Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 18
21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR18
nær og fjær
„orðrétt“
Það styttist til jóla. Stór
hluti verslunar með bækur
og plötur fer fram á næstu
vikum og því eru margir
komnir með gamalkunnug-
an skjálfta í hnén. Það er
mikið í húfi og spurningin
er bara: verða þetta bókajól
eða plötujól?
„Ég held að bækur og plötur séu
ekki í samkeppni lengur því núna í
velmeguninni þykir fullorðnu
fólki of ódýrt að gefa plötur í jóla-
gjöf,“ segir Kristján B. Jónasson,
formaður félags bókaútgefenda.
„Á tilboði eru plötur á kannski
1.500 kall sem er það sama og fólk
er að eyða í hádegismat. Ég held
því að fólk gefi krökkum helst
plötur eða fjarskyldum ættingj-
um. Við fundum að minnsta kosti
fyrir mikilli gleði í fyrra þegar við
gáfum út Atlasinn sem kostaði um
20.000 út úr búð. Fólk var glatt
yfir því að loksins var komin dýr
bókagjöf.“
Kristján segir bókasöluna fyrir
jólin nema á milli 500 til 700 millj-
ónum króna, gróflega áætlað.
„Heildarsala bóka er þó vel yfir
tveir milljarðar svo jólasalan er
ekki nema um þriðjungur eða
fjórðungur af heildarsölunni. Inni
í þessu eru reyndar kennslubæk-
urnar. Jólin skipta þó miklu fyrir
skáldsögur og ævisögur.“ Bókatíð-
indi eru komin út og á leið inn á
hvert heimili.
„Plötur og bækur eru í beinni
samkeppni og þeir sem halda öðru
fram eru að tala gegn betri vitund,“
segir Jónatan Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri Félags hljómplötu-
framleiðanda. Hann segir síðustu
viku hafa verið fyrstu alvöru sölu-
vikuna og að salan hafi farið seinna
í gang en vanalega. Á árum áður
voru síðustu tveir mánuðir ársins
aðalsölutími íslenskra hljómplatna
með um 70 pró-
sent af heild-
inni, en nú eru
þessir tveir
mánuðir komn-
ir niður í 45-50
prósent.
„Fyrir
nokkrum ára-
tugum voru
íslenskar plöt-
ur og bækur á
sama verði og
verðið fylgdi
því sem ein
flaska af
íslensku
brennivíni
kostaði,“ segir
Jónatan. „Fyrir
svona 15 árum
breyttist þetta
þegar verð
erlendra platna
staðnaði.
Íslensku plöt-
urnar þurftu
að taka viðmið af því. Á meðan
hefur verð bóka fylgt almennu
verðlagi í landinu. Þetta kemur
niður á tónlistarfólki sem fær
minna fyrir sinn snúð en áður.
Mun stærri hluti innkomunnar fer
nú í framleiðslu- og kynningar-
kostnað en áður. Svo er mjög órétt-
látt að virðisauki eigi ekki að
lækka á plötum eins og á bókum,
það geta allir séð út frá samkeppn-
issjónarmiðum. Við trúum ekki
öðru en að þessu verði breytt.“
Plötutíðindi eru komin í prent-
un og á leiðinni í hvert hús. Þá er
væntanleg í loftið sérstök útvarps-
stöð á vegum Félags tónskálda og
textahöfunda, FTT, sem spilar ein-
göngu nýtt íslenskt efni. Stöðin
verður á þeirri tíðni sem BBC
hefur sent út á hérlendis, FM 94,3.
gunnar@frettabladid.is
Eðlilegt framhald
„Við lítum á þetta sem
eðlilegt framhald af því að
þrælunum var veitt frelsi
og konur fengu réttindi sín.
Núna er komið að réttindum
dýranna.“
Marianne thieMe, leiðtogi
hollenska dýraflokksins, seM
berst fyrir réttinduM dýra.
Morgunblaðið 20. nóvember.
Óvenjulegt ár
„Ég þakka þeim af auðmýkt
sem hafa stutt mig á þessu
óvenjulega ári sem ég hef
lifað núna“”
ÓMar ragnarsson þegar hann
hafði tekið við edduverðlaun-
uM seM vinsælasti sjÓnvarps-
Maður ársins.
Fréttablaðið 20. nóvember.
