Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 28

Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 28
 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR4 Aðalbjörg Þorsteinsdóttir býr til smyrsl, salva og áburð úr íslenskum jurtum sem hún tínir á heimslóðum sínum á Vestfjörðum. Villimey er vörumerkið sem Aðal- björg Þorsteinsdóttir notar fyrir smyrsl sín og áburð, og vísar nafn- ið til hennar sjálfrar. Á hverju sumri heldur hún til fjalla í nágrenni við heimili sitt á Tálkna- firði og tínir villtar jurtir fram á rauða nótt ásamt dóttur sinni og fleirum úr fjölskyldunni. Þegar hún kemur aftur til byggða útbýr hún ýmiss konar smyrsl, salva og áburði, sem sumir viðskiptavina hennar telja vinna algert krafta- verk á meinum eins og exemi og fleiru. Bera þau öll skemmtileg nöfn eins og sára-galdur, húð-gald- ur og bossa-galdur. Sára-Galdur er til dæmis góður á minniháttar sár, brunasár og skrámur, svo hefur hann verið notaður útvortis á gyllinæð með ágætum árangri og húð-galdur reynist kláðastillandi, mýkjandi og græðandi á exem, sólarexem, psoriasis og aðra húðkvilla. „Ætli ég hafi þetta ekki bara í genunum,“ segir Aðalbjörg aðspurð um áhugann á jurtunum. Hún segist jafnframt ekki hafa ætlað sér að standa í framleiðslu á kremum. „Í upphafi útbjó ég þessi smyrsl bara fyrir mig og fjöl- skylduna. Ég eignaðist þrjár stelp- ur á fjórum árum og þurfti því mikið að nota bossakrem. Ég fann ekkert sem mér líkaði og endaði á að útbúa mitt eigið, fór út í náttúr- una til að finna það sem ég leitaði að,“ segir hún og bætir við að þetta hafi síðan undið upp á sig og henni hálfpartinn att út í frekari fram- leiðslu sökum eftirspurnar. „Ég hef tínt jurtirnar mjög lengi og notað þær meðal annars í brauð og mat. Auk þess hef ég sótt nám- skeið og lesið mér mikið til um jurtirnar. Ég nota engin rotvarnar- eða lyktarefni og finnst mér að fólk eigi að vera vakandi fyrir því hvað það er að bera á sig. Sérstak- lega barnshafandi konur. Allt það sem konur bera á sig smitast út í blóðið og hefur áhrif á fóstrið,“ segir Aðalbjörg. „Sjálf hefði ég viljað vera upplýstari um þessi mál fyrir tuttugu árum,“ segir hún. Frekari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðunni villimey.is, en vörurnar fást í öllum helstu heilsu- vöruverslunum landsins. kristineva@frettabladid.is Villimey á Vestfjörðum Bossa-galdur bjó Aðalbjörg til þegar hún var sjállf með lítil börn og taldi sig ekki finna neitt krem sem var nægilega gott. Sumir viðskiptavina Aðalbjargar telja Villimeyjarvörurnar gera kraftaverk. Aðalbjörg Þorsteinsdóttir með alla framleiðslu Villimeyjar. Hún vinnur nú að því að fá lífræna vottun frá Túni. Vísindamenn við Wellman-myndlækn- ingastofnunina á Massachusetts Gen- eral Hospital (MGH) hafa þróað tækni sem gerir læknum kleyft að mynda æðar og garnir í þrívídd. Tæknin byggir á ljósleið- araþráði og nýjum leis- ergeisla sem stöðugt breytir afstöðu sinni og bylgjulengd ljóssins. Hún hefur verið reynd á lif- andi svínum þar sem hún gaf góða raun. Auk þess að gefa góða mynd af innviðum æðakerfisins eru tækin mun fljótvirkari en fyrirrennar- arnir. Það tók vís- indamennina ein- ungis sex mínútur að kortleggja 4,5 sentimetra langan æðabút. Þetta gerir læknum kleyft að leita uppi krabba- mein og aðrar skemmdir á mun skilvirkari hátt og hætt verður að „leita að nál í hey- stakki,“ eins og segir í fréttatil- kynningu frá stofn- uninni. Undirbúningur er hafinn að frekari tilraunum og innan skamms ætti tæknin að vera komin á það stig að hægt sé að nota hana á mannfólk. -tg Æðaveggir í þrívídd Vonir standa til að nýja tæknin minnki þörf á uppskurðum. nordicpHoTo/geTTy imAgeS Bæklingurinn ráðleggingar um mataræði og næringarefni – fyrir full- orðna og börn frá tveggja ára aldri er komin út á vegum Lýðheilsu- stöðvar. ráðleggingarnar eiga að auðvelda fólki að velja fæði í samræmi við næringarefna- og orkuþörf sem og ráðlagða dagskammta af ýmsum vítamínum og steinefnum. Í ráðleggingunum er lögð áhersla á að fólk njóti vel samsettrar og fjölbreyttrar fæðu í hæfilegu magni. www.lydheilsustod.is útgáfa } Ráðleggingar um mataræði LýðHeiLSuSTöð STendur fyrir úTgáfu BækLingS Næstu fyrirlestrar og námskeið hjá Maður lifandi 21. nóv. Kundalini hugleiðsla. Hvað er það? kl. 17:30. kristbjörg kristmundsdóttir 22. nóv. Heilsukostur - Matreiðslunámskeið -Uppselt. 23. nóv. Heilsukostur - Kökur og eftirréttir kl. 18:00. 28. nóv. Þorvaldur Þorsteinsson fyrirlestur kl. 17:30. 29. nóv. Heilbrigði og hamingja kl. 18:30. Benedikta Jónsdóttir - heilsuráðgjafi Nánari uppl. á madurlifandi.is og í síma 585 8703 vinnur gegn fílapenslum og bólum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín. Silicol Skin Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst í apótekum. S: 462 1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet/heilsuhorn útsölustaðir: yggdrasill, fræið - fjarðarkaup, maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára, Lífsins Lind - Hagkaup, Lyfjaval - mjódd og Hæðarsmára, nóatún Hafnarfi rði, krónan mosfellsbæ, Heilsuhúsið Selfossi Póstsendum um land allt Brennsluaukandi betra úthald, góð næring Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5600 Ekkert blað? - mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.