Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 8
8 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Veistu sVarið?
FJáRmál Allra efnuðustu sveitarfé-
lög landsins eru Súðavíkurhrepp-
ur og Innri-Akraneshreppur ef
marka má hreina eign á hvern
íbúa. Efni Súðavíkurhrepps byggj-
ast upprunalega á hlutafé í sjávar-
útvegsfyrirtækinu Frosta og
Innri-Akraneshrepps á starfsemi
og skattgreiðslum Íslenska járn-
blendifélagsins.
Akraneskaupstaður lendir í
þriðja sæti á topp tíu listanum yfir
efnuðustu sveitarfélög landsins
og virðist byggja á góðum rekstri.
Nokkur sveitarfélög eru á listan-
um vegna hlutabréfaeignar. Þetta
gildir um Höfðahrepp sem átti í
Skagstrendingi. Svalbarðshrepp-
ur keypti á sínum tíma jarðir til að
standa vörð um laxveiðiréttindi og
þau kaup hafa meðal annars lagt
grunninn að góðri eignastöðu.
Grímsnes- og Grafningshrepp-
ur byggir efni sín á myndarlegum
sumarbústaðabyggðum og sama
gildir um Skorradalshrepp.
Grindavíkurbær hefur tekjur
sínar af Hitaveitu Suðurnesja og
Bláa lóninu, svo nokkuð sé nefnt.
Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðs-
stjóri hag- og upplýsingasviðs hjá
Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
segir að rekstrarafkoma sveitar-
félaganna skipti máli. „Sveitarfé-
lag sem skuldar mikið getur verið
í fínum málum ef reksturinn er
góður og það hefur mikið hand-
bært fé frá rekstri,“ segir hann.
Gunnlaugur bendir á að efnuð-
ustu sveitarfélögin á hvern íbúa
séu þau sveitarfélög sem fái mikla
fasteignaskatta vegna mikilla
sumarbústaðabyggða, virkjana
eða stóriðju.
Fljótsdalshreppur er nýríkasta
sveitarfélag á Íslandi með 666
milljónir í hreina eign á hvern
íbúa. Hreppurinn hafði ríflega
hundrað og níutíu milljónir í tekj-
ur árið 2005 en tæplega 81 milljón
í gjöld. Þegar búið var að greiða
reikninga átti hreppurinn tæplega
112 milljónir króna handbærar og
hafði handbært fé hækkað um
tæplega 112 milljónir frá 2004.
Gunnþórunn Ingólfsdóttir, odd-
viti Fljótsdalshrepps, segir að
peningunum verði varið vel. Íbú-
arnir, sem voru 355 talsins um ára-
mót, njóti þess óbeint. „Á þessu
ári styrkjum við neysluvatnsfram-
kvæmdir sem ekki hefur verið
gert áður. Svo erum við að horfa
til þess að renna styrkari stoðum
undir atvinnuhætti í sveitinni,“
segir hún.
Spurður um það hvaða ráð
Gunnlaugur gefi sveitarfélögun-
um segir hann: „Að fara vel með.“
ghs@frettabladid.is
Súðavík er
eitt ríkasta
sveitarfélagið
Súðavíkurhreppur og Innri-Akraneshreppur eru rík-
ustu sveitarfélögin. Fljótsdalshreppur fyrir austan er
nýríkasta sveitarfélagið. Sumarbústaðir, virkjanir og
stóriðja gefa sveitarfélögunum mestu tekjurnar.
súðaVík Við Álftafjörð Innri-Akraneshreppur og Súðavíkuhreppur eru efnuð-
ustu sveitarfélög landsins ef miðað er við hreina eign á hvern íbúa. Innri-Akra-
neshreppur sameinaðist Hvalfjarðarstrandarhreppi, Leirár- og Melahreppi og
Skilmannahreppi fyrr á árinu.
1.Hvaða mynd fékk flest Eddu-
verðlaun í ár?
2.Hvað heitir þingmaður Sam-
fylkingarinnar sem sagði sig úr
flokknum um helgina?
