Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 13

Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 2006 13 ÍslenskUkennslA Fjölmörg atvinnu- fyrirtæki kaupa íslenskunámskeið fyrir fólkið sitt og má gera ráð fyrir að hátt í eitt þúsund útlend- ingar hafi verið á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöð- um sínum nú í haust. Námskeiðin eru fyrst og fremst á vegum Mímis símenntunar og Alþjóðahúss. Fyrirtækin koma úr mörgum geirum atvinnulífsins, þannig hafa bakarí, fiskvinnslufyrirtæki, hjúkrunarheimili, verktakafyrir- tæki, lagerfyrirtæki, flutningafyr- irtæki og fólksflutningafyrirtæki fengið námskeið fyrir starfsfólk sitt svo dæmi séu nefnd. Laufey Eyjólfsdóttir er framkvæmda- stjóri Toppfisks. Toppfiskur hefur keypt tvö íslenskunámskeið fyrir starfsfólk sitt á þessu ári og hefst það þriðja fljótlega. Námskeiðin eru haldin á vinnutíma í húsnæði fyrirtækisins. Laufey segir að Toppfiskur sé með sjötíu og fimm starfsmenn frá Póllandi, Filippseyjum, Taí- landi, Úkraínu, Ghana og Víetnam. Margir vilji læra íslensku og sér- staklega sé fólk frá Asíu duglegt við námið. Henni finnst sjálfsagt að fólk læri tungumálið, að minnsta kosti til að geta bjargað sér, en segir ekki alla vilja læra íslensku og auðvitað neyði hún engan. „Ég hef verið spurð að því af hverju ég læri ekki pólsku en af hverju skyldi ég þá ekki læra taí- lensku, úkraínsku eða víet- nömsku? Ég myndi læra pólsku ef ég byggi í Póllandi.“ - ghs Myndi læra pólsku „Ég myndi læra pólsku ef ég byggi í Póllandi,“ segir Laufey Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Toppfisks. Fjölmörg fyrirtæki kaupa íslenskunámskeið fyrir erlent starfsfólk sitt: Enginn neyddur á námskeið stJóRnmál Ungliðahreyfing Samfylkingar- innar harmar þá ákvörðun Valdimars L. Friðrikssonar að sega skilið við flokkinn. Í ályktun undrast ungliðarnir að Valdimar, sem er forystumað- ur í íþrótta- starfi, kunni ekki að taka tapi betur en raun ber vitni og sjái ekki sóma sinn í að láta af þingmennsku fyrst hann telji sig ekki eiga lengur samleið með flokknum. Er því um leið beint til annarra sem gáfu kost á sér í prófkjörum Samfylkingarinnar að virða niðurstöður þeirra. - bþs Ungir jafnaðarmenn: Valdimar ætti að hætta á þingi ValdiMar l. Friðriksson UmfeRÐ „Verktakar finna til samfélagslegrar ábyrgðar og eru fullir vilja til að auka öryggi og merkingar við vegaframkvæmd- ir. Að þeirra mati eru núverandi kröfur of slakar,“ segir í ályktun félags verktaka. „Í þessum málaflokki skiptir öllu máli að menn viðurkenni að ekki hefur verið lögð nógu mikil áhersla á öryggismál og fremur kappkostað að leita blóraböggla þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis,“ segja verktakarnir sem átelja þá „sem ekkert leggja til umræðunnar annað en að vísa til ábyrgðar annarra.“ Þeir átelja einnig þá sem stunda upphrópan- ir og sleggjudóma. - gar Verktakar vilja bragarbót: Auka verður áherslu á öryggi reykjanesbraut Banaslysið, sem varð fyrir rúmri viku, hefur hrint af stað umræðu um merkingar vegna vegafram- kvæmda. frÉTTaBLaðið/viLhELm fJARskIPtI Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur eflt GSM-kerfi sitt, en fyrirtækið hefur lokið við uppfærslu á öllum símstöðvum í kerfinu. Með breytingunni aukast gæði þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir. Vodafone hefur auk þess þétt GSM-kerfið því settir hafa verið upp sendar í Öxnadal, Grenivík og við Hrafnagil. Auk þess er búið að bæta við þremur sendum á Akureyri og þá er Vodafone að ljúka við uppsetn- ingu á GSM-sendi austan Þjórsár sem bætir sambandið við þjóðveginn. - ifv Bætt símaþjónusta: Vodafone eflir GSM-kerfið Í sunnudagsblaði fréttablaðsins birtist viðtal við Evu Laufeyju Stefáns- dóttur ljósmóður. Eva var rangfeðruð í greininni en hún var sögð Steingríms- dóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. leiðrétting hjól fóru undan flutningabifreið sem var á leið yfir Borgarfjarðarbrú á sunnudagskvöldið. Bíllinn sat fastur á brúnni í á þriðja klukkutíma og urðu nokkrar tafir á umferð af þessum sökum. Engan sakaði. lögregluFrétt bíll fastur á brú Stjórn og ráðgjafaráð SI efna til framhaldsfundar um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda í ljósi nýrrar skýrslu nefndar iðnaðarráðherra um málið. Staður: Grand Hótel Reykjavík Dagur: Þriðjudaginn 21. nóvember Stund: Frá 15:00 til 17:00 Fundurinn er öllum opinn. Félagsmenn SI eru eindregið hvattir til að koma. Fundarstjóri: Helgi Magnússon formaður SI umhverfisráðherra formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands stjórnarformaður BM Vallár ehf. Jónína Bjartmarz Árni Finnsson Víglundur Þorsteinsson Stjórnandi: Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri SI Pallborðsumræður ræðumanna Dagskrá: Er sátt í sjónmáli? Opinn fundur Samtaka iðnaðarins um nýja skýrslu auðlindanefndar: Framtíðarsýn um verndun og nýtingu auðlinda í jörðu og vatnsafls"" GeoRGÍA, AP Georgía gæti hindrað aðild Rússlands að Alþjóðavið- skiptastofnuninni WTO, að sögn georgískra yfirvalda. Rússar og Bandaríkjamenn undirrituðu um helgina samning, sem ætlað var að ryðja úr vegi seinustu hindruninni í 13 ára baráttu Rússa fyrir aðild að stofnuninni. Georgía er aðili að WTO og hefur gert tvíhliða viðskiptasamning við Rússa, sem Rússar þurfa, vilji þeir aðild. Georgíumenn hóta að rifta samningnum ef Rússar halda áfram efnahagsþvingunum og láta ekki af viðskiptum við Abkas- íu og Suður-Ossetíu. - sgj Aðild Rússa að WTO ógnað: Georgía getur hindrað aðild

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.