eins og nú hafa
skapast,“ segir Guðbjartur.
Mikið álag hefur verið á starfsmönnum
dekkjaverkstæða undanfarna daga en margir
vöknuðu upp við vondan draum á sunnudag
eftir að snjó hafði kyngt niður.
„Það hefur verið alltof mikið að gera hjá
okkur því viðskiptavinirnir hafa þurft í bíða í
allt að þrjár klukkustundir,“ segir Sveinlaugur
Hannesson, verkstjóri á dekkjaverkstæðinu
Nýbarða í Garðabæ, en þar hefur verið löng
biðröð eftir þjónustu undanfarna daga.
„Það er allt á fullu hjá okkur þessa dagana
og hefur í rauninni verið undanfarnar þrjár
vikur. En þó að það sé mikið álag á starfsfólk-
inu þá hefur verið rífandi stemning hér á
staðnum.“ - mh
Mikið álag hefur verið starfsfólki dekkjaverkstæða og snjómoksturstækja:
Gengið vel þrátt fyrir álag
Biðröð við nýBarða Starfsfólk á dekkjaverkstæðum
hefur verið undir miklu álagi síðustu daga.
fréttaBLaðið/viLHeLm
Ég tel nauðsynlegt að
kosið sé um annað en
hundahald og áfengismál.
lúðvíK geirsson
BæjarStjóri