Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 12
12 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðasamband líkamsræktarmanna, sem heldur flestar fitness-keppnir á Íslandi, greiðir nokkur hundruð þúsund í að lyfjaprófa þátttakendur keppn- anna á vegum sambandsins. Einar Guðmann, yfirdómari hjá Alþjóða- sambandi líkamsræktarmanna, segir að síðustu sjö ár hafi átján prósent allra keppenda í fitness- keppnum á vegum sambandsins verið lyfjaprófaðir. Einar segir að á hverju Íslands- móti í fitness séu að jafnaði tekin fjögur til átta lyfjapróf og alls hafi 45 lyfjapróf verið gerð á 246 kepp- endum á síðustu sjö árum. „Þetta er mjög hátt hlutfall og með því hæsta sem gerist í einstakri íþróttagrein. Þrír keppendur hafa fallið á lyfjaprófi vegna steranotk- unar frá upphafi mælinga hér á landi en það jafngildir um einu prósenti.“ Einar segir keppendur sjálfa óska eftir lyfjaprófum en lyfjapróf er skilyrði fyrir þátttöku á mótum erlendis á vegum Alþjóðasambands líkamsræktar- manna. Einar segir að leitast hafi verið við að eiga gott samstarf við ÍSÍ um framkvæmd lyfjaprófa og að samstarfið hafi gengið hnökra- laust til þessa. Skúli Skúlason, formaður lyfja- ráðs ÍSÍ, segist hafa farið rang- lega með tölur þegar hann fullyrti að meirihluti keppenda í fitness- keppnum féllu á lyfjaprófum eins og fram kom í laugardagsblaði Fréttablaðsins. En þar kom fram að sextíu prósent þátttakenda í fitnesskeppnum hér á landi féllu á lyfjaprófum. „Það sem af er ári hafa fjórir þátttakendur í fitness- keppnum verið lyfjaprófaðir og enginn þeirra hefur fallið. Það er hins vegar staðreynd að á einu fitnessmóti féll helmingur þeirra keppenda sem var prófaður.“ Skúli fékkst hins vegar ekki til að gefa upp á hvaða móti þetta hefði verið. „Við hjá ÍSÍ vildum gjarnan gera fleiri lyfjapróf á þátttakend- um fitnesskeppna en samstarf við mótsaðila er misgott og mótshald- arar eru misduglegir við að prófa sitt fólk.“ Skúli segir að í Noregi og Dan- mörku hafi fengist heimild fyrir því að lyfjaprófa á líkamsræktar- stöðvum og að það sé leið sem lyfjanefnd ÍSÍ hafi áhuga á að skoða en það verði að gerast í sam- vinnu við stöðvarnar. hugrun@frettabladid.is Enginn fitness- keppandi hefur fallið Formaður lyfjaráðs segir að þar sem lítill hluti þátt- takenda í fitnesskeppnum hér á landi fari í lyfjapróf sé erfitt að áætla lyfjanotkun í greininni. Hann segir samstarf við mótsaðila fitness-keppna misgott. Fitness-mót í LaugardaLshöLL Enginn fallið á lyfjaprófi í fitness-móti á þessu ári. NEFNDIR Stjórnsýslu- og úrskurðar- nefndum hefur fjölgað úr átta í 58 á síðustu þrjátíu árum og afgreiðslutími þeirra hefur lengst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri athugun sem Umboðsmaður Alþingis hefur sent frá sér. Niðurstöður athugunarinnar byggjast á upplýsingum sem feng- ust frá 48 nefndum um störf þeirra á tveimur sex mánaða tímabilum, annars vegar frá 1. nóvember 2003 til 30. apríl 2004 og hins vegar frá 1. janúar 2005 til 30. júní 2006. Afgreiðslutími nefnda er mislang- ur en algengast er að hann sé á bil- inu fjórar vikur til þrír mánuðir. Þá starfa sextán nefndir án sérstakra lagaákvæða eða reglna um afgreiðslutíma. Úttekt á nefndum á ofangreind- um tímabilum sýnir að málsmeð- ferðartími sé að lengjast. Á fyrra tímabilinu afgreiddu nefndirnar 62,5 prósent mála innan sex mán- aða en á seinna tímabilinu var hlut- fallið 56,7 prósent. Þá er mikill misbrestur á því að nefndir fylgi fyrirmælum stjórnsýslulaga um að tilkynna málsaðilum þegar tafir verða á vinnslu mála. Aðeins var tilkynnt um tafir í tíunda hluta þeirra mála sem afgreidd voru á lengri tíma en frestur samkvæmt lögum eða reglum segir til um. - hs Stjórnsýslu- og úrskurðarnefndir á síðustu 30 árum: Fjöldinn sjöfaldast Við hjá ÍSÍ vildum gjarnan gera fleiri lyfjapróf á þátttakendum fitness-keppna en samstarf við mótsaðila er misgott og móts- haldarar eru misduglegir við að prófa sitt fólk. skúLi skúLason Formaður lyFjaráðs ÍsÍ einar guðmannskúLi skúLason F í t o n / S Í A Sparisjóðurinn og viðskiptavinir hans sameinast nú um að styrkja samtök sem vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum. Fjórði hver Íslendingur á við geðræn vandamál að stríða einhverntíma á ævinni en með réttri meðhöndlun og stuðningi eru yfirgnæfandi líkur á að fólk nái bata. Við bjóðum viðskiptavinum Sparisjóðsins að velja eitt af þeim átta félögum sem við höfum ákveðið að styrkja í ár. Þá mun Sparisjóðurinn greiða 1000 kr. fyrir hvern þann viðskiptavin sem tekur þátt. Auk þess geta allir, viðskiptavinir og aðrir, lagt málefninu lið og bætt við upphæð að eigin vali. Farðu inn á www.spar.is eða komdu í næsta Sparisjóð og gefðu þinn styrk. Það eru geðveiktgóðir englar á meðal okkar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.