Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 8
8 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR Veistu sVarið? FJáRmál Allra efnuðustu sveitarfé- lög landsins eru Súðavíkurhrepp- ur og Innri-Akraneshreppur ef marka má hreina eign á hvern íbúa. Efni Súðavíkurhrepps byggj- ast upprunalega á hlutafé í sjávar- útvegsfyrirtækinu Frosta og Innri-Akraneshrepps á starfsemi og skattgreiðslum Íslenska járn- blendifélagsins. Akraneskaupstaður lendir í þriðja sæti á topp tíu listanum yfir efnuðustu sveitarfélög landsins og virðist byggja á góðum rekstri. Nokkur sveitarfélög eru á listan- um vegna hlutabréfaeignar. Þetta gildir um Höfðahrepp sem átti í Skagstrendingi. Svalbarðshrepp- ur keypti á sínum tíma jarðir til að standa vörð um laxveiðiréttindi og þau kaup hafa meðal annars lagt grunninn að góðri eignastöðu. Grímsnes- og Grafningshrepp- ur byggir efni sín á myndarlegum sumarbústaðabyggðum og sama gildir um Skorradalshrepp. Grindavíkurbær hefur tekjur sínar af Hitaveitu Suðurnesja og Bláa lóninu, svo nokkuð sé nefnt. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir að rekstrarafkoma sveitar- félaganna skipti máli. „Sveitarfé- lag sem skuldar mikið getur verið í fínum málum ef reksturinn er góður og það hefur mikið hand- bært fé frá rekstri,“ segir hann. Gunnlaugur bendir á að efnuð- ustu sveitarfélögin á hvern íbúa séu þau sveitarfélög sem fái mikla fasteignaskatta vegna mikilla sumarbústaðabyggða, virkjana eða stóriðju. Fljótsdalshreppur er nýríkasta sveitarfélag á Íslandi með 666 milljónir í hreina eign á hvern íbúa. Hreppurinn hafði ríflega hundrað og níutíu milljónir í tekj- ur árið 2005 en tæplega 81 milljón í gjöld. Þegar búið var að greiða reikninga átti hreppurinn tæplega 112 milljónir króna handbærar og hafði handbært fé hækkað um tæplega 112 milljónir frá 2004. Gunnþórunn Ingólfsdóttir, odd- viti Fljótsdalshrepps, segir að peningunum verði varið vel. Íbú- arnir, sem voru 355 talsins um ára- mót, njóti þess óbeint. „Á þessu ári styrkjum við neysluvatnsfram- kvæmdir sem ekki hefur verið gert áður. Svo erum við að horfa til þess að renna styrkari stoðum undir atvinnuhætti í sveitinni,“ segir hún. Spurður um það hvaða ráð Gunnlaugur gefi sveitarfélögun- um segir hann: „Að fara vel með.“ ghs@frettabladid.is Súðavík er eitt ríkasta sveitarfélagið Súðavíkurhreppur og Innri-Akraneshreppur eru rík- ustu sveitarfélögin. Fljótsdalshreppur fyrir austan er nýríkasta sveitarfélagið. Sumarbústaðir, virkjanir og stóriðja gefa sveitarfélögunum mestu tekjurnar. súðaVík Við Álftafjörð Innri-Akraneshreppur og Súðavíkuhreppur eru efnuð- ustu sveitarfélög landsins ef miðað er við hreina eign á hvern íbúa. Innri-Akra- neshreppur sameinaðist Hvalfjarðarstrandarhreppi, Leirár- og Melahreppi og Skilmannahreppi fyrr á árinu. 1.Hvaða mynd fékk flest Eddu- verðlaun í ár? 2.Hvað heitir þingmaður Sam- fylkingarinnar sem sagði sig úr flokknum um helgina? 3.Hversu margir bílar aka í gegnum Hvalfjarðargöng á sólarhring að meðaltali? sVörin eru Á síðu 46 FJáRmál „Það getur vel verið að þeir fái hlutdeild en það þarf að færa mjög góð rök fyrir því ef það á að gerast,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra um væntingar sveitarstjórnarmanna um hlutdeild úr fjármagnstekjuskatti í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að brúa bilið í rekstri vel og illa stæðra sveitarfélaga. „Auðvitað er maður tilbúinn til að ræða þessi mál og ég á von á því að hitta nýjan formann, Halldór Halldórsson, fljótlega,“ segir Árni. „Við gerum ekki ráð fyrir því að í framtíðinni verði gríðarlegur afgangur af ríkissjóði. Gerum ráð fyrir að ríkissjóður sé nokkurn veginn í jafnvægi yfir hagsveifluna og ég get varla ímyndað mér að sveitarfélögin kalli á það að ríkissjóður hækki skatta.“ - ghs Fjármálaráðherra: Þarf að rök- styðja mjög vel ÞýskAlAnD, AP Sex menn liggja nú undir grun yfirvalda í Þýskalandi um að hafa lagt á ráðin um að sprengja upp farþegaþotu þar í landi. Frá þessu greindu saksóknarar í Berlín í gær. Hinir sex grunuðu og fleiri aðilar sem enn er ekki vitað hverjir eru, eru taldir hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárás fyrir hönd „hingað til óþekktra“ bakhjarla, að því er segir í tilkynningu frá saksóknara. Þar segir ennfremur að nokkrir hinna grunuðu hefðu haft samband í sumar sem leið við mann sem hafði aðgang að öryggissvæði ónefnds flugvallar í Þýskalandi. Sá hefði fallist á, gegn greiðslu, að smygla tösku með sprengju inn í farþegaþotu. Hinir sex grunuðu verða ákærðir fyrir að vera félagar í eða styðja hryðjuverkasamtök. Þeir voru handteknir á föstudag, en fimm þeirra voru eftir yfirheyrslur látnir lausir aftur á laugardag. Að sögn þýskra fjölmiðla eru mennirnir allir heittrúarmúslimar og erlendir ríkisborgarar. Í tengslum við rannsókn málsins var húsleit gerð í níu íbúðum í sambandslöndun- um Rheinland-Pfalz og Hessen. Alþjóðaflug- völlurinn í Frankfurt er í Hessen. Samkvæmt frétt dagblaðsins Die Welt var markmið samsærismannanna að sprengja þar upp þotu ísraelska flugfélagsins El Al. - aa Komið upp um meint hryðjuverkasamsæri í Þýskalandi: Farþegaþota sögð skotmarkið Á Vakt í frankfurt Lögreglumaður á útkikki á Frankfurt-flugvelli í gær. Hinir grunuðu eru sakaðir um að hafa ætlað að smygla þar sprengju um borð í farþegaþotu. FréttAbLAðIð/Ap Allar nýjustu upplýsingar og fréttir á ensku á vefnum reykjavik.com og í blaðinu Reykjavikmag. Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík Allar nýjustu upplýsingar og fréttir á ensku á vefnum reykjavik.com og í blaðinu Reykjavikmag. Allt um allt sem skiptir máli í Reykjavík tíu ríkustu sVeitarfélögin Hrein eign á íbúa Súðavíkurhreppur 2,7 milljónir Innri-Akraneshreppur 2,7 milljónir Akraneskaupstaður 1,6 milljónir Höfðahreppur 1,6 milljónir Grímsnes- og Grafningsh. 1,3 milljónir Svalbarðshreppur 973 milljónir Skorradalshreppur 955 milljónir bæjarhreppur 903 milljónir reykhólahreppur 903 milljónir Grindavíkurbær 892 milljónir Heimild: Árbók sveitarfélaga 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.