3.Hversu margir bílar aka í
gegnum Hvalfjarðargöng á
sólarhring að meðaltali?
sVörin eru Á síðu 46
FJáRmál „Það getur vel verið að
þeir fái hlutdeild en það þarf að
færa mjög góð rök fyrir því ef það
á að gerast,“ segir Árni Mathiesen
fjármálaráðherra um væntingar
sveitarstjórnarmanna um
hlutdeild úr fjármagnstekjuskatti
í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að
brúa bilið í rekstri vel og illa
stæðra sveitarfélaga.
„Auðvitað er maður tilbúinn til
að ræða þessi mál og ég á von á
því að hitta nýjan formann,
Halldór Halldórsson, fljótlega,“
segir Árni. „Við gerum ekki ráð
fyrir því að í framtíðinni verði
gríðarlegur afgangur af ríkissjóði.
Gerum ráð fyrir að ríkissjóður sé
nokkurn veginn í jafnvægi yfir
hagsveifluna og ég get varla
ímyndað mér að sveitarfélögin
kalli á það að ríkissjóður hækki
skatta.“ - ghs
Fjármálaráðherra:
Þarf að rök-
styðja mjög vel
ÞýskAlAnD, AP Sex menn liggja nú undir grun
yfirvalda í Þýskalandi um að hafa lagt á ráðin
um að sprengja upp farþegaþotu þar í landi.
Frá þessu greindu saksóknarar í Berlín í gær.
Hinir sex grunuðu og fleiri aðilar sem enn
er ekki vitað hverjir eru, eru taldir hafa lagt á
ráðin um hryðjuverkaárás fyrir hönd „hingað
til óþekktra“ bakhjarla, að því er segir í
tilkynningu frá saksóknara.
Þar segir ennfremur að nokkrir hinna
grunuðu hefðu haft samband í sumar sem leið
við mann sem hafði aðgang að öryggissvæði
ónefnds flugvallar í Þýskalandi. Sá hefði
fallist á, gegn greiðslu, að smygla tösku með
sprengju inn í farþegaþotu.
Hinir sex grunuðu verða ákærðir fyrir að
vera félagar í eða styðja hryðjuverkasamtök.
Þeir voru handteknir á föstudag, en fimm
þeirra voru eftir yfirheyrslur látnir lausir
aftur á laugardag. Að sögn þýskra fjölmiðla
eru mennirnir allir heittrúarmúslimar og
erlendir ríkisborgarar.
Í tengslum við rannsókn málsins var
húsleit gerð í níu íbúðum í sambandslöndun-
um Rheinland-Pfalz og Hessen. Alþjóðaflug-
völlurinn í Frankfurt er í Hessen. Samkvæmt
frétt dagblaðsins Die Welt var markmið
samsærismannanna að sprengja þar upp þotu
ísraelska flugfélagsins El Al. - aa
Komið upp um meint hryðjuverkasamsæri í Þýskalandi:
Farþegaþota sögð skotmarkið
Á Vakt í frankfurt Lögreglumaður á útkikki á
Frankfurt-flugvelli í gær. Hinir grunuðu eru sakaðir
um að hafa ætlað að smygla þar sprengju um borð í
farþegaþotu. FréttAbLAðIð/Ap
Allar nýjustu upplýsingar
og fréttir á ensku á
vefnum reykjavik.com og
í blaðinu Reykjavikmag.
Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík
Allar nýjustu upplýsingar
og fréttir á ensku á
vefnum reykjavik.com og
í blaðinu Reykjavikmag.
Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík
tíu ríkustu
sVeitarfélögin
Hrein eign á íbúa
Súðavíkurhreppur 2,7 milljónir
Innri-Akraneshreppur 2,7 milljónir
Akraneskaupstaður 1,6 milljónir
Höfðahreppur 1,6 milljónir
Grímsnes- og Grafningsh. 1,3 milljónir
Svalbarðshreppur 973 milljónir
Skorradalshreppur 955 milljónir
bæjarhreppur 903 milljónir
reykhólahreppur 903 milljónir
Grindavíkurbær 892 milljónir
Heimild: Árbók sveitarfélaga 2006