Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 26
[ ]Fótsveppir eru ávallt óvelkomnir. Því skal þurrka fæturna vel og þá sérstaklega á milli tána. Reyndu að forðast að svitna á fótunum og ekki bera fótakrem á milli tána. Á síðustu árum hefur svokallað „kinesio taping“ rutt sér til rúms í heimi sjúkraþjálfunar. Byrjað er að veita slíka með- ferð hérlendis. Meðferðin er sáraeinföld og felst í því að límband er sett á staði sem orðið hafa fyrir meiðslum. Lím- bandinu er beitt á sérstakan hátt þannig að það losar um þrýsting af völdum húðarinnar og eykur blóð- flæði og sogæðaflæði sem flýtir fyrir losun á bólguvaldandi efnum. Um leið dregur meðferðin úr verkjum. Aðferðin er upprunnin í Japan en það var Dr. Kenzo Kase, sjúkraþjálfari og hreyfifræðingur, sem fyrstur beitti henni fyrir um 25 árum. Nokkrir sjúkraþjálfarar hafa farið erlendis til að læra kinesio taping. Út frá því kviknaði áhug- inn hjá kollegum þeirra og fyrir helgi var haldið námskeið hérlend- is þar sem danskir kennarar og fyrirlesarar kenndu íslenskum sjúkraþjálfurum að líma sjúklinga sína. Einn þeirra sem tók þátt var Stefán Stefánsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Ég hef eitthvað verið að fikta í þessu með góðum árangri og lang- aði að læra þetta almennilega,“ segir Stefán. „Þetta er allt önnur nálgun á límbandð. Við höfum notað það til að festa liði og vöðva en ekki til að losa um neitt.“ Límbandið er af sérstökum toga og er það klippt og skorið eftir kúnstarinnar reglum. Þegar lím- bandið er sett á líkamann setur fólk sig í ákveðnar stöður og lím- bandið er lagt á réttan stað. Ekki er strekkt á límbandinu. „Kostur- inn við þessa aðferð er að sjúkling- urinn er í meðferð á meðan hann er heima hjá sér sofandi. Límband- ið hefur maður á sér í um fjóra daga, getur gert hvað sem maður vill, og maður finnur ekkert fyrir því,“ segir Stefán. „Svo þegar það er tekið af er ekkert eftir, enginn roði og engar límleifar eins og þegar maður tekur venjulegan plástur af sér.“ tryggvi@frettabladid.is Heilsubætandi límband Stefán Stefánsson sjúkraþjálfari hefur notað límbandið til að losna við bólgur með góðum árangri. Teipið hefur sést á heimsklassa íþróttamönnum á ólympíleikum og er einnig mikið notað í þýska handboltanum. fRéTTablaðið/heiða Félagi 100 kílómetra hlaup- ara á Íslandi vex stöðugt fiskur um hrygg. Tveir nýir félagar voru teknir inn í Félag 100 km hlaupara á Íslandi við hátíðlega athöfn um miðjan nóvember. Þeta voru þeir Hilmar Guðmundsson og Guð- mundur Magni Þorsteinsson. Þeir luku 100 kílómetra keppnis- hlaupinu „Aarhus 1900´s 100 km løb“ í haust við góðan orðstír. Félag 100 km hlaupara á Íslandi var stofnað fyrir tveim- ur árum í Sundlaug Vesturbæjar að loknu Þingstaðahlaupi. Til- gangur þess er að efla samstöðu meðal langhlaupara á Íslandi sem fást við ofurmaraþon í flokki lengri vegalengda og stuðla að vaxandi þátttöku í slík- um hlaupum. Nú eru félagar orðnir þrettán talsins og þar af hafa sex bæst við á þessu ári. Vitað er um sautj- án sem þreytt hafa 100 kílómetra keppnishlaup og nokkrir nýliðar hyggja á slíkt hlaup á næsta ári. Því er ljóst að gróska er hlaupin í ofurmaraþon hjá Íslendingum. Gróska hlaupin í langhlaup landans Þeir félagar Guðmundur og hilmar fylgdust að í mark. Opnuð hefur verið meðgöngu- dagbók fyrir verðandi foreldra á doktor.is Þar er safnað saman á einn stað fræðslu og upplýsing- um um allt það sem varð- ar getnað, meðgöngu, fæðingu, brjóstagjöf og félagslegan rétt verðandi foreldra. Í dagbókina geta verðandi foreldrar skráð hjá sér heilsufars- legar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni og auk þess skráð dagbókarfærslur um líðan sína og merka atburði á meðgöngunni. Eins og öðrum áskrifendum dokt- or.is er áskrifendum dagbókarinn- ar velkomið að senda inn fyrir- spurnir sem ljósmóðir mun leitast við að svara. Fram að áramótum er meðgöngu- dagbókin öllum opin en eftir þann tíma er hún einungis opin áskrif- endum doktor.is. Meðgöngu- dagbók Gott er að skrá hjá sér upplýsingar um meðgöngu í dagbók www.svefn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.