„ég sá nú ekki
mikið, kannski
tíu sekúndur,
en það sem ég
sá var hund-
leiðinlegt,“
segir þorsteinn
guðmunds-
son leikari um
edduhátíðina
sem var haldin
á sunnudags-
kvöldið í áttunda skipti. þorsteinn
var sem kunnugt er kynnir hátíðar-
innar í fyrra en nú sáu ragnhildur
steinunn jónsdóttir og pétur
jóhann sigfússon um þá deild. „á
þessum tíu sekúndum sá ég strax
að það voru gerð sömu tæknilegu
mistök og þegar ég var kynnir,
það gleymdist aftur að mæka upp
salinn. það kom því út eins og
kynnirinn væri ekkert skemmti-
legur. hann sagði brandara og
allir í salnum hlógu en það heyrði
það enginn sem var heima hjá
sér að horfa á sjónvarpið. ég legg
annars til að það verði stofnaður
nýr verðlaunaflokkur sem heitir
baltasar kormákur. það verður fullt
af fólki tilnefnt í hann en baltasar
kormákur vinnur alltaf allt. að
lokum vil ég bara að segja að allir
stjórnmálamenn eru hálfvitar.“
SJónARhóll
edduVerðlauNiN
Nýr verð-
launaflokkur
þorsteiNN
guðMuNdssoN
leikari
n Mugison sat í Ísafjarðarbíói
og horfði á Mýrina á sunnudags-
kvöldið þegar edduverðlaunin
voru afhent. þegar ljóst var að
hann hafði unnið fyrir tónlistina í
Mýrinni og a little trip to heaven
brutust út fagnaðarlæti. aðrir vest-
firðingar voru líka sigursælir. lýður
árnason á flateyri vann í flokki
heimildamynda fyrir skuggabörn,
ragnar bragason frá súðavík var
verðlaunaður fyrir handrit
myndarinnar börn og
jóhannes kr. kristj-
ánsson, ættaður frá
flateyri, er ritstjóri
kompáss, sem valinn var
sjónvarpsþáttur árs-
ins. bb.is greindi frá.
EDDAn:
sigursælir
VestFirðiNgar
„ég opnaði sýningu á reyðarfirði á sunnu-
daginn,“ segir birgir breiðdal myndlist-
armaður sem að venju er kallaður biggi.
„hún er á nýju kaffihúsi sem er líka
gistiheimili og heitir hjá Marlín. ég sýni
blandað efni, gömul verk og ný. annars
er mikið um að vera um þessar
mundir því við fjölskyldan erum
að flytja til Ítalíu í dag. við erum
að flytja í þriggja hæða turnhús
í bæ við Comovatn. þetta er á
svipuðum slóðum og george
Clooney keypti sér hús fyrir
tveim árum síðan og mér
skilst að tom Cruise hafi einnig
fjárfest í húsi við vatnið. Mér er
sagt að íbúðaverð hafi tvöfaldast
síðan Clooney keypti sér hús þarna.
það er draumurinn að vera á Ítalíu
sirka áttatíu prósent af árinu og á Íslandi hin tut-
tugu. taka svona íslensku hápunktana, jólin og
svo framvegis. húsið er síðan sirka árið 1300
en það eru reyndar bara fimmtíu sentimetra
útveggir eftir af því sem er upprunalegt. allt
hitt er nýtt og það verður gaman að koma
sér fyrir. ég snéri mér algjörlega að
myndlistinni fyrir tveimur árum en
hef einnig verið að læra arkitektúr í
Mílanó. nú stefni ég að því að klára
arkitektúrinn og halda áfram að
mála. það eru sýningar bæði á
Ítalíu og hérna heima í farvatn-
inu. nú og svo var ég að eignast
mína aðra dóttur í október og ég
og konan erum nýbúin að halda upp
á ullarbrúðkaupið. það er því allt
rosalega gott að frétta og spennandi
tímar í vændum.“
hVað er að FrÉtta? birgir breiðdal MyndlistarMaður
Flytur á slóðir George Clooney
KristjáN B.
jóNassoN
jóNataN
garðarssoN
Bækur eða plötur undir jólatréð
Fyrir ömmu:
fríða á. sigurðardóttir
- Í húsi júlíu
selma og hanna -
sögur af konum
Fyrir afa:
árni þórarinsson
og páll kristinn
pálsson - far-
þeginn
Óskar pétursson
- ástarsól
Fyrir mömmu:
paulo Coelho
- hugarfjötur
josh groban
- awake
Fyrir pabba:
ævar Örn jósefs-
son - sá yðar sem
syndlaus er
damien rice - 9
Fyrir stóra bróð-
ur:
arnaldur indriða-
son - konungsbók
shadow parade -
dubious intentions
Fyrir stóru systur:
khaled hosseini -
flugdrekahlauparinn
Charlotte gainsbourg
- 5:55
Fyrir litla bróður:
doktor ernest
drake - dreka-
fræði, handbók
drekaáhugamanna
ampop - sail to the moon
Fyrir litlu systur:
angela Wilkes - ver-
öldin okkar. alfræði
handa börnum
nylon - nylon
jólagjöFiN í ár*
allt sNýst uM PaKKaNa eða öllu heldur hvað í þeim er.
* samkvæmt spám ónafngreindra starfsmanna í bóka- og plötubúð.
Halldór Sigdórsson
aðstoðarverslunarstjóri hjá RV
R
V
62
19
A
Þegar gæðin skipta máli
Lotus Professional borðpappírsvörur
Á t
ilbo
ði
í nó
vem
ber
20
06
Lot
us L
inSt
yle
serv
íett
ur,
disk
am
ottu
r, „
löb
era
r“
og
dúk
ar
Til hátíðabrigða
Í verslun RV að Réttarhálsi eru
nú á tilboði Lotus LinStyle
dúkar og servíettur í mörgum
litum. Einnig eru á tilboði
ýmsar gerðir af servíettum,
diskamottum og „löberum“
með jólamynstri.
Takmarkað magn er í boði af sumum
jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær.