Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 24

Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 24
 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 Umræðan Velferð Fyrir mörgum árum las ég fyrirlestur eftir Magnús Skúlason geðlækni sem heitir „Skaðsemi velmegunar, hugleiðing um stöðu mannsins í tæknivæddri veröld“. Í þessum fyrir- lestri ræðir Magnús m.a. ofdýrkunina á einstaklingunum, lífsþægindakapphlaupið og hvernig allsnægtirnar og gervi- þarfirnar geta aukið við andlega örbirgð fólks, og hvernig uppeldi og mannvernd verða útundan í þessum heimi efnishyggjunnar. Mér hefur oft verið hugsað til þessa fyrirlesturs á undanförn- um vikum þegar rætt er um fjöl- skyldumál og stöðu barna. Nýver- ið var í fjölmiðlum fjallað um ítrekaðan fíkniefnavanda 13 ára gamalla barna bæði í prent- og ljósvakamiðlunum. Greinaflokkurinn „Börn í íslensku samfélagi“ birtist í Morg- unblaðinu á haustdögum og birti okkur sláandi upplýsingar um stöðu barna í íslensku samfélagi sem eru ekki ósvipaðar sýn Magn- úsar á samfélaginu sem fram kom í fyrrgreindum fyrirlestri. Þar kom m.a. fram að margir eru mjög uppteknir af veraldlegum gæðum þannig að þarfir barna og unglinga eiga það til að gleymast í kapphlaupinu um lífsins gæði. Þar að auki er vinnudagur barna langur, þau eru í leikskóla, skóla, frístundaheimili og kannski tóm- stundum. Fram kom einnig sú óhugnanlega staðreynd að börn og unglingar lifa streitufullu lífi og þegar spurt var hvað það væri sem ylli streitunni nefndu mörg barnanna lífsgæðakapphlaupið og félagslegan þrýsting frá öðrum nemendum og tísku. Á Barna- og unglingageðdeild kemur hópur barna sem ekki vilja lifa lengur að sögn starfsmanns þar. Þetta eru sárar staðreyndir sem þarna koma fram og lýsa því hvernig íslenskt samfélag fórnar börnunum í þágu lífsgæðakapp- hlaupsins, græðgisvæðingarinn- ar og þeirrar skefjalausu sjálfs- dýrkunar sem skeytir í engu um mannleg samskipti og uppeldi. Í Morgunblaðinu 12. nóvember heldur þessi umræða áfram um fjölskyldustefnu, atvinnulíf og velferð. Þar kemur fram að karlar vinna að meðal- tali 50 stundir á viku og konur yfir 40 stundir. Þó oftast sé talað um fórnarlömb neyslu- hyggjunnar í umfjöllun fjölmiðla má ekki gleyma þeim börnum sem verða fórnarlömb fátæktar, en vanræksla stafar ekki alltaf af tímaskorti vegna lífs- gæðakapphlaups heldur líka vegna þess að fólk er fátækt. Krafa verkalýðshreyfingarinn- ar á undanförnum áratugum um styttingu vinnuvikunnar og hækk- un lágmarkslauna hefur ekki hlot- ið hljómgrunn og er að hluta til skýring vandans. Ég veit um fólk sem væri alveg til í að minnka við sig vinnu til þess að sinna í ríkari mæli uppeldishlutverkinu en treysta sér ekki til þess af fjár- hagslegum ástæðum. Við sjáum það líka að konurnar sem voru heimavinnandi og eru komnar yfir sextugt núna sitja uppi og eiga engan lífeyrissjóð. Þetta er hópur fólks sem sinnti mikilvægu hlut- verki í samfélaginu en var stór- lega vanmetinn. Hvaða skilaboð eru það til þeirra sem gætu hugs- að sér að minnka við sig vinnu á meðan börnin eru að vaxa úr grasi? Og hvað kemur þetta stjórn- málamönnum við? Vissulega ber fólkið sjálft mikla ábyrgð sem er á kafi í kapphlaupinu, en ekki skal gleyma því að stjórnmála- mennirnir bera ábyrgð á að setja fram raunhæfa velferðar- og fjöl- skyldustefnu en þeir, ekki síst, gefa tóninn um það hvernig lífi við ættum að lifa í samfélaginu. Það er með ólíkindum að þegar steinsteypa er annars vegar, hvort sem um er að ræða bygg- ingar eða mislæg gatnamót er til yfirdrifið fjármagn en svo virðist ekki vera þegar velferðarmál er til umræðu. Gáum að því. Höfundur er þátttakandi í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu. Velferðarmál í ólestri Jóhann BJörnsson Umræðan Stjórnmál Oft og einatt er Alþingi Íslands ávarpað sem „hið háa“ Alþingi vegna þess að í hugum lands- manna og samkvæmt stjórnarskrá Íslands er það æðsta stofnun landsins, sannkallaður hornsteinn íslensks þjóðfélags. Á Alþingi er löggjafarvald Íslands, sem markar líf okkar dag hvern. Löggjöfin er hugsuð þegnum lands- ins og íslensku þjóðlífi til framdráttar og vernd- ar. Skilvirkni þess er undir góðri löggjöf komin. Bráðnauðsynleg forsenda þess að þetta nái fram að ganga er auðvitað að landsmenn geti treyst þeim ein- staklingum sem kosnir eru til setu á Alþingi Íslands hverju sinni. Þeir setja lögin sem okkur er síðan ætlað að fara eftir. Löggjafinn sníðir þannig stakk utan um þjóðfélagið og best er því að hann passi okkur svo þægilegt sé. Til að landsmenn beri virðingu fyrir Alþingi þá verður þetta traust að vera til staðar gagnvart alþingismönnum. Ávarp- ið „hið háa“ undirstrikar þessa virðingu