Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 16

Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 16
16 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR VInnUmARkAÐUR Launamaður sem er kominn yfir 45 ára aldur og hefur margra ára starfsreynslu sem smiður hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi, hefur mun lægri dagvinnulaun en sambæri- legur smiður hjá Reykjavíkur- borg. Óánægja er meðal iðnaðar- manna LSH, ekki síst þeirra sem eru launamenn, með kjörin. Smiður hjá LSH, sem er orðinn 45 ára, hefur 191 þúsund krónur í dagvinnulaun. Þetta er eitt þúsund krónum hærri laun en smiður með eins árs starfsreynslu fengi hjá borginni. Ef smiðurinn, sem er orðinn 45 ára, færir sig frá LSH til borgarinnar hækkar hann um minnst 25 þúsund krónur, líklega 30 þúsund, miðað við 215-220 þús- und krónur í dagvinnulaun þar. Hjá borginni er maðurinn reyndar kominn í hæsta launaflokk tíu árum fyrr, eða við 35 ára aldur. Aðeins er miðað við taxtakaup og ekki tekið tillit til fastrar yfir- vinnu. Ef tekið er tillit til fastrar yfirvinnu eru laun smiðsins hjá LSH um 230 þúsund á mánuði en hjá borginni fengi hann um 260 þúsund á mánuði að fastri yfir- vinnu meðtalinni. „Við erum allir undirmálsmenn miðað við aðra Íslendinga,“ segir Guðmundur Guðnason, aðstoðar- verkstjóri hjá LSH. „Það gildir það sama um alla. Spítalinn reynir að halda niðri kaupinu okkar og þá gildir einu hvaða starfsheiti menn hafa.“ Guðmundur rifjar upp að þeir hafi fengið eins launaflokks hækk- un eftir samkomulag ASÍ og SA í sumar. Það hafi gefið fimm til sex þúsund krónur. Í sömu atrennu var skipt út fimm yfirvinnutímum með engri vinnuskyldu fyrir tveggja launaflokka hækkun. Þetta gerði um 16 þúsund króna hækkun í allt, eða um átta þúsund króna raunhækkun á mánuði, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Byggingadeild LSH telur um fjörutíu og fimm fasta starfs- menn, þar af eru iðnaðarmennirn- ir, sem eru launamenn, um helm- ingur starfsmanna. Stærstu hópar iðnaðarmanna eru rafvirkjar, vél- stjórar og trésmiðir. Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri tækni og eigna hjá LSH, segir að launa- mennirnir fái greitt samkvæmt töxtum. „Við teljum okkur greiða sambærileg laun og aðrar ríkis- stofnanir,“ segir hann. Til viðbótar eru iðnaðarmenn sem ráðnir eru sem verktakar. Þeir eiga nú í samningaviðræðum við LSH og hafa farið fram á 27 prósenta hækkun. ghs@frettabladid.is Óánægðir með tug- þúsunda launamun Iðnaðarmaður í launavinnu hjá Landspítalanum hefur 25-30 þúsund krónum lægri laun en sambærilegur iðnaðarmaður hjá borginni. „Við erum allir undir- málsmenn,“ segir aðstoðarverkstjóri. LandspítaLinn í fossvogi Iðnaðarmaður í launavinnu hjá Landspítalanum fær um 30 þúsund krónum lægri dagvinnulaun en sambærilegur iðnaðarmaður hjá borginni. „Við teljum okkur greiða sambærileg laun og aðrar ríkisstofnanir,“ segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri tækni og eigna hjá Landspítalanum. Launamunur hjá ríki og borg smiður 20-25 ára 45 ára og eldri LSH 182 þúsund 191 þúsund Borgin 190 þúsund 215-220 þúsund BoRGARRáÐ Það er ekki rétt sem Dagur B. Eggertsson hélt fram á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í síðustu viku að Frjálslyndi flokk- urinn hefði ekki haft tíma til að taka þátt í mótun framkvæmdaá- ætlunar minnihlutans í borgarráði um málefni innflytjenda í Reykja- vík. Frjálslyndir töldu sig vera í fullu samstarfi við hina flokkana að áætluninni, segir Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins. „Mér kom það því á óvart að þess- ir flokkar voru búnir að setja allt í fullan gang í innflytjendamálum án þess að tala við okkur. Við vorum tilbúin með tillögur þann 6. nóv- ember og ætl- uðum að leggja þær í púkkið með þeim. Á hádegi þann 14. nóvember, daginn sem þau kynntu sínar tillögur, hitti ég Dag og hann sagði mér að þau ætl- uðu að gera þetta án okkar. Mér skildist á Degi að þeim þætti óþægilegt að hafa okkur með, vegna umræðunnar síðustu daga á undan.