Fréttablaðið - 21.11.2006, Side 30
21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR6
Persona.is
eygló guðmundsdóttir
sálfræðingur skrifar
Átraskanir hafa iðulega verið í umræðunni í
nútímasamfélagi. Oftast er þá rætt um lystar-
stol (anorexia nervosa) annars vegar eða
lotugræðgi (bulimia nervosa) hins vegar. Átrask-
anir geta þó verið margþættar og margslungnar
og svo virðist sem ákveðin tegund átraskana sé
að ryðja sér meira til rúms í vestrænum samfé-
lögum, svokölluð ofátsröskun (Binge eating
disorder). Hér er ekki um að ræða sömu röskun
og lotugræðgi, sem einkennist af átköstum ein-
staklings þar sem viðkomandi innbyrðir óhóf-
legt magn matar og reynir síðan að losa sig við
innbyrta fæðu með því að framkalla uppköst og/
eða notast við þvag- og hægðalosandi lyf, heldur
er hér um aðra tegund að ræða. Ofátsröskun ein-
kennist af því að einstaklingurinn borðar óhóf-
lega og upplifir stjórnleysi gagnvart átinu, en
losar sig hvorki við innbyrta fæðu, með t.d. upp-
köstum, né stundar líkamsrækt af kappi til að
brenna hitaeiningum.
Hvernig er hægt að vita hvort einhver sé með
ofátsröskun?
Mikilvægt er að rugla ekki saman „almennu“
ofáti og ofátsröskun. Flest okkar borða einhvern
tíma yfir sig, þ.e. við innbyrðum meiri fæðu en
við þurfum, en það þýðir ekki að við séum haldin
ofátsröskun. Mörkin þarna á milli eru þó enn
óskýr og eru t.d. læknar ekki sammála um hvaða
aðferðir eigi að nota til að ákvarða/staðfesta
hvort einstaklingur sé haldinn ofátsröskun eða
ekki. Flestir sem eiga við alvarleg ofátsvanda-
mál að stríða eiga þó ákveðna þætti sameigin-
lega, svo sem tíð atvik þar sem viðkomandi inn-
byrðir það sem öðrum fyndist vera óeðlilegt
magn matar og einstaklingurinn upplifir oft að
hann geti ekki stjórnað því hvað eða hversu
mikið hann borðar. Aðrir þættir eru að viðkom-
andi borðar hraðar en venjulega, borðar þar til
hann verður svo saddur að honum líður illa, inn-
byrðir gríðarlega mikið magn matar þrátt fyrir
að vera ekki svangur (hugsanlega til að fylla
upp í „innri tómleikatilfinningu“), borðar einn
vegna þess að hann skammast sín fyrir magn
matar sem innbyrt er, og upplifun ógeðs-, dep-
urðar-, eða skömmustutilfinningar eftir að hafa
borðað of mikið.
algengi ofátsröskunar og hver er í hættu?
Þó að stutt sé síðan ofátsröskun var viðurkennd
sem sérstæð röskun er hún líklega algengasta
átröskunin. Flestir sem þjást af ofátsröskun eru
allt of þungir (meira en tuttugu prósentum yfir
heilbrigðri líkamsþyngd), en einstaklingar sem
eru í eðlilegri þyngd geta þó einnig verið með
ofátsröskun. Samkvæmt bandarískum tölum
eru líklega um tvö prósent fullorðinna einstakl-
inga haldin þessari röskun, eða ein til tvær
milljónir Bandaríkjamanna! Ofátsröskun er
örlítið algengari hjá konum en körlum en talið
er að hlutfallið sé þrjár konur á móti tveimur
körlum.
Hverjar eru orsakir ofátsröskunar?
Orsakir ofátsröskunar eru enn óþekktar, en
tæplega helmingur einstaklinga með ofátsrösk-
un á sögu um mikla depurð eða þunglyndi. Hvort
depurð eða þunglyndi er orsök eða afleiðing
ofátsröskunar er óljóst og mögulega er ekki um
nein tengsl að ræða. Hins vegar lýsa margir
þeirra sem haldnir eru ofátsröskun því að reiði,
hryggð/dapurleiki, leiði, kvíði eða aðrar nei-
kvæðar tilfinningar geti ýtt undir ofát, þ.e. svo
virðist sem þessar tilfinningar geti haft sterk
áhrif á hvort einstaklingur leitar í ísskápinn og
borðar og borðar til að deyfa líðan sína.
Hverjir eru fylgikvillar ofátsröskunar?
