Fréttablaðið - 21.11.2006, Síða 45
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 2006 29
Rokksveitin Oasis mun hinn 12.
desember vera í aðalhlutverki á
útvarpsstöðinni BBC 6 Music.
Fetar hún þar með í fótspor sveita
á borð við Radiohead, Kaiser
Chiefs og Franz Ferdinand.
Þeir Liam, Noel og félagar fá
að velja uppáhaldslögin sín til að
spila í útvarpinu. Er talið að lög
með sveitum á borð við Bítlana,
Sex Pistols, Board of Canada og
The Go! Team fái þar að hljóma.
Oasis við
stjórnvölinn
oasis Rokksveitin Oasis verður í
aðalhlutverki hjá BBC 6 Music í næsta
mánuði.
Nick Lachey hefur verið í slagtogi
við leikkonuna Vanessu Minnillo
eftir skilnaðinn við söngfuglinn
Jessicu Simpson. Lachey bað
Minnillo að giftast sér á dögunum,
en leikkonan afþakkaði boðið.
Kunnugir segja að Lachey óttist
nú að samband þeirra muni renna
út í sandinn, ekki vegna þess að
Minillo vilji ekki giftast honum,
heldur vegna þess að hún gæti
orðið frægari en hann, eins og
raunin varð með fyrrverandi eig-
inkonu kappans. Vanessa Minillo
mun fara með hlutverk í næstu
Fantastic Four-mynd.
Óttast sam-
bandsslit
Nick Lachey Fyrrverandi eiginmaður
Jessicu Simpson óttast að kærastan
hans verði frægari en hann.
FRéttaBlaðið/getty
Britney Spears hefur ekki átt sjö
dagana sæla undanfarið enda
orðin tveggja barna einstæð móðir
eftir stormasamt hjónaband þeirra
Kevins Federline. Nú hefur það
komið í ljós að fyrrverandi kær-
asti hennar, Justin Timberlake,
hefur verið trúnaðarvinur hennar
á meðan á erfiðleikunum stóð.
Spears hringdi oft grátandi í Just-
in en þau voru kærustupar á yngri
árum. Vinur Timberlakes greinir
frá þessu í tímaritinu Grazia og
segir að Spears hafi virkilega
þurft á stuðningnum að halda og
að skötuhjúin fyrrverandi séu
góðir vinir.
Justin huggar
Britney
TrúNaðarviNir Britney Spears grætur
á öxl Justins eftir erfiðan skilnað við
Kevin Federline.
Shadow Parade kvaddi sér fyrst
hljóðs með laginu Dead Man´s
Hand sem hefur hljómað töluvert
í útvarpi að undanförnu.
Líkindin við Radiohead eru þar
augljós og í raun auðvelt að telja
að þar væri á ferðinni nýtt lag með
þeirri merku sveit. Svo er nú ekki
en lag þetta er tvímælalaust það
besta á þessari plötu. Á flottur gít-
arleikurinn stóran þátt í því.
Lagið gefur ekki alveg rétta
mynd af því sem koma skal því
flest lögin eru róleg og virka oft
frekar þunglyndisleg, þar sem ást-
arsorg er jafnan í fyrirrúmi. Gott
dæmi um depurðina er Suicide
sing-long þar sem segir m.a.: „It
won´t grown on you, you won´t
adjust, why not kill yourself“ og í
öðrum lögum fljóta annars þreytt-
ir frasar á borð við: „My nights
are dark and cold without you“ og
„I am lost ´cause you´re not here
now“ og „Don´t push me away“.
Í þessum lögum má finna sam-
anburð við sveitir á borð við Muse
og Alice In Chains og jafnvel Pink
Floyd. Tvær síðastnefndu sveit-
irnar eru til að mynda sterkir
áhrifavaldar í Song for the End of
the World.
Dubious Intentions er ágæt
plata sem veldur samt smá von-
brigðum miðað við byrjunina Hún
er full róleg og einhæf en þeir sem
eru til í stóran skammt af þung-
lyndispoppi ættu ekki að verða
sviknir.
Freyr Bjarnason
Of mikið þunglyndi
TóNLisT
Dubious intentions
Shadow Parade
HH
Ágætur frumburður.
Þunglyndispoppið er samt of mikið
og það vantar tilfinnanlega hress lög
á borð við Dead Man´s Hand.
Rapparinn Jay-Z
hélt nýverið sjö
tónleika í sjö
borgum í Banda-
ríkjunum á aðeins
einum sólarhring
til að kynna sína
nýjustu plötu,
Kingdom Come.
Hverjir tónleikar voru þrjátíu
mínútna langir og ferðaðist Jay-Z
í einkaþotu til að ná takmarki sínu.
Fór hann m.a. til New York,
Chicago og Los Angeles.
Fyrir tveimur árum sagðist
rapparinn vera hættur í tónlistar-
bransanum en nú er hann hættur
við að hætta.
Sjö borgir á
sólarhring
jay-z