Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 21.11.2006, Qupperneq 45
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 2006 29 Rokksveitin Oasis mun hinn 12. desember vera í aðalhlutverki á útvarpsstöðinni BBC 6 Music. Fetar hún þar með í fótspor sveita á borð við Radiohead, Kaiser Chiefs og Franz Ferdinand. Þeir Liam, Noel og félagar fá að velja uppáhaldslögin sín til að spila í útvarpinu. Er talið að lög með sveitum á borð við Bítlana, Sex Pistols, Board of Canada og The Go! Team fái þar að hljóma. Oasis við stjórnvölinn oasis Rokksveitin Oasis verður í aðalhlutverki hjá BBC 6 Music í næsta mánuði. Nick Lachey hefur verið í slagtogi við leikkonuna Vanessu Minnillo eftir skilnaðinn við söngfuglinn Jessicu Simpson. Lachey bað Minnillo að giftast sér á dögunum, en leikkonan afþakkaði boðið. Kunnugir segja að Lachey óttist nú að samband þeirra muni renna út í sandinn, ekki vegna þess að Minillo vilji ekki giftast honum, heldur vegna þess að hún gæti orðið frægari en hann, eins og raunin varð með fyrrverandi eig- inkonu kappans. Vanessa Minillo mun fara með hlutverk í næstu Fantastic Four-mynd. Óttast sam- bandsslit Nick Lachey Fyrrverandi eiginmaður Jessicu Simpson óttast að kærastan hans verði frægari en hann. FRéttaBlaðið/getty Britney Spears hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið enda orðin tveggja barna einstæð móðir eftir stormasamt hjónaband þeirra Kevins Federline. Nú hefur það komið í ljós að fyrrverandi kær- asti hennar, Justin Timberlake, hefur verið trúnaðarvinur hennar á meðan á erfiðleikunum stóð. Spears hringdi oft grátandi í Just- in en þau voru kærustupar á yngri árum. Vinur Timberlakes greinir frá þessu í tímaritinu Grazia og segir að Spears hafi virkilega þurft á stuðningnum að halda og að skötuhjúin fyrrverandi séu góðir vinir. Justin huggar Britney TrúNaðarviNir Britney Spears grætur á öxl Justins eftir erfiðan skilnað við Kevin Federline. Shadow Parade kvaddi sér fyrst hljóðs með laginu Dead Man´s Hand sem hefur hljómað töluvert í útvarpi að undanförnu. Líkindin við Radiohead eru þar augljós og í raun auðvelt að telja að þar væri á ferðinni nýtt lag með þeirri merku sveit. Svo er nú ekki en lag þetta er tvímælalaust það besta á þessari plötu. Á flottur gít- arleikurinn stóran þátt í því. Lagið gefur ekki alveg rétta mynd af því sem koma skal því flest lögin eru róleg og virka oft frekar þunglyndisleg, þar sem ást- arsorg er jafnan í fyrirrúmi. Gott dæmi um depurðina er Suicide sing-long þar sem segir m.a.: „It won´t grown on you, you won´t adjust, why not kill yourself“ og í öðrum lögum fljóta annars þreytt- ir frasar á borð við: „My nights are dark and cold without you“ og „I am lost ´cause you´re not here now“ og „Don´t push me away“. Í þessum lögum má finna sam- anburð við sveitir á borð við Muse og Alice In Chains og jafnvel Pink Floyd. Tvær síðastnefndu sveit- irnar eru til að mynda sterkir áhrifavaldar í Song for the End of the World. Dubious Intentions er ágæt plata sem veldur samt smá von- brigðum miðað við byrjunina Hún er full róleg og einhæf en þeir sem eru til í stóran skammt af þung- lyndispoppi ættu ekki að verða sviknir. Freyr Bjarnason Of mikið þunglyndi TóNLisT Dubious intentions Shadow Parade HH Ágætur frumburður. Þunglyndispoppið er samt of mikið og það vantar tilfinnanlega hress lög á borð við Dead Man´s Hand. Rapparinn Jay-Z hélt nýverið sjö tónleika í sjö borgum í Banda- ríkjunum á aðeins einum sólarhring til að kynna sína nýjustu plötu, Kingdom Come. Hverjir tónleikar voru þrjátíu mínútna langir og ferðaðist Jay-Z í einkaþotu til að ná takmarki sínu. Fór hann m.a. til New York, Chicago og Los Angeles. Fyrir tveimur árum sagðist rapparinn vera hættur í tónlistar- bransanum en nú er hann hættur við að hætta. Sjö borgir á sólarhring jay-z
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.