Meginfylgikvillar ofátsröskunar eru sjúkdómar
sem tengjast offitu, s.s. sykursýki, hár blóð-
þrýstingur, hjartasjúkdómar, hátt kólesteról, og
ákveðnar tegundir krabbameins. Einnig fylgir
þessari röskun mikil andleg vanlíðan þar sem
flestir, sem haldnir eru röskuninni, hafa margoft
reynt að ná stjórn á ofáti sínu. Sumir þessara
einstaklinga sleppa úr vinnu, skóla eða félags-
legum athöfnum þegar þörfin fyrir að borða
ótakmarkað kemur yfir þá (átköst). Margir með
ofátsröskun hafa mjög brotna sjálfsmynd, eru
uppteknir af því hvernig þeir líta út í augum
annarra (sérstaklega þeir sem eru allt of þung-
ir), forðast félagsleg samskipti, og flestir
skammast sín fyrir ástandið og reyna að fela
vandann. Oft tekst þessum einstaklingum svo
vel að fela vandamál sitt að nánustu fjölskyldu-
meðlimir og vinir vita ekki að þeir fá átköst.
Hvaða meðferðir er hægt að nota til að vinna
með ofátsröskun?
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að einstakl-
ingum með ofátsröskun finnst erfiðara en
öðrum að vera í einhvers konar átaksverkefn-
um til að grenna sig. Einnig er líklegra að þessir
einstaklingar bæti hratt á sig aukakílóum aftur.
Af þessum sökum virðist vera mikilvægara að
leggja megináherslu á ofátið (átköstin), þ.e.
hegðunina sem slíka, áður en lögð er áhersla á
að létta sig.
Fjölmargar aðferðir eru notaðar til að vinna
með ofátsröskun. Til dæmis kennir hugræn
atferlismeðferð einstaklingum ákveðna tækni
til að fylgjast með og breyta átvenjum sínum
sem og að breyta því hvernig viðkomandi bregst
við erfiðum aðstæðum. Samtalsmeðferðir geta
einnig hjálpað fólki til að skoða tengsl við fjöl-
skyldu og vini og leysa úr ýmiss konar tilfinn-
ingaflækjum. Þunglyndislyf hafa reynst sumum
einstaklingum vel. Einnig hafa mismunandi
sjálfshjálparhópar verið mörgum stuðningur í
baráttunni við ofátsröskun.
Rannsakendur eru þó enn að reyna að átta
sig á hvaða aðferð eða sambland aðferða sé
árangursríkust þegar kemur að því að ná tökum
á ofátsröskun.
Eins og með flest vandamál verður þó erfitt
að finna einhverja eina aðferð til að vinna með
þessa röskun, meðferðina verður líklega að
sníða eftir þeim einstaklingi sem á við vandann
að etja þó svo að ágætt sé að hafa einhvers
konar leiðbeinandi aðferð til að vinna eftir.
Ofátsröskun (Binge eating disorder)
Stillingar á stólum, borðum og
tölvum þurfa að vera réttar.
Starfsumhverfi á vinnustað skipt-
ir miklu máli fyrir vellíðan og
afköst starfsmanna. Stillingar á
stólum, borðum og tölvum og fyr-
irkomulag í kringum vélar og iðn-
aðartæki getur haft áhrif á hvern-
ig fólki líður í vinnunni.
Öll fyrirtæki, stofnanir og skól-
ar þurfa að gera áhættumat sam-
kvæmt lögum, sem er skrifleg
áætlun um öryggi og heilbrigði á
vinnustað. Samkvæmt lögum um
aðbúnað, hollustuhætti og öryggi
á vinnustöðum (46/1980) ber
atvinnurekandi ábyrgð á að gerð
sé skrifleg áætlun um öryggi og
heilbrigði á vinnustað.
áætlunin skal meðal annars fela
í sér:
• Áhættumat
• Áætlun um heilsuvernd
• Lögbundið áhættumat, sem er
skriflegt mat á áhættu vegna allra
þátta vinnu eða vinnuskilyrða sem
skapað geta hættu fyrir öryggi og
heilsu starfsmanna.
Atvinnurekandi ber ábyrgð á
að gerð sé áætlun um heilsuvernd
sem byggð er á áhættumati þar
sem meðal annars kemur fram
áætlun um forvarnir, þar á meðal
um aðgerðir sem grípa þarf til í
því skyni að draga úr atvinnu-
tengdum sjúkdómum og slysum.
Áætlunin á að gefa gott yfirlit
yfir áhættu- og álagsþætti sem
auðveldar markvisst starf og
tryggir betri árangur. Áætlun um
forvarnir skal byggja á niðurstöð-
um áhættumats.
Fyrirtækið Vinnuvernd sér-
hæfir sig í slíkum áætlunum og
áhættumati, auk þess að veita ráð-
gjöf og bjóða upp á námskeið í
gerð áhættumats og áætlana.
Nánariupplýsingarog
heimildir:www.vinnuvernd.is
Starfsumhverfið
hefur áhrif á afköst
Gott vinnuumhverfi er mikilvægt.