Fréttablaðið - 21.11.2006, Page 44

Fréttablaðið - 21.11.2006, Page 44
 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 Íbúar smábæjarins Bracciano sitja nú og telja aurana. Pitsusal- inn á horninu hefur hækkað verðið á einni lítilli margaritu um helming og gamla ekkjan fyrir ofan er búin að leigja svalirnar sínar fyrir myndatökufólk á nokk- ur hundruð þúsund lírur. Þeir höfðu líka mætt í hópum og boðið henni gull og græna skóga þannig að sú gamla sá sér leik á borði og tók hæsta boði. Sonurinn kom í heimsókn og sá um að gestirnir borguðu í reiðufé en tók síðan að sér hálfgerða veisluþjónustu, eld- aði pasta og lasagna sem aðrir gestir gátu keypt á okurverði. Ekkjan gamla þarf engar áhyggj- ur að hafa það sem eftir lifir árs- ins, hún á meira en nóg fyrir sard- ínuskammti og ólífum út árið. Bæjarstýran hefur vart haft undan við að svara símtölum frá hinum og þessum og karlinn heima fyrir var orðinn langeygður eftir kvöldmatnum en veit sem er að frúin hefur í nógu að snúast. Þýðir ekkert að kveinka sér núna þótt garnirnar séu farnar að gaula. Ákveður að heimsækja barinn sinn en uppgötvar sér til mikillar skelfingar að hann er fullur af blaðasnápum sem kjafta hver ofan í annan. Hann kinkar kolli til eig- andans Luigis sem er skælbros- andi og sér að veisluföngin hafa hækkað upp úr öllu valdi. Smá- brauðið og parmesanskinkan verða að duga í kvöld. Ætli Lazio sé ekki bara að spila, hugsar eigin- maðurinn á meðan hann gengur framhjá her ljósmyndara sem smella af í gríð og erg út í loftið í þeirri veiku von að ná einhverju fréttnæmu. Fyrir utan gamlan kastala standa Rita og Maria með borða og bíða spenntar eftir að sjá átrún- aðargoðið sitt frá táningsaldrin- um. Vinkonurnar óska þess að það væru þær sem stæðu við glugg- ann með litla barnið. Átrúnaðar- goðið lét sjá sig í eina sekúndu, vinkaði og stöllurnar höfðu fengið sitt. Þær sofnuðu með þann draum í maganum að eiginmaður þeirra yrði jafn ríkur og frægur. Stuð milli Stríða: laugardagur í ítölskum smábæ FReyR GíGJA Gunnarsson var fluGa á veGG í brúðkaupi ársins Jólaskreytingakvöld Nú er komið að okkar vinsælu jólaskreytingakvöldum. Jólaskreytingakvöld miðvikudag 22. nóv. og fimmtudag 23. nóv. kl 20-22 í glæsilegri verslun Blómavals í Skútuvogi. Skreytingameistarar og starfsfólk Blómavals taka á móti gestum og sýna það nýjasta og flottasta í jólaskreytingum og skrauti. Uppákomur og kynningar. Skráið ykkur í síma 5 800 500. eða á blom@blomaval.is Takmarkaður sætafjöldi - ókeypis aðgangur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.