fyrir Alþingi Íslands og endurspeglar jafnframt að traust ríkir gagnvart þingmönnum. Til að alþingismaður njóti virð- ingar og trausts kjósenda þarf við- komandi að hafa góða dómgreind til að gera glöggan greinarmun á réttu og röngu, siðlegu og ósiðlegu athæfi. Nauðsynlegt er að muna að þingmaður er fulltrúi allrar þjóðarinnar í þessum efnum en er ekki á þingi til að reka einhver einkaerindi. Öðruvísi getur Alþingi Íslands ekki verið sá hornsteinn sem því er ætlað að vera í okkar smáa og lýðfrjálsa samfélagi! Eru dæmdir afbrotamenn kjörgeng- ir til alþingis? Til að geta boðið sig fram til setu á Alþingi þarf tvennt að fara saman. Í fyrsta lagi, verður viðkomandi að hafa kosningarétt og í annan stað verður viðkomandi að vera með óflekkað mannorð. Dæmdur glæpamaður hefur því ekki kjör- gengi til Alþingis vegna þess að hann hefur flekkað mannorð. Þetta er eðlilegt skilyrði þegar Alþingi er annars vegar. Viðkom- andi einstaklingur er því rúinn virðingu og trausti kjósenda til að gegna störfum sem alþingismaður. Það eru ný og gömul sannindi innan afbrotafræðinnar að hafi einstaklingur brotið af sér einu sinni er hann líklegri en ella að gera það aftur. Einu sinni þjófur er ávallt þjófur er frasi sem þekkist vel í íslenskri tungu. Dæmdur glæpamaður grefur undan virðingu Alþingis og því trausti sem til þess er borið kæmist hann á þing. Það molnar úr horn- steininum! Árni Johnsen vanvirti alþingi Íslands! Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að Árni John- sen fékk góða kosn- ingu í prófkjöri Sjálf- stæðismanna í SV-kjördæmi um umliðna helgi. Hann lenti í öðru sæti, sem tryggir honum þingsæti ef fram fer sem horfir. Hér er dauðans alvara á ferðum sem ekki sér fyrir endann á. Af hverju? Jú, Árni Johnsen var dæmdur til 2 ára fangelsisvistar fimmtudaginn 6. febrúar 2003! Dómur féll fyrir rúmlega þremur og hálfu ári. Það er ekki langt um liðið. Fyrir hvað var Árni síðan dæmdur í fangelsi? Hann var dæmdur fyrir fjárdrátt, umboðs- svik, ranga skýrslugjöf til yfir- valda og mútuþægni í opinberu starfi sem alþingismaður. Á manna máli þýðir þetta að hann var dæmdur fyrir þjófnað, lygar, umboðssvik og mútur. Hann laug ítrekað og stal af sinni eigin þjóð! Þetta voru ekki einhver „tæknileg mistök“ eða „smávægi- legar yfirsjónir“. Afbrotin áttu sér stað yfir langt tímabil, eða á árun- um 1997-2001, og voru ítrekuð. Árni vanvirti Alþingi Íslands á freklegan og grófan hátt. Að lesa dóminn er döpur lesning svo ekki sé meira sagt. Hér mætti lengi telja upp hans lögbrot en þess í stað er vísað í dóm Hæstaréttar (www.haestirettur.is). Kjarni málsins er þessi: Árni Johnsen gerðist ítrekað sekur um alvarleg dómgreindabrot. Hann brást trausti sem honum var sýnt og er rúinn virðingu til að sitja á Alþingi. Er alþingi Íslands vettvangur fyrir dæmda afbrotamenn? Árni Johnsen hefur fengið upp- reisn æru og er því kjörgengur til Alþingis. Við þessar einstæðu aðstæður sem nú eru uppi í íslenskri stjórnmálasögu er mjög æskilegt að fram fari þjóðfélags- leg umræða um það hvort Alþingi Íslands eigi að vera vettvangur nýrra tækifæra fyrir dæmda glæpamenn. Viljum við í framtíðinni sjá það gerast að maður sem hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir heimilis- ofbeldi komist á þing og fjalli um fjölskyldumál? Eða að einstakling- ur sem hefur verið dæmdur fyrir innflutning á eiturlyfjum og selt börnum og unglingum komist á þing og fjalli til dæmis um mál- efni barna? Hvað með einstakling sem verður valdur að dauða ann- ars manns í bílslysi vegna ölvun- araksturs! Á hann heima á Alþingi? Dómgreind manna skiptir máli þegar kosið er á þing. Bráðnauð- synlegt er að draga mörk í þessu máli og ræða hver þau eiga að vera Alþingi til verndar. Nátengt þessu er að fjalla um hvort ein- hver ein tegund af dæmdum glæpamanni sé eitthvað ásættan- legri en önnur gagnvart Alþingi? Persónulega tel ég að svo sé ekki og ekki þess virði fyrir æru eins manns að leika með virðingu og trausts Alþingis. Við megum ekki stuðla að því að hnika þessum mörkum til því við sjáum ekki fyrir endann á þessari þróun! Mér þykur of vænt um Alþingi til að svo megi verða. Að lokum vil ég biðja Árni Johnsen að draga framboð sitt til setu á Alþingi Íslands til baka og vona ég að honum muni vegna vel í lífinu á öðrum vettvangi. Höfundur er hagfræðingur. Er Alþingi Íslands vettvangur fyrir dæmda afbrotamenn? Jóhann Þorvarðarson Til að landsmenn beri virðingu fyrir Alþingi þá verður þetta traust að vera til staðar gagnvart alþingismönnum. Vanræksla stafar ekki alltaf af tímaskorti vegna lífsgæða- kapphlaups heldur líka vegna þess að fólk er fátækt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.