“ Dagur B. Eggertsson segir það rétt að Frjálslynda flokknum hafi ekki verið boðið til samstarfsins þegar til kom. „Það er greinilegt að það er ekki ein rödd um málefni innflytjenda innan Frjálslynda flokksins og þau þurfa bara að hreinsa loftið hjá sér áður en þau ganga til samstarfs við aðra flokka. En það er líka rétt að þau höfðu ekki tíma til að koma á fund- ina framan af, í september.“ - kóþ Margrét Sverrisdóttir er ósátt við ummæli Dags B. Eggertssonar: Frjálslyndir vildu vera með margrét sverrisdóttir FRIÐARGæslAn Hlutverk Íslend- inga hefur aldrei verið veiga- meira á Srí Lanka og það er þessa dagana. Þau Norðurlönd sem til- heyra ESB þurftu að hverfa á brott í septembermánuði og síðan hafa Norðmenn og Íslendingar borið allan þungann af eftirlits- sveitunum, SLMM. Jón Óskar Sól- nes tók þá við stöðu framkvæmda- stjóra höfuðstöðvanna í höfuðborginni, Kólombó, og Þor- finnur Ómarsson hefur verið tals- maður sveitanna. Sjö manns, eða þriðjungur eftir- litsmanna SLMM, eru íslenskir, og helmingur þeirra eru konur. „Við höfum fjölgað nokkuð í hópn- um, sérstaklega fólki úr hópi lög- reglumanna. Reynsla lögreglu- manna er mjög góður grunnur í þetta starf, því það er töluverð rannsóknarvinna sem þarf að inna af hendi. Til dæmis ef ein- hver er myrtur þá þarf að rann- saka það, tala við vitni og setja saman skýrslu, sem fer í gagna- banka og síðan gefum við út yfir- lýsingu um hvernig og hver braut vopnahléið,“ segir Þorfinnur. Einnig eru þrír Íslendingar í höfuðstöðvunum í Kólombó. „Íslendingar á Srí Lanka hafa aldrei verið jafn áberandi og margir og þeir eru núna,“ segir Þorfinnur og tekur fram að þarna séu engin jeppagengi. „ Þetta er fyrst og fremst borgaralegt verk- efni sem við sinnum.“ - kóþ Norræna eftirlitssveitin á Srí Lanka: Aldrei fleiri Íslendingar á vakt Þorfinnur ómarsson Verkefnin á Sri Lanka eru fyrst og fremst borgaraleg að sögn Þorfinns. Bankastræti • Fjörður • Kringlan • Laugavegur 178 • Smáralind DIGIMAX L50 Kr. 22.990,-kr. 29.990 Kr. 0,-kr. 7.950 1112 7.000AFSLÁTTUR Takmarkað magn 5 M.pixlar 39–109 mm linsa 2,5” hágæða LCD-skjár ISO 50–400 10 sek. Voice memo á mynd Margar forstillingar og timer Vídeóupptaka Lithium-rafhlaða Pictbridge-staðall Frír GSM símiNOKIA 1112 fylgir með kaupum áSamsung Digimax L50 Kr. 35.095,-kr. 38.995 3.900AFSLÁTTUR 6233 2 mp myndavél FM útvarp EDGE Bluetooth Allt að 340 klst biðtími 110 gr Kr. 35.995,-kr. 39.995 4.000AFSLÁTTUR 5500 sport 2 mp myndavél MMS EDGE Innrautt Bluetooth FM útvarp 103 gr razz razz handfrjáls búnaður fylgir frítt með* Notaðu razz til að lífga upp á samtalið Þú bætir við umhverfishljóðum, Beavis, tromum ofl. við eða inn í samtalið. * RAZZ handfrjáls búnaður passar bara á Nokia Pop Port síma Kr. 6.990,- Handfrjáls búnaður Bluetooth 250 klst biðtími 10 klst taltími 18 gr að þyngd Hringduog myndaðu Bi rt m eð fy rir va ra u m te xt a og m yn da br en gl . V ör ur g et a ve rið u pp se ld ar Auglýsingin gildir til 24. nóvember

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.