Fréttablaðið - 21.11.2006, Page 41

Fréttablaðið - 21.11.2006, Page 41
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 2006 25 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] icex-15 6.322 +1,12% Fjöldi viðskipta: 220 Velta: 13.185 milljónir HLUtAbréF Í úrVALSVÍSitÖLU: Actavis 67,00 +0,15% ... Alfesca 5,03 -0,98% ... Atlantic Petroleum 585,00 +0,00% ... Atorka 6,40 +0,31% ... Avion 32,20 -0,31% ... Bakkavör 60,00 -0,50% ... FL Group 23,00 +0,00% ... Glitnir 22,40 -0,44% ... Kaupþing 833,00 -1,77% ... Landsbankinn 26,60 -1,48% ... Marel 79,00 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,90 -0,59% ... Straumur-Burðarás 17,60 +0,00% ... Össur 115,00 +0,00% MeStA hæKKun Atorka -0,31% Actavis +0,15% MeStA LæKKun Kaupþing -1,77% Landsbankinn -1,48% Alfesca -0,98% umsjón: nánar á visir.is Eignarhaldsfélagið ehf., í eigu SP- Fjármögnunar, Landsbankans og SPV, hefur eignast 98 prósent hlutafjár í Verði Íslandstryggingu. Nýir eigendur sjá mikil tækifæri til að efla Vörð Íslandstryggingu með breyttu eignarhaldi. Guðmundur Jóh. Jónsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra Varðar Íslandstryggingar en hann starfaði sem forstöðumaður hjá SP-Fjármögnun og þar áður hjá Sjóvá-Almennum. Eignarhlutföll í Eignarhaldsfélaginu ehf. eru með þeim hætti að SP-Fjármögnun fer með 49 prósent, Landsbankinn með 26 prósent og SPV heldur utan um fjórðungshlut. - eþa Eignarhaldsfélagið ræður för í Verði Stjórn þýsku kauphallarinnar í Frankfurt hefur hætt við frekari tilraunir til yfirtöku á samevr- ópska hlutabréfamarkaðnum Eur- onext. Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum, NYSE, bauð 10 milljarða bandaríkjadala eða rúm- lega 692 milljarða íslenskra króna í Euronext í maí og er stefnt að sameiningu kauphallanna. Þýska kauphöllin hefur þrátt fyrir það horft til þess að hafa betur í kapphlaupinu um markað- inn og gerði um miðjan síðasta mánuð samkomulag við ítölsku kauphöllina um að gera sameigin- legt yfirtökutilboð í Euronext. Þýska kauphöllin hefur nokkr- um sinnum á árinu mælt með sam- runa við Euronext og lagði meðal annars fram yfirtökutilboð í markaðinn í júní síðastliðnum. Stjórn Euronext, sem rekur kaup- hallir í Amsterdam, Brussel, París og Lissabon, felldi það hins vegar. Þá hefur kauphöllin þýska sömuleiðis horft til þess að samein- ast öðrum kauphöllum í Evrópu, þar á meðal kauphöllinni í Lundún- um í Bretlandi (LSE) og gerði yfir- tökutilboð í alla hluti hennar á síð- asta ári. Því var ekki tekið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir tilkynningu frá stjórn þýsku kauphallarinnar í dag, að stjórn Euronext hafi ekki lengur hug á samruna við Euronext og því verði frekari yfirtöku- og sameiningar- tilraunum hætt. - jab eUroNext Þýska kauphöllin hefur fallið frá frekari yfirtökutilraunum í samevr- ópska hlutabréfamarkaðinn euronext. Horfir í aðrar áttir Vodafone hefur lokið við upp- færslu á öllum símstöðvum í kerfi fyrirtækisins sem staðið hefur um skeið. Fyr- irtækið segir að með þessu hafi GSM-kerfi þess verið eflt enn frekar með auknum gæðum í þjónustu fyrir viðskiptavini og rekstraröryggi. „Jafnhliða þess- um áfanga hefur Vodafone þétt GSM-kerfi sitt sem tryggir að við- skiptavinir njóta enn betri þjón- ustu. Fyrirtækið hefur meðal annars sett upp senda í Öxna- dal, Grenivík og á móts við Hrafnagil,“ segir í tilkynn- ingu. Þá kemur fram að búið sé að bæta við þremur send- um á Akureyri. „Enn- fremur er verið að ljúka við uppsetn- ingu á GSM-sendi austan Þjórsár sem bætir sam- bandið við þjóðveginn.“ - óká Hafa lokið uppfærslu á öllum símstöðvum Markaðsvirði 365 hf. lækkaði um tæpa 1,2 milljarða króna í gær þegar viðskipti hófust, annars vegar með bréf fjölmiðlafélagsins og hins vegar með hluti í upplýs- ingatækni- og fjarskiptafélaginu Teymi, eftir uppstokkun Dags- brúnar. 365 var um fimmtán milljarða króna virði við upphaf viðskipta en lækkaði um tæp átta prósent á fyrsta degi. Markaðsvirði Teymis lækkaði hins vegar mun minna eða um 135 milljónir króna á fyrsta viðskipta- degi. Markaðsverðmæti Teymis stóð í 12,5 milljörðum í gærmorg- un. Hluthafar í Dagsbrún fengu bréf í félögunum tveimur í skipta- hlutföllunum 55 prósent fyrir bréf í 365 á móti 45 prósentum í bréf- um í Teymi. Upphafsgengið á bréfum beggja félaga var 4,58 krónur á hvern hlut. Hluturinn í 365 kostaði 4,22 krónur í lok gærdags en 4,53 krónur í Teymi. - eþa 365 LæKKAði á FyrStA Degi Þorsteinn M. Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Magnús Ármann á hluthafafundi Dagsbrúnar í liðinni viku. FréttABLAðið/GVA Virði 365 lækkaði um milljarð Fjármögnun vegna fyrstu íbúðakaupa getur oft reynst erfið og flókin. Með láni fyrir allt að 90% af kaupverðinu* geta viðskiptavinir DMK fjármagnað fyrstu íbúð sína með einföldum og hagkvæmum hætti. Auk þess fylgja lánunum sérkjör á brunatryggingum húseignar en slík trygging er skylda samkvæmt lögum. Aðrir þættir DMK þjónustunnar eru: • DMK Debetkort • DMK Kreditheimild • DMK Yfirdráttarheimild • DMK Tiltektarlán • DMK Léttlán • DMK Ráðgjöf • DMK Reglulegur sparnaður • DMK Tilboð Sæktu um DMK á spron.is A RG U S / 06 -0 55 2 DMK 90% íbúðalán – fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð! Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is * skv. útlánareglum SPRON Fram til áramóta fánýir viðskiptavinir í DMK gjafabréf fyrir tvo í Borgarleikhúsinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.